Aldís fær engar bætur frá ríkinu Kjartan Kjartansson skrifar 13. desember 2017 15:30 Aldís Hilmarsdóttir þegar mál hennar var upphaflega tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur í september. Vísir/Eyþór Aldís Hilmarsdóttir fær engar skaðabætur frá íslenska ríkinu. Héraðsdómur Reykjavíkur kvað upp dóm sinn síðdegis og sýknaði ríkið í málinu. Þá var málskostnaður felldur niður. Aldís, sem var yfirmaður fíkniefnadeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, stefndi íslenska ríkinu vegna þeirrar ákvörðunar Sigríðar Bjarkar Guðjónsdóttur, lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu, um að færa sig til í starfi í janúar í fyrra. Tilfærsluna taldi Aldís jafngilda ólögmætri brottvikningu úr starfi. Krafðist hún ógildingar ákvörðuninnar og 126 milljóna króna í skaðabætur, bæði vegna fjárhagslegs tjóns og annars. Hún sakaði lögreglustjóra jafnframt um einelti á vinnustað. Þannig hefði Sigríður Björk meðal annars lesið upp úr tölvupóstum hennar fyrir framan annað starfsfólk. Lögreglustjóri hafi einnig neitað Aldísi um andmælarétt. Ríkislögmaður fullyrti á móti að lögreglustjóri hafi haft fulla heimild til að breyta starfsskyldum Aldísar tímabundið. Málið var upphaflega flutt í september en það þurfti að endurflytja í síðasta mánuði vegna þess að dómur hafði ekki verið kveðinn upp innan átta vikna. Lögmaður Aldísar vildi ekki tjá sig um niðurstöðuna við dómsuppkvaðningu.Sigríður Björk Guðjónsdóttir lögreglustjóri ákvað að breyta starfsskyldum Aldísar. Það taldi Aldís jafngilda fyrirvaralausri brottvikningu.Vísir/ErnirBlandaðist klofningi og spillingarásökunum innan fíkniefnadeildarinnar Inn í mál Aldísar blandaðist rannsókn á meintri spillingu lögreglufulltrúa fíkniefnadeildarinnar sem var náinn samstarfsmaður hennar. Sá vann skaðabótamál gegn ríkinu vegna þess að hann var leystur frá störfum á meðan rannsóknin stóð yfir. Honum voru dæmdar rúmar tvær milljónir króna í bætur en ríkið áfrýjaði dómnum. Rannsóknin á honum var síðar felld niður. Héraðsdómur taldi rannsóknina hafa aðeins byggst á órökstuddum ásökunum frá upphafi og að viðbrögð lögreglustjóra við þeim hafi verið óþörf og ólögmæt. Fíkniefnadeildin hafði verið mikið í kastljósi fjölmiðla á þessum tíma en annar starfsmaður hennar var síðar sakfelldur fyrir spillingu. Vitni sem gáfu framburð í máli Aldísar lýstu því hvernig fíkniefnadeildin hefði logað stafnanna á milli vegna illdeilna á milli ólíkra hópa. Í máli samfstarfsmanns Aldísar sem voru dæmdar bætur sagði Héraðsdómur að spillingarásakanir á hendur lögreglufulltrúanum hafi að líkindum ætt rætur sínar í persónulegri óvild annarra starfsmanna deildarinnar og „óvarlegum ummælum ölvaðra lögreglumanna á bar“ í návist aðila sem tengdust fíkniefnaheiminum. Dómsmál Tengdar fréttir Aldís sett til hliðar vegna persónulegrar óvildar lögreglustjóra Má fyrrverandi yfirmanns fíkniefnadeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu gegn ríkinu vegna meintrar ólögmætrar brottvikningar var endurflutt í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. 1. desember 2017 22:00 Ummæli ölvaðra lögreglumanna talin rót spillingarásakana Hópur starfsmanna fíkniefnadeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu sem sökuðu lögreglufulltrúa um spillingu eru sagðir hafa lagt allt að því fæð á hann. Fulltrúinn vann skaðabótamál gegn ríkinu vegna ólögmætrar brottvikningar í dag. 29. september 2017 23:00 Segir að Aldís hafi ætlað að ná sér niðri á lögreglustjóra Tveir lögreglumenn sem störfuðu undir Aldísi Hilmarsdóttur hjá fíkniefnadeild segja hana hafa ýtt sér til hliðar og átt erfitt með mannleg samskipti. 