Segja Facebook hafa farið leynt með ýktar áhorfstölur Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 18. október 2018 13:49 Facebook viðurkenndi árið 2016 að áhorfstölur á myndbönd hefðu verið ýktar. vísir/getty Facebook er sagt hafa vitað að það væri að afvegaleiða auglýsendur árið 2015 þegar áhorfstölur á myndbönd á miðlinum voru ýktar, en þessu er haldið fram í málsókn sem markaðsskrifstofan Crowd Siren hefur höfðað gegn Facebook. Facebook viðurkenndi árið 2016 að áhorfstölur á myndbönd hefðu verið ýktar. Sagði fyrirtækið þetta vera vegna galla í það hvernig hvert áhorf var talið en gallinn gerði það að verkum áhorfstölur voru 60 til 80 prósent hærri að meðaltali en reyndist rétt. Talningarnar gáfu auglýsendum til kynna að Facebook væri mun líflegri vettvangur fyrir myndbönd en raunin var. Crowd Siren heldur því nú fram að Facebook hafi vitað af gallanum við talninguna árið 2015 en ekki gert neitt í málinu. Fer fyrirtækið fram á skaðabætur frá samfélagsmiðlinum og segir Facebook hafa beitt blekkingum í málinu. Þessu hafnar Facebook algjörlega og segir engan grundvöll fyrir málsókninni. Fyrirtækið hafi látið viðskiptavini sína vita af gallanum um leið og hann fannst. Crowd Siren heldur því hins vegar fram að þetta sé ekki rétt. Í stað þess að leiðrétta gallann hóf Facebook herferð til þess að beina athyglinni frá málinu, að sögn Crowd Siren sem vísar til innanhússskjala frá miðlinum og tölvupóstsamskipta. „Ef að Facebook hefði lagað þennan galla strax á heiðarlegan hátt þá hefðu auglýsendur strax séð mun lægri áhorfstölur. Auglýsendur hefðu þannig verið ólíklegri til að halda áfram að kaupa myndbönd til að auglýsa á Facebook.“ Facebook Mest lesið „Þau samtöl eru oft mjög erfið og jafnvel særandi fyrir umsækjanda“ Atvinnulíf Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Viðskipti innlent Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Viðskipti innlent Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Viðskipti erlent „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Atvinnulíf Slippfélagið eflir þjónustu með gervigreind Samstarf Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Viðskipti innlent Neytendastofa hjólar í hlaupara Neytendur Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Viðskipti innlent Kjarninn farinn úr Heimildinni Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Facebook er sagt hafa vitað að það væri að afvegaleiða auglýsendur árið 2015 þegar áhorfstölur á myndbönd á miðlinum voru ýktar, en þessu er haldið fram í málsókn sem markaðsskrifstofan Crowd Siren hefur höfðað gegn Facebook. Facebook viðurkenndi árið 2016 að áhorfstölur á myndbönd hefðu verið ýktar. Sagði fyrirtækið þetta vera vegna galla í það hvernig hvert áhorf var talið en gallinn gerði það að verkum áhorfstölur voru 60 til 80 prósent hærri að meðaltali en reyndist rétt. Talningarnar gáfu auglýsendum til kynna að Facebook væri mun líflegri vettvangur fyrir myndbönd en raunin var. Crowd Siren heldur því nú fram að Facebook hafi vitað af gallanum við talninguna árið 2015 en ekki gert neitt í málinu. Fer fyrirtækið fram á skaðabætur frá samfélagsmiðlinum og segir Facebook hafa beitt blekkingum í málinu. Þessu hafnar Facebook algjörlega og segir engan grundvöll fyrir málsókninni. Fyrirtækið hafi látið viðskiptavini sína vita af gallanum um leið og hann fannst. Crowd Siren heldur því hins vegar fram að þetta sé ekki rétt. Í stað þess að leiðrétta gallann hóf Facebook herferð til þess að beina athyglinni frá málinu, að sögn Crowd Siren sem vísar til innanhússskjala frá miðlinum og tölvupóstsamskipta. „Ef að Facebook hefði lagað þennan galla strax á heiðarlegan hátt þá hefðu auglýsendur strax séð mun lægri áhorfstölur. Auglýsendur hefðu þannig verið ólíklegri til að halda áfram að kaupa myndbönd til að auglýsa á Facebook.“
Facebook Mest lesið „Þau samtöl eru oft mjög erfið og jafnvel særandi fyrir umsækjanda“ Atvinnulíf Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Viðskipti innlent Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Viðskipti innlent Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Viðskipti erlent „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Atvinnulíf Slippfélagið eflir þjónustu með gervigreind Samstarf Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Viðskipti innlent Neytendastofa hjólar í hlaupara Neytendur Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Viðskipti innlent Kjarninn farinn úr Heimildinni Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira