Þungir fasteignaskattar Eyþór Arnalds skrifar 16. október 2018 07:00 Reykjavíkurborg gerir ráð fyrir að taka til sín 18,6 milljarða í fasteignaskatta á þessu ári. Það er 6,1 milljarði meira en innheimt var árið 2014. Á einu kjörtímabili hækka skatttekjur borgarinnar af fasteignum fólksins í borginni um heil 38%. Þetta eru miklar hækkanir. Fasteignaskattar leggjast á eignir fólks hvort sem þær gefa af sér tekjur eða ekki. Þeir leggjast jafn þungt á skuldlausa fasteign og fasteign sem er mjög skuldsett. Það má því segja að þetta sé hvorki tekjuskattur né skattur á hreina eign. En hann getur verið verulega íþyngjandi fyrir heimili og fyrirtæki. Sumir geta ýtt gjaldinu yfir á aðra eins og leigufyrirtæki sem hækkar leigu vegna hækkandi fasteignaskatta. Þannig valda háir fasteignaskattar í Reykjavík hærra leiguverði á íbúðum og atvinnuhúsnæði. Á síðustu fjórum árum hefur verðlag hækkað um 7,5%, en frá 2014 hafa skatttekjur af fasteignum hækkað fimm sinnum meira. Það er einfaldlega of mikið. Sjálfstæðisflokkurinn vill leiðrétta þá miklu skekkju sem orðin er í skattheimtunni. Fasteignaskattur á atvinnuhúsnæði er í hámarki í borginni þó mörg nágrannasveitarfélögin hafi lækkað sína skattprósentu. Þá liggur fyrir að fasteignamat mun hækka langt umfram spár á næsta ári og gera þetta enn þyngra. Það er því kominn tími á að leiðrétta samkeppnisstöðu fyrirtækja í borginni og stíga fyrsta skrefið í að lækka álögurnar. Hóflegt fyrsta skref er að lækka skattprósentuna úr 1,65% í 1,6%. Það leggjum við til núna í borgarstjórn. Þetta er mikilvægt skref að stíga, enda töluðu margir frambjóðendur í þessa veru fyrir kosningar. Verslun í Reykjavík stendur í samkeppni við stórfyrirtæki á netinu og verslun í Garðabæ og Kópavogi. Reykjavík þarf að bæta samkeppnisstöðu fyrirtækjanna í borginni í stað þess að missa þau eða hrekja þau burt. Þess ber að geta að höfuðborgin nýtur þess forskots að flestar stóru stofnanir ríkisins eru í borginni og borga henni fasteignaskatt eins og lög gera ráð fyrir. Einmitt þess vegna á borgin að vera í góðum færum til að leiðrétta oftekna skatta á atvinnulífið og sýna lit. Ekki bara í orði, eða með kosningaloforði. Heldur í verki núna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Borgarstjórn Eyþór Arnalds Skoðun Mest lesið Bullur í Brussel Jón Pétur Zimsen Skoðun Frekar rétt að endurskoða sambúðina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson Skoðun Orka flækt í þungu regluverki Sigurður Steinar Ásgeirsson Skoðun Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir Skoðun Lifi bensínafgreiðslumaðurinn! Davíð Þór Jónsson Bakþankar Hagaðilar, samheldni og sjálfbærni Hrund Gunnsteinsdóttir Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson Skoðun Vandað verklag við aðhald í ríkisrekstri Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Kardemommubærinn Karólína Helga Símonardóttir,Sigurjón Ingvason Skoðun Skoðun Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Tækifærin í orkuskiptunum Jón Trausti Kárason skrifar Skoðun Frekar rétt að endurskoða sambúðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Bullur í Brussel Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Nvidia, Bitcoin og gamla varnarliðið: Hvað bíður Íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ekki hluti af OKKAR Evrópu! Margrét Kristmannsdóttir skrifar Skoðun Mikil aukning í unglingadrykkju – eða hvað? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Vaxtaokrið Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Er Ísland enn fullvalda? