Óttast um afdrif 189 farþega Lion Air Jóhann K. Jóhannsson skrifar 29. október 2018 03:46 Vél sömu tegundarog á þessari mynd hvarf með 189 farþegar og áhöfn Lion Air innanborðs skömmu eftir flugtak frá Jakarta AP Leit stendur yfir að farþegum og áhöfn flugvélar Lion Air sem tók á loft frá Jakarta í nótt að íslenskum tíma. Vélin tók á loft klukkan 06.20 að staðartíma frá Pangkal Pinang sem er ein af eyjum Sumatra. Flugvélin hvarf af ratsjá skömmu eftir flugtak en það staðfestir talsmaður flugfélagsins, Danang Mandala Prihantoro.Flug JT610 frá Lion Air hvarf af ratsjá skömmu eftir flugtak frá Jakarta í Indónesíu. Leit stendur yfir af eftirlifendumSkjáskot af Flightratar24.comLeitarmenn hafa þegar verið sendir af stað norður frá eyjunni Java eða þar sem síðast er talið að vélin hafi verið en áhöfn á togara segist hafa séð flugvélina hrapa í hafið. Vélin er af gerðinni Boeing 737-800. Þá hafa flugmálayfirvöld í Indónesíu staðfest að vélin hafi hrapað í hafið en um borð voru 181 farþegi auk sjö manna áhafnar. Meðal farþega hafi verið að minnsta kostið þrjú börn.Uppfært 04:14 Ættingjar þeirra sem voru um borð í vél Lion Air hafa safnast saman fram við flugvöllinn í Jakarta og bíða þess að vita um afdrif ættingja sinna en flugslysið nú er það versta í Indónesíu frá því að flugvél Air Asia fórst í desember 2014 en þá fórust 162. Í skeyti frá flugmálayfirvöldum í Jakarta kemur fram að sjómenn á skipum hafi séð flugvélina hrapa til jarðar. Lion Air er yngsta en jafnframt stærsta flugfélag landsins og sinnir flugi jafnframt innanlands sem og millilandaflugi. Árið 2013 rann flugvél sömu tegundar og nú er fjallað um, út af flugbrautinni á alþjóðaflugvellinum á Balí, en án þess að einhver slasaðist. Þá voru 108 farþegar um borð.Uppfært 04.49 Flugmálayfirvöld í Indónesíu hafa verið birt myndir af munum þeirra sem voru um borð í vélinni. Talsmaður flugfélagsins, Sutopo Purow Nugroho, segir að vélin hafið hrapað eftir rúmlega klukkustund á flugi. Myndir hafa birst á samfélagmiðlum á vettvangi þar sem eigur farþega eru á floti í sjónum. Samkvæmt vefsíðunni Flightradar24.com var flugvélin afhent ný og ónotuð Lion Air í ágúst síðast liðnumUppfært 05:06 Í frétt AP kemur fram, að samkvæmt Indónesískum flugmálayfirvöldum er vélin sem fórst af gerðinni Boeing 737-MAX8. Vélin hvarf af ratsjá þrettán mínútum eftir flugtak frá Jakarta, höfuðborg Indónesíu eftir að hafa náð tæplega 1600 metra hæð. Icelandair tóku í notkun flugvélar svipaðrar tegundar fyrr á þessu ári. Hvort þær séu að sömu undirtegundar hefur ekki verið gefið upp.WATCH: Debris from #LionAir flight #JT610 floating in the sea off Java, after it crashed shortly after take off from Jakarta (BNPB Indonesia) https://t.co/4jVWZli7ag pic.twitter.com/A8v34SYC85— Channel NewsAsia (@ChannelNewsAsia) October 29, 2018 Some debris from #JT610 that reported has crashed this morning. pic.twitter.com/sWRSdGgG8n— Taz Imansyah (@KaitouTaz) October 29, 2018 Asía Fréttir af flugi Indónesía Mest lesið Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Erlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Erlent „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Innlent Titringur á Alþingi Innlent Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Erlent Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti Innlent Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Innlent Fleiri fréttir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Líkurnar á að öfgahægrimaður verði kanslari fara vaxandi Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Eigandi vefsíðunnar í Pelicot-málinu handtekinn í Frakklandi Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Mette boðar flokksformenn á neyðarfund vegna Grænlands Stjórnlausum eldum fjölgar í LA ESB sektað fyrir að brjóta eigin persónuverndarlög Af hverju langar Trump í Grænland? Leita nýrra leiða til að sækja sýni til Mars Kyrrsetja skuggaskipið vegna slæms ástands Ætlar að hitta kónginn í dag Belgar varaðir við því að borða jólatrén Hætta staðreyndavöktun á Facebook og Instagram Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Ummæli um vanþakklæti Afríkubúa valda reiði Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Le Pen látinn Símar framhaldskólanema læstir inni í skáp Sjá meira
Leit stendur yfir að farþegum og áhöfn flugvélar Lion Air sem tók á loft frá Jakarta í nótt að íslenskum tíma. Vélin tók á loft klukkan 06.20 að staðartíma frá Pangkal Pinang sem er ein af eyjum Sumatra. Flugvélin hvarf af ratsjá skömmu eftir flugtak en það staðfestir talsmaður flugfélagsins, Danang Mandala Prihantoro.Flug JT610 frá Lion Air hvarf af ratsjá skömmu eftir flugtak frá Jakarta í Indónesíu. Leit stendur yfir af eftirlifendumSkjáskot af Flightratar24.comLeitarmenn hafa þegar verið sendir af stað norður frá eyjunni Java eða þar sem síðast er talið að vélin hafi verið en áhöfn á togara segist hafa séð flugvélina hrapa í hafið. Vélin er af gerðinni Boeing 737-800. Þá hafa flugmálayfirvöld í Indónesíu staðfest að vélin hafi hrapað í hafið en um borð voru 181 farþegi auk sjö manna áhafnar. Meðal farþega hafi verið að minnsta kostið þrjú börn.Uppfært 04:14 Ættingjar þeirra sem voru um borð í vél Lion Air hafa safnast saman fram við flugvöllinn í Jakarta og bíða þess að vita um afdrif ættingja sinna en flugslysið nú er það versta í Indónesíu frá því að flugvél Air Asia fórst í desember 2014 en þá fórust 162. Í skeyti frá flugmálayfirvöldum í Jakarta kemur fram að sjómenn á skipum hafi séð flugvélina hrapa til jarðar. Lion Air er yngsta en jafnframt stærsta flugfélag landsins og sinnir flugi jafnframt innanlands sem og millilandaflugi. Árið 2013 rann flugvél sömu tegundar og nú er fjallað um, út af flugbrautinni á alþjóðaflugvellinum á Balí, en án þess að einhver slasaðist. Þá voru 108 farþegar um borð.Uppfært 04.49 Flugmálayfirvöld í Indónesíu hafa verið birt myndir af munum þeirra sem voru um borð í vélinni. Talsmaður flugfélagsins, Sutopo Purow Nugroho, segir að vélin hafið hrapað eftir rúmlega klukkustund á flugi. Myndir hafa birst á samfélagmiðlum á vettvangi þar sem eigur farþega eru á floti í sjónum. Samkvæmt vefsíðunni Flightradar24.com var flugvélin afhent ný og ónotuð Lion Air í ágúst síðast liðnumUppfært 05:06 Í frétt AP kemur fram, að samkvæmt Indónesískum flugmálayfirvöldum er vélin sem fórst af gerðinni Boeing 737-MAX8. Vélin hvarf af ratsjá þrettán mínútum eftir flugtak frá Jakarta, höfuðborg Indónesíu eftir að hafa náð tæplega 1600 metra hæð. Icelandair tóku í notkun flugvélar svipaðrar tegundar fyrr á þessu ári. Hvort þær séu að sömu undirtegundar hefur ekki verið gefið upp.WATCH: Debris from #LionAir flight #JT610 floating in the sea off Java, after it crashed shortly after take off from Jakarta (BNPB Indonesia) https://t.co/4jVWZli7ag pic.twitter.com/A8v34SYC85— Channel NewsAsia (@ChannelNewsAsia) October 29, 2018 Some debris from #JT610 that reported has crashed this morning. pic.twitter.com/sWRSdGgG8n— Taz Imansyah (@KaitouTaz) October 29, 2018
Asía Fréttir af flugi Indónesía Mest lesið Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Erlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Erlent „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Innlent Titringur á Alþingi Innlent Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Erlent Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti Innlent Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Innlent Fleiri fréttir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Líkurnar á að öfgahægrimaður verði kanslari fara vaxandi Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Eigandi vefsíðunnar í Pelicot-málinu handtekinn í Frakklandi Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Mette boðar flokksformenn á neyðarfund vegna Grænlands Stjórnlausum eldum fjölgar í LA ESB sektað fyrir að brjóta eigin persónuverndarlög Af hverju langar Trump í Grænland? Leita nýrra leiða til að sækja sýni til Mars Kyrrsetja skuggaskipið vegna slæms ástands Ætlar að hitta kónginn í dag Belgar varaðir við því að borða jólatrén Hætta staðreyndavöktun á Facebook og Instagram Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Ummæli um vanþakklæti Afríkubúa valda reiði Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Le Pen látinn Símar framhaldskólanema læstir inni í skáp Sjá meira