Blaðsíða sex Kristín Þorsteinsdóttir skrifar 27. október 2018 08:00 Landsréttur hefur sýknað alla sakborninga í Aurum-málinu. Ákærur voru fyrst birtar 2012. Tíu ár eru frá hruni. Tíu ár er langur tími og umtalsverður hluti af starfsævi fólks. Síðan hefur hagkerfið gengið gegnum djúpa lægð, jafnað sig á ný, og uppsveiflu sem nú virðist á enda. Í réttarsölum virðist tíminn hins vegar hafa staðið í stað. Þetta var í fjórða sinn sem réttað var í Aurum-málinu. Fyrst fór það fyrir héraðsdóm. Þar voru allir sýknaðir, þá fyrir Hæstarétt sem ógilti málatilbúnaðinn og lagði málið aftur fyrir héraðsdóm. Þegar málið var tekið aftur fyrir í héraðsdómi voru tveir sakborninga sakfelldir, en sá þriðji sýknaður. Nú hafa þeir allir verið sýknaðir fyrir Landsrétti, og ólíklegt að saksóknari geti áfrýjað málinu frekar. Því virðist endanlega lokið. Fjölmiðlar hafa eytt ófáum dálksentimetrum í málið. Vefsíða Morgunblaðsins tileinkar því sérstaka síðu. Þar eru 185 fréttir. Morgunblaðið taldi líka tilefni til þegar fjallað var um málið í síðasta sinn fyrir dómstólum að birta umfangsmikla umfjöllun um málið á heilli opnu í blaðinu. Forsíða blaðsins þann dag var tilvísun í yfirheyrslur sem áttu sér stað árið 2011. RÚV hefur heldur ekki látið sitt eftir liggja. Einn sakborninga í málinu, Lárus Welding, var bankastjóri í rúmt ár, en hefur verið fyrir dómi í sjö. Annar, Jón Ásgeir Jóhannesson, hefur sætt rannsóknum sleitulaust frá 2002. Eftirtekja ákæruvaldsins úr þeirri vegferð er rýr. Því hlýtur að mega velta því upp hvort niðurstaðan sé ekki sú að farið hafi verið af stað af meira kappi en forsjá? Niðurstaða Mannréttindadómstólsins í máli Jóns Ásgeirs virðist renna stoðum undir slíkar grunsemdir. Getur verið að sú litla dæmisaga sé að einhverju leyti birtingarmynd þess hvernig tekið hefur verið á hrunmálum? Höfum við látið kappið bera skynsemina ofurliði? Jón Steinar Gunnlaugsson, fyrrverandi Hæstaréttardómari, óttast að svo sé, og segir í bók sinni „Með lognið í fangið“ að dómarar á Íslandi hafi eftir bankahrunið fallið í þá gryfju að dæma eftir almenningsálitinu. Íslendingar fóru þá leið eftir bankahrunið, einir vestrænna þjóða, að skipa með lagasetningu sérstakan saksóknara sem rannsaka skyldi og ákæra bankamenn og aðra einstaklinga sem taldir voru tengjast hruninu. Embættið var stofnað til að „sefa reiði [og] efla réttlætiskennd“, svo vitnað sé í frumvarp með lögunum. Hjá embættinu störfuðu þegar mest lét 110 manns, kostnaður var ærinn og kostaði skattborgara tæpa 7 milljarða króna á árunum 2009 til 2015. Þá er ótalinn sá kostnaður sem orðið hefur af hrunmálum eftir að verkefnin færðust til héraðssaksóknara. Beinn heildarkostnaður er sennilega hátt í tíu milljarðar. Aldrei hefur jafnmiklu verið tjaldað til. Ótalinn er kostnaður dómstólanna, sakborninga, verjenda og þau töpuðu samfélagslegu verðmæti sem felast í því að ungt, hæfileikaríkt fólk hafi í mörgum tilvikum þurft að gera hlé á störfum sínum í áratug meðan það beið úrlausnar sinna mála. Getur verið að dómur sögunnar verði sá að við höfum farið of geyst? Að einhverjir þeirra sem sætt hafa ákærum og refsivist hafi ekki notið allra þeirra mannréttinda sem við teljum sjálfsögð? Þegar dómur lá fyrir í Aurum-málinu sagði Morgunblaðið, sem skrifað hafði 185 fréttir um málið, frá því í lítilli frétt á blaðsíðu sex. Kannski passaði sýknudómurinn ekki inn í þá mynd sem blaðið hafði dregið upp? Hver nennir að lesa um saklausa bankamenn? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir skrifar Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir skrifar Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson skrifar Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick skrifar Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun 7 símtöl í röð - en ekkert fer í gegn Gró Einarsdóttir skrifar Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem skrifar Sjá meira
