Stefnir í verstu útreið markaða í rúm fimm ár Stefán Ó. Jónsson skrifar 26. október 2018 15:07 Miðlarar í New York þurfa að taka á honum stóra sínum. Getty/drew angerer Allt virðist stefna í að vikan sem nú er að renna sitt skeið marki einhverja verstu útreið sem alþjóðlegir hlutabréfamarkaðir hafi mátt þola undanfarin fimm ár. Heimshlutabréfavísitalan (MSCI) hefur fallið um 0,5% í dag, sem rakið er beint til ársfjórðungsuppgjöra tæknirisanna Amazon og móðurfélags Google, Alphabet, sem stóðu ekki undir væntingum fjárfesta. Vísitalan, sem greinir sveiflur á hlutabréfamörkuðum 47 ríkja, hefur alls fallið um 9% frá upphafi mánaðarins. Haldi þessi þróun áfram út næstu viku yrði um að ræða verstu fimm vikur MSCI frá því á vormánuðum ársins 2013. Síðasta merkjanlega fall MSCI var í febrúar síðastliðnum. Óróleika hefur gætt á evrópskum mörkuðum í vikunni, sem rakinn er beint til efasemda á mörkuðum vestanhafs. Hluthafar í bandarískum fyrirtækjum eru sagðir farnir að efast um verðmöt á stærri fyrirtækjum og getu þeirra til að skila áframhaldandi hagnaði á tímum hækkandi stýrivaxta. Þetta, auk áhyggja af mögulegu viðskiptastríðið Bandaríkjanna og Kína, sé hreinlega farið að æra óstöðugan. Þannig féll þýska Dax-vísitalan um 1,9% í dag, hin franska Cac um 2,4% og FTSE 100-vísitalan í Bretlandi féll um tæp 1,8%. Sú síðastnefnda hefur ekki verið lægri í um sjö mánuði. Þar að aukir hefur Dow Jones fallið um næstum 1,8% og Nasdaq-vísitalan um 3,3%.Gríðarlegar kröfur Haft er eftir greinanda frá BaynernLB á vef Guardian að fjárfestar séu farnir að gera miklar hagnaðarkröfur til bandarískra fyrirtækja. Sé ekki staðið undir þeim geti afleiðingarnar verið nokkuð blóðugar, eins og tíðindi gærdagsins bera með sér. Því til stuðnings er bent á að þrátt fyrir að Amazon hafi tilkynnt í gær að hagnaður félagsins á síðasta ársfjórðungi hafi verið 3 milljarðar dala - sem er mesti hagnaður á einum fjórðungi í sögu fyrirtækisins - hafi vöxturinn þó engu að síður verið minni en fjárfestar gerðu ráð fyrir. Því hafi hlutabréf í félaginu fallið um næstum 10 prósent síðastliðinn sólarhring. Hið sama má segja um Alphabet, en auk ófullnægðra hagnaðarvæntinga höfðu fregnir af kynferðisbrotayfirhylmingum yfirmanna fráhrindandi áhrif á fjárfesta. Fyrir vikið hafi bréf í Alphabet fallið um næstum 5 prósent. Amazon Google Tengdar fréttir Google hefur rekið 48 á tveimur árum vegna áreitni Þar á meðal voru þrettán háttsettir stjórnendur. Í bréfi til starfsmanna fyrirtækisins sem birt var í dag sagði Sundar Pichai, forstjóri Google, að fyrirtækið tæki hörðum tökum á áreitni. 25. október 2018 22:31 Mest lesið „Þau samtöl eru oft mjög erfið og jafnvel særandi fyrir umsækjanda“ Atvinnulíf „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Atvinnulíf Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Viðskipti innlent Neytendastofa hjólar í hlaupara Neytendur Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Tugmilljarða hagsmunir í húfi Viðskipti innlent Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Viðskipti erlent „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Kjarninn farinn úr Heimildinni Viðskipti innlent Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Allt virðist stefna í að vikan sem nú er að