Menntamálaráðherra líst vel á að halda heimsmeistaramótið í skák í Reykjavík Heimir Már Pétursson skrifar 11. október 2018 19:30 Menntamálaráðherra hefur lýst áhuga á að skoða með Skáksambandi Íslands möguleika á því að heimsmeistaramótið í skák fari fram í Reykjavík árið 2022, þegar fimmtíu ár verða liðin frá einvígi aldarinnar árið 1972. Það gekk mikið á bæði fyrir heimsmeistaraeinvígið í skák og meðan á því stóð þegar Bobby Fisher náði að vinna titilinn af Boris Spassky í Laugardalshöll sumarið 1972. Einvígið kom Íslandi í heimsfréttirnar svo vikum skipti og allir helstu fjölmiðlar heims sendu fulltrúa sína til landsins og má fullyrða að ekkert heimsmeistaraeinvígi hafi hlotið aðra eins athygli. Gunnar Björnsson forseti Skáksambands Íslands segir sambandið stefna á að fá mótið aftur til landsins árið 2022. „Þetta er svona hugmynd sem hefur komið upp. Ég hitti nýjan forseta FIDE Arkady Dvorkovich og ræddi við hann um þessa hugmynd og honum leist bara mjög vel á,“ segir Gunnar. Næsta einvígi verður í Lundúnum í nóvember en ekki hefur verið ákveðið var það verður haldið árið 2020, hvað þá árið 2022. En langur aðdragandi getur verið að því að fá að halda heimsmeistaraeinvígið hverju sinni. „Ég held að menn þyrftu að byrja að pæla að alvöru í þessu árið 2019 eða tuttugu. Það hittist nú svo vel á að forseti FIDE er búinn að boða komu sína á Reykjavíkurskákmótið í apríl á næsta ári og þá er náttúrlega tilvalið að ræða þetta betur við hann. Skáksambandið gæti ekki eitt staðið undir kostnaði við mót sem þetta og að því þyrftu einkafyrirtæki og opinberir aðilar að koma að málum með fjárhagslegan stuðning. „Ég er bara mjög bjartsýnn. Ég fékk símtal frá Lilju Alfreðsdóttur menntamálaráðherra í morgun þar sem hún líst stuðningi við þetta framtak og hvatti okkur til dáða,“ segir Gunnar. Reikna megi með að kostnaður við einvígið verði um 700 milljónir og þar af verðlaunafé um 150 milljónir. Fleiri kunni að bjóða í mótið en Íslendingar. „En við hljótum auðvitað að standa sterkt að vígi með fimmtíu ára sögu einvígis allra tíma eins og við köllum það í dag,“ segir Gunnar Björnsson. Skák Einvígi aldarinnar Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Innlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Strandveiðar bannaðar á morgun Innlent Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Innlent Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Erlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Fleiri fréttir Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Sjá meira
Menntamálaráðherra hefur lýst áhuga á að skoða með Skáksambandi Íslands möguleika á því að heimsmeistaramótið í skák fari fram í Reykjavík árið 2022, þegar fimmtíu ár verða liðin frá einvígi aldarinnar árið 1972. Það gekk mikið á bæði fyrir heimsmeistaraeinvígið í skák og meðan á því stóð þegar Bobby Fisher náði að vinna titilinn af Boris Spassky í Laugardalshöll sumarið 1972. Einvígið kom Íslandi í heimsfréttirnar svo vikum skipti og allir helstu fjölmiðlar heims sendu fulltrúa sína til landsins og má fullyrða að ekkert heimsmeistaraeinvígi hafi hlotið aðra eins athygli. Gunnar Björnsson forseti Skáksambands Íslands segir sambandið stefna á að fá mótið aftur til landsins árið 2022. „Þetta er svona hugmynd sem hefur komið upp. Ég hitti nýjan forseta FIDE Arkady Dvorkovich og ræddi við hann um þessa hugmynd og honum leist bara mjög vel á,“ segir Gunnar. Næsta einvígi verður í Lundúnum í nóvember en ekki hefur verið ákveðið var það verður haldið árið 2020, hvað þá árið 2022. En langur aðdragandi getur verið að því að fá að halda heimsmeistaraeinvígið hverju sinni. „Ég held að menn þyrftu að byrja að pæla að alvöru í þessu árið 2019 eða tuttugu. Það hittist nú svo vel á að forseti FIDE er búinn að boða komu sína á Reykjavíkurskákmótið í apríl á næsta ári og þá er náttúrlega tilvalið að ræða þetta betur við hann. Skáksambandið gæti ekki eitt staðið undir kostnaði við mót sem þetta og að því þyrftu einkafyrirtæki og opinberir aðilar að koma að málum með fjárhagslegan stuðning. „Ég er bara mjög bjartsýnn. Ég fékk símtal frá Lilju Alfreðsdóttur menntamálaráðherra í morgun þar sem hún líst stuðningi við þetta framtak og hvatti okkur til dáða,“ segir Gunnar. Reikna megi með að kostnaður við einvígið verði um 700 milljónir og þar af verðlaunafé um 150 milljónir. Fleiri kunni að bjóða í mótið en Íslendingar. „En við hljótum auðvitað að standa sterkt að vígi með fimmtíu ára sögu einvígis allra tíma eins og við köllum það í dag,“ segir Gunnar Björnsson.
Skák Einvígi aldarinnar Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Innlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Strandveiðar bannaðar á morgun Innlent Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Innlent Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Erlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Fleiri fréttir Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Sjá meira