Landsréttur hefur sýknað alla sakborninga í Aurum-málinu. Ákærur voru fyrst birtar 2012. Tíu ár eru frá hruni. Tíu ár er langur tími og umtalsverður hluti af starfsævi fólks. Síðan hefur hagkerfið gengið gegnum djúpa lægð, jafnað sig á ný, og uppsveiflu sem nú virðist á enda. Í réttarsölum virðist tíminn hins vegar hafa staðið í stað. Þetta var í fjórða sinn sem réttað var í Aurum-málinu. Fyrst fór það fyrir héraðsdóm. Þar voru allir sýknaðir, þá fyrir Hæstarétt sem ógilti málatilbúnaðinn og lagði málið aftur fyrir héraðsdóm. Þegar málið var tekið aftur fyrir í héraðsdómi voru tveir sakborninga sakfelldir, en sá þriðji sýknaður. Nú hafa þeir allir verið sýknaðir fyrir Landsrétti, og ólíklegt að saksóknari geti áfrýjað málinu frekar. Því virðist endanlega lokið. Fjölmiðlar hafa eytt ófáum dálksentimetrum í málið. Vefsíða Morgunblaðsins tileinkar því sérstaka síðu. Þar eru 185 fréttir. Morgunblaðið taldi líka tilefni til þegar fjallað var um málið í síðasta sinn fyrir dómstólum að birta umfangsmikla umfjöllun um málið á heilli opnu í blaðinu. Forsíða blaðsins þann dag var tilvísun í yfirheyrslur sem áttu sér stað árið 2011. RÚV hefur heldur ekki látið sitt eftir liggja. Einn sakborninga í málinu, Lárus Welding, var bankastjóri í rúmt ár, en hefur verið fyrir dómi í sjö. Annar, Jón Ásgeir Jóhannesson, hefur sætt rannsóknum sleitulaust frá 2002. Eftirtekja ákæruvaldsins úr þeirri vegferð er rýr. Því hlýtur að mega velta því upp hvort niðurstaðan sé ekki sú að farið hafi verið af stað af meira kappi en forsjá? Niðurstaða Mannréttindadómstólsins í máli Jóns Ásgeirs virðist renna stoðum undir slíkar grunsemdir. Getur verið að sú litla dæmisaga sé að einhverju leyti birtingarmynd þess hvernig tekið hefur verið á hrunmálum? Höfum við látið kappið bera skynsemina ofurliði? Jón Steinar Gunnlaugsson, fyrrverandi Hæstaréttardómari, óttast að svo sé, og segir í bók sinni „Með lognið í fangið“ að dómarar á Íslandi hafi eftir bankahrunið fallið í þá gryfju að dæma eftir almenningsálitinu. Íslendingar fóru þá leið eftir bankahrunið, einir vestrænna þjóða, að skipa með lagasetningu sérstakan saksóknara sem rannsaka skyldi og ákæra bankamenn og aðra einstaklinga sem taldir voru tengjast hruninu. Embættið var stofnað til að „sefa reiði [og] efla réttlætiskennd“, svo vitnað sé í frumvarp með lögunum. Hjá embættinu störfuðu þegar mest lét 110 manns, kostnaður var ærinn og kostaði skattborgara tæpa 7 milljarða króna á árunum 2009 til 2015. Þá er ótalinn sá kostnaður sem orðið hefur af hrunmálum eftir að verkefnin færðust til héraðssaksóknara. Beinn heildarkostnaður er sennilega hátt í tíu milljarðar. Aldrei hefur jafnmiklu verið tjaldað til. Ótalinn er kostnaður dómstólanna, sakborninga, verjenda og þau töpuðu samfélagslegu verðmæti sem felast í því að ungt, hæfileikaríkt fólk hafi í mörgum tilvikum þurft að gera hlé á störfum sínum í áratug meðan það beið úrlausnar sinna mála. Getur verið að dómur sögunnar verði sá að við höfum farið of geyst? Að einhverjir þeirra sem sætt hafa ákærum og refsivist hafi ekki notið allra þeirra mannréttinda sem við teljum sjálfsögð? Þegar dómur lá fyrir í Aurum-málinu sagði Morgunblaðið, sem skrifað hafði 185 fréttir um málið, frá því í lítilli frétt á blaðsíðu sex. Kannski passaði sýknudómurinn ekki inn í þá mynd sem blaðið hafði dregið upp? Hver nennir að lesa um saklausa bankamenn?
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun