Lögreglustjóri vó að æru og persónu Aldísar sem fær miskabætur Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 11. október 2018 14:57 Aldís Hilmarsdóttir Fréttablaðið/Eyþór Hæstiréttur hefur dæmt íslenska ríkið til að greiða Aldísi Hilmarsdóttur 1,5 milljónir króna í miskabætur vegna þeirrar ákvörðunar lögreglustjóra að færa hana til í starfi. Héraðsdómur hafði áður sýknað ríkið af kröfum Aldísar.Aldís, sem var yfirmaður fíkniefnadeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, stefndi íslenska ríkinu vegna þeirrar ákvörðunar Sigríðar Bjarkar Guðjónsdóttur, lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu, um að færa sig til í starfi í janúar árið 2016.Tilfærsluna taldi Aldís jafngilda ólögmætri brottvikningu úr starfi. Krafðist hún ógildingar ákvörðunarinnar og 126 milljóna króna í skaðabætur, bæði vegna fjárhagslegs tjóns og annars. Þá sakaði hún meðal annars Sigríði Björk um einelti á vinnustað þar sem hún hafi meðal annars lesið upp úr tölvupóstum Aldísar fyrir framan annað starfsfólk.Aldís áfrýjaði málinu til Hæstaréttar sem kvað upp dóm sinn í dag. Þar segir að við ákvörðun Sigríðar Bjarkar að færa Aldísi til í starfi hafi Sigríður mátt vita að ákvörðunin væri til þess fallin að vera meiðandi fyrir Aldísi, sem í áranna rás hafði unnið sig til metorða innan lögreglunnar, líkt og það er orðað í dómi Hæstaréttar. Vó ákvörðunin því að æru Aldísar og persónu.Var íslenska ríkið dæmt til að greiða Aldísi 1,5 milljónir króna í miskabætur, auk vaxta sem og 366.720 krónur í fjártjón þar sem innlögn hennar á Heilsustofnun NLFÍ, sem hún greiddi fyrir, hafi verið bein afleiðing af ákvörðun Sigríðar Bjarkar.Íslenska ríkið var hins vegar sýknað af kröfu Aldísar um að ákvörðun Sigríðar Bjarkar um tilfærslu Aldísar í starfi yrði gerð ógild auk þess sem að kröfu hennar um að ríkið greiddi henni 126 milljónir í skaðabætur var vísað frá dómi.Dóm Hæstaréttar má lesa hér. Dómsmál Leki og spilling í lögreglu Lögreglumál Tengdar fréttir Aldís áfrýjar til Hæstaréttar Aldís Hilmarsdóttir mun láta á það reyna fyrir Hæstarétti hvort ákvörðun lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu að færa hana til í starfi hafi verið réttmæt. 28. desember 2017 15:43 Segir að Aldís hafi ætlað að ná sér niðri á lögreglustjóra Tveir lögreglumenn sem störfuðu undir Aldísi Hilmarsdóttur hjá fíkniefnadeild segja hana hafa ýtt sér til hliðar og átt erfitt með mannleg samskipti. 28. september 2017 17:00 Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Hæstiréttur hefur dæmt íslenska ríkið til að greiða Aldísi Hilmarsdóttur 1,5 milljónir króna í miskabætur vegna þeirrar ákvörðunar lögreglustjóra að færa hana til í starfi. Héraðsdómur hafði áður sýknað ríkið af kröfum Aldísar.Aldís, sem var yfirmaður fíkniefnadeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, stefndi íslenska ríkinu vegna þeirrar ákvörðunar Sigríðar Bjarkar Guðjónsdóttur, lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu, um að færa sig til í starfi í janúar árið 2016.Tilfærsluna taldi Aldís jafngilda ólögmætri brottvikningu úr starfi. Krafðist hún ógildingar ákvörðunarinnar og 126 milljóna króna í skaðabætur, bæði vegna fjárhagslegs tjóns og annars. Þá sakaði hún meðal annars Sigríði Björk um einelti á vinnustað þar sem hún hafi meðal annars lesið upp úr tölvupóstum Aldísar fyrir framan annað starfsfólk.Aldís áfrýjaði málinu til Hæstaréttar sem kvað upp dóm sinn í dag. Þar segir að við ákvörðun Sigríðar Bjarkar að færa Aldísi til í starfi hafi Sigríður mátt vita að ákvörðunin væri til þess fallin að vera meiðandi fyrir Aldísi, sem í áranna rás hafði unnið sig til metorða innan lögreglunnar, líkt og það er orðað í dómi Hæstaréttar. Vó ákvörðunin því að æru Aldísar og persónu.Var íslenska ríkið dæmt til að greiða Aldísi 1,5 milljónir króna í miskabætur, auk vaxta sem og 366.720 krónur í fjártjón þar sem innlögn hennar á Heilsustofnun NLFÍ, sem hún greiddi fyrir, hafi verið bein afleiðing af ákvörðun Sigríðar Bjarkar.Íslenska ríkið var hins vegar sýknað af kröfu Aldísar um að ákvörðun Sigríðar Bjarkar um tilfærslu Aldísar í starfi yrði gerð ógild auk þess sem að kröfu hennar um að ríkið greiddi henni 126 milljónir í skaðabætur var vísað frá dómi.Dóm Hæstaréttar má lesa hér.
Dómsmál Leki og spilling í lögreglu Lögreglumál Tengdar fréttir Aldís áfrýjar til Hæstaréttar Aldís Hilmarsdóttir mun láta á það reyna fyrir Hæstarétti hvort ákvörðun lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu að færa hana til í starfi hafi verið réttmæt. 28. desember 2017 15:43 Segir að Aldís hafi ætlað að ná sér niðri á lögreglustjóra Tveir lögreglumenn sem störfuðu undir Aldísi Hilmarsdóttur hjá fíkniefnadeild segja hana hafa ýtt sér til hliðar og átt erfitt með mannleg samskipti. 28. september 2017 17:00 Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Aldís áfrýjar til Hæstaréttar Aldís Hilmarsdóttir mun láta á það reyna fyrir Hæstarétti hvort ákvörðun lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu að færa hana til í starfi hafi verið réttmæt. 28. desember 2017 15:43
Segir að Aldís hafi ætlað að ná sér niðri á lögreglustjóra Tveir lögreglumenn sem störfuðu undir Aldísi Hilmarsdóttur hjá fíkniefnadeild segja hana hafa ýtt sér til hliðar og átt erfitt með mannleg samskipti. 28. september 2017 17:00