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Ó, Reykjavík Ari Allansson skrifar Skoðun Mun húsnæðispakkinn hækka leigu og þar með verðbólguna? Sigrún Brynjarsdóttir skrifar Skoðun Leggðu íslenskunni lið Hópur stjórnarmanna Almannaróms skrifar Skoðun Þegar framtíðin hverfur Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Upplýsingar, afþreying og ógnir á Netinu Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samráð óskast: fjölmenningarstefna Reykjavíkurborgar Oktavía Hrund Guðrúnar Jóns skrifar Skoðun Kjarninn í vörninni fyrir hagsmunum Íslands Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hamingju Ísland Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Vestfirðir til þjónustu reiðubúnir Þorsteinn Másson skrifar Skoðun Enn hækka fasteignaskattar í Reykjanesbæ Margrét Sanders skrifar Skoðun Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson skrifar Skoðun Samkennd án landamæra Guðrún Helga Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Réttindalaus rafmagnsvinna ógnar öryggi og dregur úr trausti Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Fjölmenning er ekki áskorun, hún er fjárfesting Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat á ís Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jenný Árnadóttir skrifar Sjá meira
Reykjavíkurborg gerir ráð fyrir að taka til sín 18,6 milljarða í fasteignaskatta á þessu ári. Það er 6,1 milljarði meira en innheimt var árið 2014. Á einu kjörtímabili hækka skatttekjur borgarinnar af fasteignum fólksins í borginni um heil 38%. Þetta eru miklar hækkanir. Fasteignaskattar leggjast á eignir fólks hvort sem þær gefa af sér tekjur eða ekki. Þeir leggjast jafn þungt á skuldlausa fasteign og fasteign sem er mjög skuldsett. Það má því segja að þetta sé hvorki tekjuskattur né skattur á hreina eign. En hann getur verið verulega íþyngjandi fyrir heimili og fyrirtæki. Sumir geta ýtt gjaldinu yfir á aðra eins og leigufyrirtæki sem hækkar leigu vegna hækkandi fasteignaskatta. Þannig valda háir fasteignaskattar í Reykjavík hærra leiguverði á íbúðum og atvinnuhúsnæði. Á síðustu fjórum árum hefur verðlag hækkað um 7,5%, en frá 2014 hafa skatttekjur af fasteignum hækkað fimm sinnum meira. Það er einfaldlega of mikið. Sjálfstæðisflokkurinn vill leiðrétta þá miklu skekkju sem orðin er í skattheimtunni. Fasteignaskattur á atvinnuhúsnæði er í hámarki í borginni þó mörg nágrannasveitarfélögin hafi lækkað sína skattprósentu. Þá liggur fyrir að fasteignamat mun hækka langt umfram spár á næsta ári og gera þetta enn þyngra. Það er því kominn tími á að leiðrétta samkeppnisstöðu fyrirtækja í borginni og stíga fyrsta skrefið í að lækka álögurnar. Hóflegt fyrsta skref er að lækka skattprósentuna úr 1,65% í 1,6%. Það leggjum við til núna í borgarstjórn. Þetta er mikilvægt skref að stíga, enda töluðu margir frambjóðendur í þessa veru fyrir kosningar. Verslun í Reykjavík stendur í samkeppni við stórfyrirtæki á netinu og verslun í Garðabæ og Kópavogi. Reykjavík þarf að bæta samkeppnisstöðu fyrirtækjanna í borginni í stað þess að missa þau eða hrekja þau burt. Þess ber að geta að höfuðborgin nýtur þess forskots að flestar stóru stofnanir ríkisins eru í borginni og borga henni fasteignaskatt eins og lög gera ráð fyrir. Einmitt þess vegna á borgin að vera í góðum færum til að leiðrétta oftekna skatta á atvinnulífið og sýna lit. Ekki bara í orði, eða með kosningaloforði. Heldur í verki núna.
Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar
Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar
Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar