Tekjur.is gæti þurft að nafngreina þá sem sækja upplýsingar af vefsíðunni Þorsteinn Friðrik Halldórsson skrifar 25. október 2018 06:00 Tekjur.is var hleypt af stokkunum föstudaginn 12. október. Tekjur.is Skattgreiðendur gætu átt rétt á að fá upplýsingar um hver óskaði eftir og fékk persónuupplýsingar þeirra í hendur á vefsíðunni Tekjur.is. Þetta segir Jóhann Tómas Sigurðsson, lögmaður og annar eigandi Lagahvols. Á síðustu vikum hefur verið fjallað um vefsíðuna Tekjur.is sem birtir upplýsingar um tekjur allra skattgreiðenda. Eru upplýsingarnar byggðar á skattskrá 2017 sem gefin er út af Ríkisskattstjóra. Notendur kaupa aðgang að vefsíðunni og geta í kjölfarið flett upp tekjum skattgreiðenda. Lögbannskröfu á Tekjur.is var hafnað af sýslumanni í síðustu viku en Persónuvernd hóf í kjölfarið athugun á því hvort heimild væri fyrir vinnslu þessara upplýsinga. Hafði Viskubrunnur ehf., ábyrgðaraðili vefsins, frest til 23. október til að svara stofnuninni. „Það hefur verið fjallað um ágreining um heimild til að vinna upplýsingarnar en réttindi skattgreiðenda, það er hins skráða, hafa fengið minni athygli. Þú sem skattgreiðandi getur sent fyrirspurn til þess sem er að vinna upplýsingarnar og honum ber þá skylda til þess að veita tilteknar upplýsingar,“ segir Jóhann Tómas. Jóhann vísar í lög um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga, sem tóku gildi í sumar en þannig voru ákvæði svokallaðrar GDPR-reglugerðar lögfest á Íslandi. Segir Jóhann að lögin veiti einstaklingum heimild til að óska eftir upplýsingum um hvaða notendur hafa flett upp tekjum viðkomandi frá því að vefsíðan fór í loftið. „Þá vaknar sú spurning hvaða upplýsingar ábyrgðaraðilanum ber að veita. Það veltur á því hvort réttur skattgreiðanda, það er hins skráða, sé sterkari en réttur áskrifanda til þess að vera ekki nafngreindur. Ég tel að sterk rök hnígi að því en komi upp ágreiningur er það hlutverk Persónuverndar að skera úr um það.“ Jóhann segir að til þess að hægt verði að skera úr um málið þurfi skattgreiðandi að senda beiðni á Tekjur.is þess efnis að gefið verði upp hvaða áskrifendur hafi sótt upplýsingar um viðkomandi. Verði svar vefsins á þá leið að ekki sé unnt að nafngreina áskrifendurna er hægt að óska eftir áliti Persónuverndar. „Það kann að vera niðurstaðan að nágranninn á efri hæðinni eða frændi þinn fái upplýsingar um það að þú hafir flett honum upp á vefnum. Hin sakleysislega uppfletting í skjóli nafnleyndar er því aldrei án ábyrgðar.“ Samkvæmt lögunum getur viðkomandi sent fyrirspurn reglulega, jafnvel í hverjum mánuði, og á rétt á að fá svör án endurgjalds, eða gegn hóflegu gjaldi. Þá ber vefsíðunni að bregðast við fyrirspurninni innan hæfilegs tíma, og í síðasta lagi mánuði eftir að fyrirspurnin barst. Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Fengu skattskrár allra Íslendinga frá ríkisskattstjóra Tekjur.is fengu eintak af skattskrá allra Íslendinga frá ríkisskattstjóra í sumar. Fengu þeir sem standa að baki síðunni skrárnar afhentar á pappír sem þeir færðu síðan yfir á rafrænt form. 17. október 2018 08:55 Persónuvernd krefur Tekjur.is um svör Persónuvernd athugar nú birtingu félagsins Viskubrunns ehf. á skattskrárupplýsingum ársins 2016 á vefsíðunni Tekjur.is. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Persónuvernd. 19. október 2018 19:15 Hafnaði kröfu um lögbann á vefinn Tekjur.is Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu hafnaði í dag kröfu Ingvars Smára Birgissonar lögmanns um lögbann á vefinn Tekjur.is. 17. október 2018 18:06 Mest lesið Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Viðskipti innlent Verð enn lægst í Prís Neytendur „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Viðskipti erlent Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Viðskipti innlent Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ Viðskipti erlent „Hvernig hefðu amma og afi gert þetta?“ Atvinnulíf Vill refsa Kanada svo lesið verði um það í sögubókum Viðskipti erlent Northvolt í þrot Viðskipti erlent Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Viðskipti innlent Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Viðskipti innlent Fleiri fréttir Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Trump-tollar geti haft óbein áhrif á Íslendinga Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Spá því að stýrivextir verði lækkaðir um 25 punkta Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Skarphéðinn til Sagafilm Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Sjálfkjörið í stjórn Símans Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Ráðinn fjármálastjóri Origo Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Segja upp 52 sjómönnum Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Frá Seðlabankanum í sýndarheima CCP Hagnaður jókst um tæpan helming milli ára Truflanir á greiðsluhirðingu Rapyd Sjá meira
Skattgreiðendur gætu átt rétt á að fá upplýsingar um hver óskaði eftir og fékk persónuupplýsingar þeirra í hendur á vefsíðunni Tekjur.is. Þetta segir Jóhann Tómas Sigurðsson, lögmaður og annar eigandi Lagahvols. Á síðustu vikum hefur verið fjallað um vefsíðuna Tekjur.is sem birtir upplýsingar um tekjur allra skattgreiðenda. Eru upplýsingarnar byggðar á skattskrá 2017 sem gefin er út af Ríkisskattstjóra. Notendur kaupa aðgang að vefsíðunni og geta í kjölfarið flett upp tekjum skattgreiðenda. Lögbannskröfu á Tekjur.is var hafnað af sýslumanni í síðustu viku en Persónuvernd hóf í kjölfarið athugun á því hvort heimild væri fyrir vinnslu þessara upplýsinga. Hafði Viskubrunnur ehf., ábyrgðaraðili vefsins, frest til 23. október til að svara stofnuninni. „Það hefur verið fjallað um ágreining um heimild til að vinna upplýsingarnar en réttindi skattgreiðenda, það er hins skráða, hafa fengið minni athygli. Þú sem skattgreiðandi getur sent fyrirspurn til þess sem er að vinna upplýsingarnar og honum ber þá skylda til þess að veita tilteknar upplýsingar,“ segir Jóhann Tómas. Jóhann vísar í lög um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga, sem tóku gildi í sumar en þannig voru ákvæði svokallaðrar GDPR-reglugerðar lögfest á Íslandi. Segir Jóhann að lögin veiti einstaklingum heimild til að óska eftir upplýsingum um hvaða notendur hafa flett upp tekjum viðkomandi frá því að vefsíðan fór í loftið. „Þá vaknar sú spurning hvaða upplýsingar ábyrgðaraðilanum ber að veita. Það veltur á því hvort réttur skattgreiðanda, það er hins skráða, sé sterkari en réttur áskrifanda til þess að vera ekki nafngreindur. Ég tel að sterk rök hnígi að því en komi upp ágreiningur er það hlutverk Persónuverndar að skera úr um það.“ Jóhann segir að til þess að hægt verði að skera úr um málið þurfi skattgreiðandi að senda beiðni á Tekjur.is þess efnis að gefið verði upp hvaða áskrifendur hafi sótt upplýsingar um viðkomandi. Verði svar vefsins á þá leið að ekki sé unnt að nafngreina áskrifendurna er hægt að óska eftir áliti Persónuverndar. „Það kann að vera niðurstaðan að nágranninn á efri hæðinni eða frændi þinn fái upplýsingar um það að þú hafir flett honum upp á vefnum. Hin sakleysislega uppfletting í skjóli nafnleyndar er því aldrei án ábyrgðar.“ Samkvæmt lögunum getur viðkomandi sent fyrirspurn reglulega, jafnvel í hverjum mánuði, og á rétt á að fá svör án endurgjalds, eða gegn hóflegu gjaldi. Þá ber vefsíðunni að bregðast við fyrirspurninni innan hæfilegs tíma, og í síðasta lagi mánuði eftir að fyrirspurnin barst.
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Fengu skattskrár allra Íslendinga frá ríkisskattstjóra Tekjur.is fengu eintak af skattskrá allra Íslendinga frá ríkisskattstjóra í sumar. Fengu þeir sem standa að baki síðunni skrárnar afhentar á pappír sem þeir færðu síðan yfir á rafrænt form. 17. október 2018 08:55 Persónuvernd krefur Tekjur.is um svör Persónuvernd athugar nú birtingu félagsins Viskubrunns ehf. á skattskrárupplýsingum ársins 2016 á vefsíðunni Tekjur.is. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Persónuvernd. 19. október 2018 19:15 Hafnaði kröfu um lögbann á vefinn Tekjur.is Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu hafnaði í dag kröfu Ingvars Smára Birgissonar lögmanns um lögbann á vefinn Tekjur.is. 17. október 2018 18:06 Mest lesið Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Viðskipti innlent Verð enn lægst í Prís Neytendur „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Viðskipti erlent Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Viðskipti innlent Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ Viðskipti erlent „Hvernig hefðu amma og afi gert þetta?“ Atvinnulíf Vill refsa Kanada svo lesið verði um það í sögubókum Viðskipti erlent Northvolt í þrot Viðskipti erlent Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Viðskipti innlent Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Viðskipti innlent Fleiri fréttir Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Trump-tollar geti haft óbein áhrif á Íslendinga Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Spá því að stýrivextir verði lækkaðir um 25 punkta Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Skarphéðinn til Sagafilm Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Sjálfkjörið í stjórn Símans Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Ráðinn fjármálastjóri Origo Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Segja upp 52 sjómönnum Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Frá Seðlabankanum í sýndarheima CCP Hagnaður jókst um tæpan helming milli ára Truflanir á greiðsluhirðingu Rapyd Sjá meira
Fengu skattskrár allra Íslendinga frá ríkisskattstjóra Tekjur.is fengu eintak af skattskrá allra Íslendinga frá ríkisskattstjóra í sumar. Fengu þeir sem standa að baki síðunni skrárnar afhentar á pappír sem þeir færðu síðan yfir á rafrænt form. 17. október 2018 08:55
Persónuvernd krefur Tekjur.is um svör Persónuvernd athugar nú birtingu félagsins Viskubrunns ehf. á skattskrárupplýsingum ársins 2016 á vefsíðunni Tekjur.is. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Persónuvernd. 19. október 2018 19:15
Hafnaði kröfu um lögbann á vefinn Tekjur.is Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu hafnaði í dag kröfu Ingvars Smára Birgissonar lögmanns um lögbann á vefinn Tekjur.is. 17. október 2018 18:06