Bregst við gagnrýni og leggur til heimild til þungungarrofs að 22 vikum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 25. október 2018 10:20 Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra. Fréttablaðið/Ernir Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hefur ákveðið að leggja frumvarp til laga um þungunarrof fyrir Alþingi með rýmri heimildum varðandi tímamörk en miðað var við í drögum að frumvarpinu sem birt voru í samráðsgátt stjórnvalda á dögunum. Heimild til þungungarrofs verða við lok 22. viku verði frumvarpið samþykkt. Gildir þá einu hvaða ástæður liggja að baki ef vilji konunnar er skýr. Gagnrýnt hafði verið að nýja frumvarpið myndi skerða réttindi kvenna. Ráðherra leggur áherslu á að í nýrri löggjöf verði jafnræðis gætt og farið að samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks. Þetta kemur fram í frétt á vef Stjórnarráðsins. Í gildandi lögum er notað hugtakið fóstureyðing en ekki þungunarrof. Lögin kveða á um að heimild til fóstureyðingar verði að grundvallast á læknisfræðilegum eða félagslegum ástæðum, eða þegar þungun er afleiðing refsiverðrar háttsemi. Við þessar aðstæður er fóstureyðing heimil til loka 16. viku meðgöngu. Auk þessa er í gildandi lögum kveðið á um heimild til fóstureyðingar eftir 16 vikur, „séu miklar líkur á vansköpun, erfðagöllum eða sköddun fósturs“. Í þeim drögum að frumvarpi sem nýlega voru birt til umsagnar í samráðsgátt stjórnvalda var gert ráð fyrir að heimilt yrði að framkvæma þungunarrof að ósk konu, óháð ástæðum að baki þeim vilja, fram að 18. viku. Einnig var í drögunum gert ráð fyrir takmörkuðum heimildum fyrir þungunarrofi eftir lok 18. viku ef lífi konu væri stefnt í hættu með áframhaldandi þungun eða ef fóstur teldist ekki lífvænlegt til frambúðar.Brást við umsögnum og athugasemdum „Við vinnslu frumvarpsins hefur verið lögð áhersla á að ákvæði þess gangi ekki gegn réttindum og markmiðum samings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks. Eftirlitsnefnd samnings Sameinuðu þjóðanna hefur gert athugasemdir við löggjöf ríkja þar sem veittar eru heimildir til að framkvæma þungunarrof á öllum stigum meðgöngu þegar fóstur er talið alvarlega fatlað. Þetta er raunin í íslenskri löggjöf þar sem sérstaklega er kveðið á um heimild til fóstureyðingar eftir 16 vikur „séu miklar líkur á vansköpun, erfðagöllum eða sköddun fósturs“ eins og það er orðað í lögunum. Þetta orðalag stríðir jafnframt gegn 8. gr. samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks um vitundarvakningu sem skuldbindur ríki til að vinna á móti staðalímyndum og fordómum sem tengjast fötluðu fólki,“ segir í tilkynningunni. Í frumvarpi heilbrigðisráðherra er réttur kvenna til sjálfsforræðis og ákvarðanatöku byggðri á óhlutdrægri fræðslu og ráðgjöf hafður að leiðarljósi og sömuleiðis virðing fyrir mannréttindum og mannlegri reisn. Í kjölfar umsagna og athugasemda við drög að frumvarpi um þungunarrof hefur heilbrigðisráðherra ákveðið að leggja frumvarp sitt fyrir Alþingi þar sem viðmið heimildar til þungunarrofs verða við lok 22. viku. Gildir þá einu hvaða ástæður liggja að baki ef vilji hlutaðeigandi konu er skýr. Í frumvarpinu verður, líkt og í gildandi lögum, lögð áhersla á að þegar þungunarrofs er óskað skuli það ætíð framkvæmt eins fljótt og auðið er og helst fyrir lok 12. viku. Heilbrigðismál Þungunarrof Tengdar fréttir Fyrirhugað frumvarp skerði rétt kvenna til þungunarrofs Stefnt er að því að frumvarp til nýrra laga um þungunarrof verði lagt fram á yfirstandandi þingi. Drög að frumvarpinu voru kynnt í Samráðsgátt ríkisstjórnarinnar. Stærstur hluti umsagnanna sem barst laut að því að verið væri að þ 15. október 2018 07:00 Þrettán fengu heimild til að rjúfa þungun eftir 16. viku Engri beiðni um að rjúfa þungun eftir 16. viku var synjað í fyrra. 18. október 2018 14:51 Mest lesið Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Algjört hrun í fálkastofninum Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Fleiri fréttir „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Sjá meira
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hefur ákveðið að leggja frumvarp til laga um þungunarrof fyrir Alþingi með rýmri heimildum varðandi tímamörk en miðað var við í drögum að frumvarpinu sem birt voru í samráðsgátt stjórnvalda á dögunum. Heimild til þungungarrofs verða við lok 22. viku verði frumvarpið samþykkt. Gildir þá einu hvaða ástæður liggja að baki ef vilji konunnar er skýr. Gagnrýnt hafði verið að nýja frumvarpið myndi skerða réttindi kvenna. Ráðherra leggur áherslu á að í nýrri löggjöf verði jafnræðis gætt og farið að samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks. Þetta kemur fram í frétt á vef Stjórnarráðsins. Í gildandi lögum er notað hugtakið fóstureyðing en ekki þungunarrof. Lögin kveða á um að heimild til fóstureyðingar verði að grundvallast á læknisfræðilegum eða félagslegum ástæðum, eða þegar þungun er afleiðing refsiverðrar háttsemi. Við þessar aðstæður er fóstureyðing heimil til loka 16. viku meðgöngu. Auk þessa er í gildandi lögum kveðið á um heimild til fóstureyðingar eftir 16 vikur, „séu miklar líkur á vansköpun, erfðagöllum eða sköddun fósturs“. Í þeim drögum að frumvarpi sem nýlega voru birt til umsagnar í samráðsgátt stjórnvalda var gert ráð fyrir að heimilt yrði að framkvæma þungunarrof að ósk konu, óháð ástæðum að baki þeim vilja, fram að 18. viku. Einnig var í drögunum gert ráð fyrir takmörkuðum heimildum fyrir þungunarrofi eftir lok 18. viku ef lífi konu væri stefnt í hættu með áframhaldandi þungun eða ef fóstur teldist ekki lífvænlegt til frambúðar.Brást við umsögnum og athugasemdum „Við vinnslu frumvarpsins hefur verið lögð áhersla á að ákvæði þess gangi ekki gegn réttindum og markmiðum samings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks. Eftirlitsnefnd samnings Sameinuðu þjóðanna hefur gert athugasemdir við löggjöf ríkja þar sem veittar eru heimildir til að framkvæma þungunarrof á öllum stigum meðgöngu þegar fóstur er talið alvarlega fatlað. Þetta er raunin í íslenskri löggjöf þar sem sérstaklega er kveðið á um heimild til fóstureyðingar eftir 16 vikur „séu miklar líkur á vansköpun, erfðagöllum eða sköddun fósturs“ eins og það er orðað í lögunum. Þetta orðalag stríðir jafnframt gegn 8. gr. samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks um vitundarvakningu sem skuldbindur ríki til að vinna á móti staðalímyndum og fordómum sem tengjast fötluðu fólki,“ segir í tilkynningunni. Í frumvarpi heilbrigðisráðherra er réttur kvenna til sjálfsforræðis og ákvarðanatöku byggðri á óhlutdrægri fræðslu og ráðgjöf hafður að leiðarljósi og sömuleiðis virðing fyrir mannréttindum og mannlegri reisn. Í kjölfar umsagna og athugasemda við drög að frumvarpi um þungunarrof hefur heilbrigðisráðherra ákveðið að leggja frumvarp sitt fyrir Alþingi þar sem viðmið heimildar til þungunarrofs verða við lok 22. viku. Gildir þá einu hvaða ástæður liggja að baki ef vilji hlutaðeigandi konu er skýr. Í frumvarpinu verður, líkt og í gildandi lögum, lögð áhersla á að þegar þungunarrofs er óskað skuli það ætíð framkvæmt eins fljótt og auðið er og helst fyrir lok 12. viku.
Heilbrigðismál Þungunarrof Tengdar fréttir Fyrirhugað frumvarp skerði rétt kvenna til þungunarrofs Stefnt er að því að frumvarp til nýrra laga um þungunarrof verði lagt fram á yfirstandandi þingi. Drög að frumvarpinu voru kynnt í Samráðsgátt ríkisstjórnarinnar. Stærstur hluti umsagnanna sem barst laut að því að verið væri að þ 15. október 2018 07:00 Þrettán fengu heimild til að rjúfa þungun eftir 16. viku Engri beiðni um að rjúfa þungun eftir 16. viku var synjað í fyrra. 18. október 2018 14:51 Mest lesið Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Algjört hrun í fálkastofninum Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Fleiri fréttir „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Sjá meira
Fyrirhugað frumvarp skerði rétt kvenna til þungunarrofs Stefnt er að því að frumvarp til nýrra laga um þungunarrof verði lagt fram á yfirstandandi þingi. Drög að frumvarpinu voru kynnt í Samráðsgátt ríkisstjórnarinnar. Stærstur hluti umsagnanna sem barst laut að því að verið væri að þ 15. október 2018 07:00
Þrettán fengu heimild til að rjúfa þungun eftir 16. viku Engri beiðni um að rjúfa þungun eftir 16. viku var synjað í fyrra. 18. október 2018 14:51