28. september 2017 17:00 Lögreglustjóri segist hafa reynt að hlífa yfirmanni fíkniefnadeildar við vantrausti Sigríður Björk Guðjónsdóttir, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu, hafnaði að hafa lagt Aldísi Hilmarsdóttur, fyrrverandi yfirmann fíkniefnadeildar, í einelti og sagði þvert á móti hafa reynt að verja hana. 28. september 2017 13:45 Segir lögreglustjóra hafa viljað rannsaka yfirmann fíkniefnadeildarinnar Yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu segir að Sigríður Björk Guðjónsdóttir, lögreglustjóri, hafi viljað láta rannsaka Aldísi Hilmarsdóttur, þáverandi yfirmann fíkniefnadeildar, fyrir að hylma yfir með lögreglufulltrúa sem var til rannsóknar vegna spillingar. 28. september 2017 14:45 Ríkið ætlar að áfrýja dómi um skaðabætur til lögreglufulltrúa Lögreglufultrúinn vann málið gegn ríkinu vegna ákvörðunar lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu um að leysa hann frá störfum vegna rannsóknar á meintri spillingu. 2. desember 2017 13:00 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Erlent 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Erlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Innlent Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Fleiri fréttir Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku Sjá meira
Aldís Hilmarsdóttir fær engar skaðabætur frá íslenska ríkinu. Héraðsdómur Reykjavíkur kvað upp dóm sinn síðdegis og sýknaði ríkið í málinu. Þá var málskostnaður felldur niður. Aldís, sem var yfirmaður fíkniefnadeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, stefndi íslenska ríkinu vegna þeirrar ákvörðunar Sigríðar Bjarkar Guðjónsdóttur, lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu, um að færa sig til í starfi í janúar í fyrra. Tilfærsluna taldi Aldís jafngilda ólögmætri brottvikningu úr starfi. Krafðist hún ógildingar ákvörðuninnar og 126 milljóna króna í skaðabætur, bæði vegna fjárhagslegs tjóns og annars. Hún sakaði lögreglustjóra jafnframt um einelti á vinnustað. Þannig hefði Sigríður Björk meðal annars lesið upp úr tölvupóstum hennar fyrir framan annað starfsfólk. Lögreglustjóri hafi einnig neitað Aldísi um andmælarétt. Ríkislögmaður fullyrti á móti að lögreglustjóri hafi haft fulla heimild til að breyta starfsskyldum Aldísar tímabundið. Málið var upphaflega flutt í september en það þurfti að endurflytja í síðasta mánuði vegna þess að dómur hafði ekki verið kveðinn upp innan átta vikna. Lögmaður Aldísar vildi ekki tjá sig um niðurstöðuna við dómsuppkvaðningu.Sigríður Björk Guðjónsdóttir lögreglustjóri ákvað að breyta starfsskyldum Aldísar. Það taldi Aldís jafngilda fyrirvaralausri brottvikningu.Vísir/ErnirBlandaðist klofningi og spillingarásökunum innan fíkniefnadeildarinnar Inn í mál Aldísar blandaðist rannsókn á meintri spillingu lögreglufulltrúa fíkniefnadeildarinnar sem var náinn samstarfsmaður hennar. Sá vann skaðabótamál gegn ríkinu vegna þess að hann var leystur frá störfum á meðan rannsóknin stóð yfir. Honum voru dæmdar rúmar tvær milljónir króna í bætur en ríkið áfrýjaði dómnum. Rannsóknin á honum var síðar felld niður. Héraðsdómur taldi rannsóknina hafa aðeins byggst á órökstuddum ásökunum frá upphafi og að viðbrögð lögreglustjóra við þeim hafi verið óþörf og ólögmæt. Fíkniefnadeildin hafði verið mikið í kastljósi fjölmiðla á þessum tíma en annar starfsmaður hennar var síðar sakfelldur fyrir spillingu. Vitni sem gáfu framburð í máli Aldísar lýstu því hvernig fíkniefnadeildin hefði logað stafnanna á milli vegna illdeilna á milli ólíkra hópa. Í máli samfstarfsmanns Aldísar sem voru dæmdar bætur sagði Héraðsdómur að spillingarásakanir á hendur lögreglufulltrúanum hafi að líkindum ætt rætur sínar í persónulegri óvild annarra starfsmanna deildarinnar og „óvarlegum ummælum ölvaðra lögreglumanna á bar“ í návist aðila sem tengdust fíkniefnaheiminum.
