Með ljósin kveikt Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar 25. október 2018 08:00 Haustið er erfiður tími fyrir okkur myrkfælna fólkið. Í myrkrinu leynast hætturnar nefnilega nokkurn veginn alls staðar. Auðvitað er til það fólk sem finnst rökkrið huggulegt og við kertaljós vopnuð nokkrum rauðvínsflöskum getur það svo sem verið. Flestar stundir sitjum við samt stjörf af hræðslu, viðbúin hinu allra versta. Það þarf að opna umræðuna um okkur sem sofum með ljósið kveikt á svefnherbergisganginum. Þvoum þvottinn að morgni því við höfum ekki taugar í þvottahúsið í kjallaranum á kvöldin. Förum helst ekki út eftir rökkur nema að tala við einhvern í síma. Horfum ekki á draugamyndir eða einhvern skepnuskap í sjónvarpinu á kvöldin því söguhetjurnar eiga það til að verða eftir í stofunni þegar myrkrið skellur á. Lítum ekki Bruce Willis sömu augum eftir að hann reyndist draugur í einni bíómyndinni. Getum ekki treyst honum. Og getum ekki sofið með drauga gangandi um stofuna. Auðvitað fer maður ekki alveg óundirbúinn inn í haustið, því hætturnar hafa leynst víðar. Sem barn hræddist ég unglinga. Í dag frekar tölvupóst. Finnst erfitt að ýta á send því pósturinn gæti farið eitthvert vitlaust. (Hef óvart sent fundarboð á hálft stjórnkerfið sem og starfsmenn Reykjavíkurborgar og er að vinna mig frá þeim kvíða.) Hræðist hurðir á almenningssalernum og kíki ofan í klósettskálar, þar gætu leynst rottur. Hræðist lífsógnandi smit sem Google-leitin sefar sjaldnast óttann við. Er hrædd við hákarla í sundi en sit örugg í heita pottinum og fylgist með hvort kríur sjáist á flugi. Ég fer varlega í lífinu og vil ekki glannaskap. Og þó ég geti kannski ekki synt mér til heilsubótar hleyp ég allt sem ég fer á haustin. Logandi hrædd að vísu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Mest lesið Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson Skoðun Svínsleg mismunun gagnvart eldra fólki Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Sjókvíaeldi á Íslandi fjarstýrt með gervigreind frá Noregi Ingólfur Ásgeirsson Skoðun Skoðun Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Sjá meira
Haustið er erfiður tími fyrir okkur myrkfælna fólkið. Í myrkrinu leynast hætturnar nefnilega nokkurn veginn alls staðar. Auðvitað er til það fólk sem finnst rökkrið huggulegt og við kertaljós vopnuð nokkrum rauðvínsflöskum getur það svo sem verið. Flestar stundir sitjum við samt stjörf af hræðslu, viðbúin hinu allra versta. Það þarf að opna umræðuna um okkur sem sofum með ljósið kveikt á svefnherbergisganginum. Þvoum þvottinn að morgni því við höfum ekki taugar í þvottahúsið í kjallaranum á kvöldin. Förum helst ekki út eftir rökkur nema að tala við einhvern í síma. Horfum ekki á draugamyndir eða einhvern skepnuskap í sjónvarpinu á kvöldin því söguhetjurnar eiga það til að verða eftir í stofunni þegar myrkrið skellur á. Lítum ekki Bruce Willis sömu augum eftir að hann reyndist draugur í einni bíómyndinni. Getum ekki treyst honum. Og getum ekki sofið með drauga gangandi um stofuna. Auðvitað fer maður ekki alveg óundirbúinn inn í haustið, því hætturnar hafa leynst víðar. Sem barn hræddist ég unglinga. Í dag frekar tölvupóst. Finnst erfitt að ýta á send því pósturinn gæti farið eitthvert vitlaust. (Hef óvart sent fundarboð á hálft stjórnkerfið sem og starfsmenn Reykjavíkurborgar og er að vinna mig frá þeim kvíða.) Hræðist hurðir á almenningssalernum og kíki ofan í klósettskálar, þar gætu leynst rottur. Hræðist lífsógnandi smit sem Google-leitin sefar sjaldnast óttann við. Er hrædd við hákarla í sundi en sit örugg í heita pottinum og fylgist með hvort kríur sjáist á flugi. Ég fer varlega í lífinu og vil ekki glannaskap. Og þó ég geti kannski ekki synt mér til heilsubótar hleyp ég allt sem ég fer á haustin. Logandi hrædd að vísu.
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar