Þetta kom fram í nýju viðtali forsetans í þættinum 60 Minutes á CBS stöðinni. Trump sagði reyndar í sama þætti að hann væri ekki lengur þeirrar skoðunar að loftslagsbreytingar væru gabb, eins og hann hefur áður sagt, en hann er ekki sannfærður um að hitabreytingin sé af manna völdum.
Þá sagði hann góðar líkur á því að hitastigshækkunin sem verið hefur síðustu áratugina gangi til baka. Hann fór þó ekki nánar út í hvað hann hafi fyrir sér í því. Yfirlýsingar Trumps koma aðeins réttri viku eftir svarta skýrslu frá Sameinuðu þjóðunum þar sem ráðamenn heimsins eru hvattir til að bregðast við nú þegar, ella verði það of seint.
Brot úr viðtalinu má sjá hér að neðan.