Dómsmál Tengdar fréttir Aldís sett til hliðar vegna persónulegrar óvildar lögreglustjóra Má fyrrverandi yfirmanns fíkniefnadeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu gegn ríkinu vegna meintrar ólögmætrar brottvikningar var endurflutt í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. 1. desember 2017 22:00 Ummæli ölvaðra lögreglumanna talin rót spillingarásakana Hópur starfsmanna fíkniefnadeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu sem sökuðu lögreglufulltrúa um spillingu eru sagðir hafa lagt allt að því fæð á hann. Fulltrúinn vann skaðabótamál gegn ríkinu vegna ólögmætrar brottvikningar í dag. 29. september 2017 23:00 Segir að Aldís hafi ætlað að ná sér niðri á lögreglustjóra Tveir lögreglumenn sem störfuðu undir Aldísi Hilmarsdóttur hjá fíkniefnadeild segja hana hafa ýtt sér til hliðar og átt erfitt með mannleg samskipti. 28. september 2017 17:00 Lögreglustjóri segist hafa reynt að hlífa yfirmanni fíkniefnadeildar við vantrausti Sigríður Björk Guðjónsdóttir, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu, hafnaði að hafa lagt Aldísi Hilmarsdóttur, fyrrverandi yfirmann fíkniefnadeildar, í einelti og sagði þvert á móti hafa reynt að verja hana. 28. september 2017 13:45 Segir lögreglustjóra hafa viljað rannsaka yfirmann fíkniefnadeildarinnar Yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu segir að Sigríður Björk Guðjónsdóttir, lögreglustjóri, hafi viljað láta rannsaka Aldísi Hilmarsdóttur, þáverandi yfirmann fíkniefnadeildar, fyrir að hylma yfir með lögreglufulltrúa sem var til rannsóknar vegna spillingar. 28. september 2017 14:45 Ríkið ætlar að áfrýja dómi um skaðabætur til lögreglufulltrúa Lögreglufultrúinn vann málið gegn ríkinu vegna ákvörðunar lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu um að leysa hann frá störfum vegna rannsóknar á meintri spillingu. 2. desember 2017 13:00 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Erlent 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Erlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Innlent Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Fleiri fréttir Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku Sjá meira
Aldís sett til hliðar vegna persónulegrar óvildar lögreglustjóra Má fyrrverandi yfirmanns fíkniefnadeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu gegn ríkinu vegna meintrar ólögmætrar brottvikningar var endurflutt í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. 1. desember 2017 22:00
Ummæli ölvaðra lögreglumanna talin rót spillingarásakana Hópur starfsmanna fíkniefnadeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu sem sökuðu lögreglufulltrúa um spillingu eru sagðir hafa lagt allt að því fæð á hann. Fulltrúinn vann skaðabótamál gegn ríkinu vegna ólögmætrar brottvikningar í dag. 29. september 2017 23:00
Segir að Aldís hafi ætlað að ná sér niðri á lögreglustjóra Tveir lögreglumenn sem störfuðu undir Aldísi Hilmarsdóttur hjá fíkniefnadeild segja hana hafa ýtt sér til hliðar og átt erfitt með mannleg samskipti. 28. september 2017 17:00
Lögreglustjóri segist hafa reynt að hlífa yfirmanni fíkniefnadeildar við vantrausti Sigríður Björk Guðjónsdóttir, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu, hafnaði að hafa lagt Aldísi Hilmarsdóttur, fyrrverandi yfirmann fíkniefnadeildar, í einelti og sagði þvert á móti hafa reynt að verja hana. 28. september 2017 13:45
Segir lögreglustjóra hafa viljað rannsaka yfirmann fíkniefnadeildarinnar Yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu segir að Sigríður Björk Guðjónsdóttir, lögreglustjóri, hafi viljað láta rannsaka Aldísi Hilmarsdóttur, þáverandi yfirmann fíkniefnadeildar, fyrir að hylma yfir með lögreglufulltrúa sem var til rannsóknar vegna spillingar. 28. september 2017 14:45
Ríkið ætlar að áfrýja dómi um skaðabætur til lögreglufulltrúa Lögreglufultrúinn vann málið gegn ríkinu vegna ákvörðunar lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu um að leysa hann frá störfum vegna rannsóknar á meintri spillingu. 2. desember 2017 13:00