22 milljónir á dag … Katrín Atladóttir skrifar 25. október 2018 08:00 Meirihluti borgarstjórnar í Reykjavík felldi nýlega tillögu mína um lægri skatta á atvinnuhúsnæði. Skattar og gjöld borgarinnar eru flest í lögbundnu hámarki. Samt hækkuðu skuldir á síðasta kjörtímabili um 36 milljarða eða tæp 60%. Nýr meirihluti siglir áhyggjulaus sömu leið, því skuldir borgarsjóðs hafa vaxið um 650 milljónir á mánuði frá áramótum, eða um rúmar 22 milljónir á hverjum einasta degi það sem af er ári. Þrátt fyrir mikla árlega tekjuaukningu aukast útgjöldin enn hraðar og þeir sjá sem vilja, að rekstur borgarinnar er ekki sjálfbær. Hinir fjölmörgu og stóru tekjustofnar duga samt ekki borginni. Í stað þess að lækka gjaldskrá Orkuveitu Reykjavíkur og rýmka þar með fjárráð borgarbúa er áætlað að borgin greiði sér 14 milljarða króna í arð á næstu fjórum árum. Gjaldskrárhækkanir fyrri ára eru með óbeinum hætti orðnar tekjustofn borgarinnar. Eru þá ótaldir íþyngjandi eignaskattar sem hækka leiguverð og minnka áhuga fyrirtækja og fólks á að búa og starfa í borginni. Hækkun eignaverðs skilar sér því miður ekki sjálfkrafa í veski borgarbúa í lok mánaðar. Nálgun Reykjavíkurborgar ætti að vera að skilgreina lögbundin verkefni sín, kostnaðargreina þau og afla síðan þeirra tekna sem til þarf. Meirihlutinn í borginni snýr þessu alveg á haus. Spáð er hversu mikið skattgreiðslur borgarbúa og fyrirtækja aukast og hversu mikið má auka skuldir. Þeim fjármunum er síðan ráðstafað í verkefni sem sátt ríkir um en ekki síður hin, sem alls engin sátt ríkir um. Nokkur þeirra hafa verið í umræðunni síðustu vikur en skyldu þau vera fleiri? Nauðsynlegt er að tryggja að umsvif borgarinnar fari ekki úr böndunum. Fylgjast þarf með að grunnþjónustu sé sinnt vel en fjármunum ekki ráðstafað óvarlega. Þannig mætti sleppa ýmsum fasteignaverkefnum og spara umtalsverða fjármuni. Við höfum upplifað góðæri síðustu ár. En þessi ósjálfbæra útgjalda- og skuldaaukning kemur í bakið á borgarbúum þegar hægir á hagkerfinu. Skattheimtu verður að stilla í hóf svo fólk haldi eftir þeim fjármunum sem ekki er brýn þörf á í samneysluna. Nú þegar hillir undir samdrátt í hagkerfinu eru skattalækkanir besta kjarabótin, því fáir fara betur með skattfé en greiðendur þess.Höfundur er borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Borgarstjórn Katrín Atladóttir Mest lesið Halldór 09.08.2025 Halldór Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir Skoðun Til ritstjóra DV Ívar Halldórsson Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Ert þú með þráhyggju? Sóley Dröfn Davíðsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Sjá meira
Meirihluti borgarstjórnar í Reykjavík felldi nýlega tillögu mína um lægri skatta á atvinnuhúsnæði. Skattar og gjöld borgarinnar eru flest í lögbundnu hámarki. Samt hækkuðu skuldir á síðasta kjörtímabili um 36 milljarða eða tæp 60%. Nýr meirihluti siglir áhyggjulaus sömu leið, því skuldir borgarsjóðs hafa vaxið um 650 milljónir á mánuði frá áramótum, eða um rúmar 22 milljónir á hverjum einasta degi það sem af er ári. Þrátt fyrir mikla árlega tekjuaukningu aukast útgjöldin enn hraðar og þeir sjá sem vilja, að rekstur borgarinnar er ekki sjálfbær. Hinir fjölmörgu og stóru tekjustofnar duga samt ekki borginni. Í stað þess að lækka gjaldskrá Orkuveitu Reykjavíkur og rýmka þar með fjárráð borgarbúa er áætlað að borgin greiði sér 14 milljarða króna í arð á næstu fjórum árum. Gjaldskrárhækkanir fyrri ára eru með óbeinum hætti orðnar tekjustofn borgarinnar. Eru þá ótaldir íþyngjandi eignaskattar sem hækka leiguverð og minnka áhuga fyrirtækja og fólks á að búa og starfa í borginni. Hækkun eignaverðs skilar sér því miður ekki sjálfkrafa í veski borgarbúa í lok mánaðar. Nálgun Reykjavíkurborgar ætti að vera að skilgreina lögbundin verkefni sín, kostnaðargreina þau og afla síðan þeirra tekna sem til þarf. Meirihlutinn í borginni snýr þessu alveg á haus. Spáð er hversu mikið skattgreiðslur borgarbúa og fyrirtækja aukast og hversu mikið má auka skuldir. Þeim fjármunum er síðan ráðstafað í verkefni sem sátt ríkir um en ekki síður hin, sem alls engin sátt ríkir um. Nokkur þeirra hafa verið í umræðunni síðustu vikur en skyldu þau vera fleiri? Nauðsynlegt er að tryggja að umsvif borgarinnar fari ekki úr böndunum. Fylgjast þarf með að grunnþjónustu sé sinnt vel en fjármunum ekki ráðstafað óvarlega. Þannig mætti sleppa ýmsum fasteignaverkefnum og spara umtalsverða fjármuni. Við höfum upplifað góðæri síðustu ár. En þessi ósjálfbæra útgjalda- og skuldaaukning kemur í bakið á borgarbúum þegar hægir á hagkerfinu. Skattheimtu verður að stilla í hóf svo fólk haldi eftir þeim fjármunum sem ekki er brýn þörf á í samneysluna. Nú þegar hillir undir samdrátt í hagkerfinu eru skattalækkanir besta kjarabótin, því fáir fara betur með skattfé en greiðendur þess.Höfundur er borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins.
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar