„Það er verið að setja Austurland í frost“ Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 5. desember 2025 13:01 Ragnar Sigurðsson, formaður bæjarráðs Fjarðabyggðar, er ómyrkur í máli um nýja samgönguáætlun. Hann segir Austurland sett í frost. Vísir Formaður bæjarráðs Fjarðabyggðar segir ríkisstjórnina þyrla upp ryki með nýrri samgönguáætlun og færa fjármuni, sem Austfirðingum höfðu verið lofaðir, á önnur svæði. Verið sé að setja Austurland í frost. Eins og fjallað hefur verið um hefur mikillar óánægju gætt hjá Austfirðingum vegna breyttrar forgangsröðunar í nýrri jarðgangaáætlun, þar sem Fjarðarheiðagöngin eru sett á ís og Fjarðagöng sett í forgang. „Fyrir mér er bara verið að þyrla upp einhverju moldviðri. Láta líta út fyrir að um breytta forgangsröðun sé að ræða þegar raunin er að það er verið að flytja fjármuni af svæðinu inn á önnur svæði þvert á gefin loforð,“ segir Ragnar Sigurðsson, formaður bæjarráðs Fjarðabyggðar. „Það var búið að fara mjög vel yfir það og í öllum okkar mótmælum varðandi veiðigjöldin var hamrað á því að fjármunir myndu skila sér til baka með auknum hætti með innviðauppbyggingu. Þau fara aftur í gangnaleiðina og þar segja þau að Fjarðagöng eigi að fara í staðinn.“ Horft fram hjá stærstu hættunni á Hringveginum Fjarðagöngin séu númer tvö eða þrjú á lista og ekkert muni gerast næstu tíu árin hvað þau varðar. Íbúar í Fjarðabyggð hafði beðið eftir að farið verði í úrbætur á Suðurfjarðavegi. „Suðurfjarðavegur er metinn hættulegasti vegkafli á Þjóðvegi 1. Á landinu. Hann er tilbúinn til útboðs. Þarna eru einbreiðar brýr sem þola ekki þungaflutninga. Við þurfum að fara með stór vinnutæki yfir á vaði með tilheyrandi umhverfisspjöllum,“ segir Ragnar. „Við erum búin að vera að reka á eftir þessum vegi, þetta er einn af þeim vegum sem eru á forgangslista. Það snýst um öryggi. Þannig að ef það er verið að breyta forgangsröðun út frá öryggissjónarmiðum þá er algjörlega horft fram hjá stærsta öryggisatriðinu á okkar svæði.“ Snúist líka um verðmætasköpun Úrbætur á Suðurfjarðarvegi snúist einnig um verðmætasköpun. „Þetta er þjóðvegur eitt til og frá stærstu fiskihöfnum landsins. Og hann er hættur að þola þungaflutninga,“ segir Ragnar. Jónína Brynjólfsdóttir, forseti sveitarstjórnar í Múlaþingi, hefur verið mjög gagnrýnin og sagt áætlunina kjördæmapot. Þrjú af fjórum jarðgöngum á áætlun eru í kjördæmi innviðaráðherra. Ragnar segist ekki geta gengið svo langt, enda séu Fljótagöngin mitt á milli Norðaustur- og Norðvesturkjördæmis, en vissulega sé verið að færa fjármuni frá Austurlandi. „Ég tek undir með Jónínu og fleirum sem hafa sagt að það er verið að setja Austurland í frost.“ Samgöngur Fjarðabyggð Múlaþing Alþingi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Jarðgöng á Íslandi Vegagerð Byggðamál Samgönguáætlun Tengdar fréttir Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Eyjólfur Ármannsson, innviðaráðherra, las ekki alla skýrslu sem Rannsóknarstofnun Háskólans á Akureyri gerði um jarðgangakosti. Hann vísaði í skýrsluna fyrr í vikunni þegar hann kynnti nýja samgönguáætlun en segist hafa fengið útdrátt úr henni. 4. desember 2025 23:05 Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný „Mjófirðingar og allir sem hafa einhverja tengingu við Mjóafjörð eru náttúrulega bara í skýjunum. Þetta breytir hreinlega öllu fyrir Mjóafjörð. Núna mun hann rísa úr ösku sinni og verða aftur að byggilegum stað innan fjórðungsins,“ segir Mjófirðingurinn Erlendur Magnús Jóhannsson eftir tilkynningu ríkisstjórnarinnar um breytta forgangsröðun jarðganga. 4. desember 2025 22:30 Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Núvirtur ábati Fjarðarheiðarganga milli Egilsstaða og Seyðisfjarðar, sem ríkisstjórnin setti á ís í gær, er í greiningu Rannsóknamiðstöðvar Háskólans á Akureyri metinn neikvæður upp á 37 milljarða króna. Ábati vegna Fjarðaganga, sem í skýrslunni eru nefnd Mjóafjarðargöng, er metinn neikvæður um 23,5 milljarða króna, það er 13,5 milljörðum króna skárri. 4. desember 2025 15:20 Mest lesið Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Erlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Sendiherraefnið biðst afsökunar Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Fleiri fréttir Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Sjá meira
Eins og fjallað hefur verið um hefur mikillar óánægju gætt hjá Austfirðingum vegna breyttrar forgangsröðunar í nýrri jarðgangaáætlun, þar sem Fjarðarheiðagöngin eru sett á ís og Fjarðagöng sett í forgang. „Fyrir mér er bara verið að þyrla upp einhverju moldviðri. Láta líta út fyrir að um breytta forgangsröðun sé að ræða þegar raunin er að það er verið að flytja fjármuni af svæðinu inn á önnur svæði þvert á gefin loforð,“ segir Ragnar Sigurðsson, formaður bæjarráðs Fjarðabyggðar. „Það var búið að fara mjög vel yfir það og í öllum okkar mótmælum varðandi veiðigjöldin var hamrað á því að fjármunir myndu skila sér til baka með auknum hætti með innviðauppbyggingu. Þau fara aftur í gangnaleiðina og þar segja þau að Fjarðagöng eigi að fara í staðinn.“ Horft fram hjá stærstu hættunni á Hringveginum Fjarðagöngin séu númer tvö eða þrjú á lista og ekkert muni gerast næstu tíu árin hvað þau varðar. Íbúar í Fjarðabyggð hafði beðið eftir að farið verði í úrbætur á Suðurfjarðavegi. „Suðurfjarðavegur er metinn hættulegasti vegkafli á Þjóðvegi 1. Á landinu. Hann er tilbúinn til útboðs. Þarna eru einbreiðar brýr sem þola ekki þungaflutninga. Við þurfum að fara með stór vinnutæki yfir á vaði með tilheyrandi umhverfisspjöllum,“ segir Ragnar. „Við erum búin að vera að reka á eftir þessum vegi, þetta er einn af þeim vegum sem eru á forgangslista. Það snýst um öryggi. Þannig að ef það er verið að breyta forgangsröðun út frá öryggissjónarmiðum þá er algjörlega horft fram hjá stærsta öryggisatriðinu á okkar svæði.“ Snúist líka um verðmætasköpun Úrbætur á Suðurfjarðarvegi snúist einnig um verðmætasköpun. „Þetta er þjóðvegur eitt til og frá stærstu fiskihöfnum landsins. Og hann er hættur að þola þungaflutninga,“ segir Ragnar. Jónína Brynjólfsdóttir, forseti sveitarstjórnar í Múlaþingi, hefur verið mjög gagnrýnin og sagt áætlunina kjördæmapot. Þrjú af fjórum jarðgöngum á áætlun eru í kjördæmi innviðaráðherra. Ragnar segist ekki geta gengið svo langt, enda séu Fljótagöngin mitt á milli Norðaustur- og Norðvesturkjördæmis, en vissulega sé verið að færa fjármuni frá Austurlandi. „Ég tek undir með Jónínu og fleirum sem hafa sagt að það er verið að setja Austurland í frost.“
Samgöngur Fjarðabyggð Múlaþing Alþingi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Jarðgöng á Íslandi Vegagerð Byggðamál Samgönguáætlun Tengdar fréttir Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Eyjólfur Ármannsson, innviðaráðherra, las ekki alla skýrslu sem Rannsóknarstofnun Háskólans á Akureyri gerði um jarðgangakosti. Hann vísaði í skýrsluna fyrr í vikunni þegar hann kynnti nýja samgönguáætlun en segist hafa fengið útdrátt úr henni. 4. desember 2025 23:05 Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný „Mjófirðingar og allir sem hafa einhverja tengingu við Mjóafjörð eru náttúrulega bara í skýjunum. Þetta breytir hreinlega öllu fyrir Mjóafjörð. Núna mun hann rísa úr ösku sinni og verða aftur að byggilegum stað innan fjórðungsins,“ segir Mjófirðingurinn Erlendur Magnús Jóhannsson eftir tilkynningu ríkisstjórnarinnar um breytta forgangsröðun jarðganga. 4. desember 2025 22:30 Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Núvirtur ábati Fjarðarheiðarganga milli Egilsstaða og Seyðisfjarðar, sem ríkisstjórnin setti á ís í gær, er í greiningu Rannsóknamiðstöðvar Háskólans á Akureyri metinn neikvæður upp á 37 milljarða króna. Ábati vegna Fjarðaganga, sem í skýrslunni eru nefnd Mjóafjarðargöng, er metinn neikvæður um 23,5 milljarða króna, það er 13,5 milljörðum króna skárri. 4. desember 2025 15:20 Mest lesið Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Erlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Sendiherraefnið biðst afsökunar Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Fleiri fréttir Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Sjá meira
Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Eyjólfur Ármannsson, innviðaráðherra, las ekki alla skýrslu sem Rannsóknarstofnun Háskólans á Akureyri gerði um jarðgangakosti. Hann vísaði í skýrsluna fyrr í vikunni þegar hann kynnti nýja samgönguáætlun en segist hafa fengið útdrátt úr henni. 4. desember 2025 23:05
Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný „Mjófirðingar og allir sem hafa einhverja tengingu við Mjóafjörð eru náttúrulega bara í skýjunum. Þetta breytir hreinlega öllu fyrir Mjóafjörð. Núna mun hann rísa úr ösku sinni og verða aftur að byggilegum stað innan fjórðungsins,“ segir Mjófirðingurinn Erlendur Magnús Jóhannsson eftir tilkynningu ríkisstjórnarinnar um breytta forgangsröðun jarðganga. 4. desember 2025 22:30
Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Núvirtur ábati Fjarðarheiðarganga milli Egilsstaða og Seyðisfjarðar, sem ríkisstjórnin setti á ís í gær, er í greiningu Rannsóknamiðstöðvar Háskólans á Akureyri metinn neikvæður upp á 37 milljarða króna. Ábati vegna Fjarðaganga, sem í skýrslunni eru nefnd Mjóafjarðargöng, er metinn neikvæður um 23,5 milljarða króna, það er 13,5 milljörðum króna skárri. 4. desember 2025 15:20