Mark Gylfa var af dýrari gerðinn og rúmlega það en hann skoraði sigurmark Everton stundarfjórðungi fyrir leikslok. Hann sat fyrir svörum á blaðamnanafundi íslenska landsliðsins fyrir leikinn gegn Frökkum annað kvöld.
„Þetta er eitt af mínum bestu mörkum. Auðvitað var þetta sigurmarkið sem gerir þetta meira sérstakt,” sagði Gylfi í Guingamp í Frakklandi í kvöld.”
„Það eru eitt til tvö önnur sem eru einhversstaðar í kringum þetta,” en næsta spurning beindist að stjóra Everton, Marco Silva. Þar hefur Gylfi fundið fyrir miklu trausti:
„Það er frábært að vera með þjálfara sem treystir þér og er sammála mér hvar honum finnst ég bestur á vellinum.”
„Það er einnig farið að ganga vel hjá liðinu. Við höfum ekki verið langt frá því að ná í góð úrslit þó að nokkrar frammistöður hafi ekki verið nógu góðar,” sagði Gylfi og bætit við að lokum:
„Yfir heildina litið eru allir sáttir með hann og við erum betri en við vorum í fyrra. Vonandi erum við loksins komnir á réttu brautina."