renna sitt skeið marki einhverja verstu útreið sem alþjóðlegir hlutabréfamarkaðir hafi mátt þola undanfarin fimm ár. Heimshlutabréfavísitalan (MSCI) hefur fallið um 0,5% í dag, sem rakið er beint til ársfjórðungsuppgjöra tæknirisanna Amazon og móðurfélags Google, Alphabet, sem stóðu ekki undir væntingum fjárfesta. Vísitalan, sem greinir sveiflur á hlutabréfamörkuðum 47 ríkja, hefur alls fallið um 9% frá upphafi mánaðarins. Haldi þessi þróun áfram út næstu viku yrði um að ræða verstu fimm vikur MSCI frá því á vormánuðum ársins 2013. Síðasta merkjanlega fall MSCI var í febrúar síðastliðnum. Óróleika hefur gætt á evrópskum mörkuðum í vikunni, sem rakinn er beint til efasemda á mörkuðum vestanhafs. Hluthafar í bandarískum fyrirtækjum eru sagðir farnir að efast um verðmöt á stærri fyrirtækjum og getu þeirra til að skila áframhaldandi hagnaði á tímum hækkandi stýrivaxta. Þetta, auk áhyggja af mögulegu viðskiptastríðið Bandaríkjanna og Kína, sé hreinlega farið að æra óstöðugan. Þannig féll þýska Dax-vísitalan um 1,9% í dag, hin franska Cac um 2,4% og FTSE 100-vísitalan í Bretlandi féll um tæp 1,8%. Sú síðastnefnda hefur ekki verið lægri í um sjö mánuði. Þar að aukir hefur Dow Jones fallið um næstum 1,8% og Nasdaq-vísitalan um 3,3%.Gríðarlegar kröfur Haft er eftir greinanda frá BaynernLB á vef Guardian að fjárfestar séu farnir að gera miklar hagnaðarkröfur til bandarískra fyrirtækja. Sé ekki staðið undir þeim geti afleiðingarnar verið nokkuð blóðugar, eins og tíðindi gærdagsins bera með sér. Því til stuðnings er bent á að þrátt fyrir að Amazon hafi tilkynnt í gær að hagnaður félagsins á síðasta ársfjórðungi hafi verið 3 milljarðar dala - sem er mesti hagnaður á einum fjórðungi í sögu fyrirtækisins - hafi vöxturinn þó engu að síður verið minni en fjárfestar gerðu ráð fyrir. Því hafi hlutabréf í félaginu fallið um næstum 10 prósent síðastliðinn sólarhring. Hið sama má segja um Alphabet, en auk ófullnægðra hagnaðarvæntinga höfðu fregnir af kynferðisbrotayfirhylmingum yfirmanna fráhrindandi áhrif á fjárfesta. Fyrir vikið hafi bréf í Alphabet fallið um næstum 5 prósent.
Amazon Google Tengdar fréttir Google hefur rekið 48 á tveimur árum vegna áreitni Þar á meðal voru þrettán háttsettir stjórnendur. Í bréfi til starfsmanna fyrirtækisins sem birt var í dag sagði Sundar Pichai, forstjóri Google, að fyrirtækið tæki hörðum tökum á áreitni. 25. október 2018 22:31 Mest lesið „Þau samtöl eru oft mjög erfið og jafnvel særandi fyrir umsækjanda“ Atvinnulíf „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Atvinnulíf Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Viðskipti innlent Neytendastofa hjólar í hlaupara Neytendur Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Tugmilljarða hagsmunir í húfi Viðskipti innlent Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Viðskipti erlent „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Kjarninn farinn úr Heimildinni Viðskipti innlent Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Google hefur rekið 48 á tveimur árum vegna áreitni Þar á meðal voru þrettán háttsettir stjórnendur. Í bréfi til starfsmanna fyrirtækisins sem birt var í dag sagði Sundar Pichai, forstjóri Google, að fyrirtækið tæki hörðum tökum á áreitni. 25. október 2018 22:31