Veiking því einhverjir Íslendingar hafa komið sparnaði í skjól Þorbjörn Þórðarson skrifar 18. október 2018 20:15 Daníel Svavarsson forstöðumaður hagfræðideildar Landsbankans. Íslenska krónan er búin að veikjast um tæplega tíu prósent á síðustu þremur mánuðum og sjö og hálft prósent á síðastliðnum mánuði. Útlendingar hafa ekki misst trú á Íslandi heldur skýrist veikingin meðal annars af því að Íslendingar hafa fært krónueignir sínar í gjaldeyri að sögn aðalhagfræðings Landsbankans. Gengisvísitala krónunnar er vegið meðaltal af gengi helstu gjaldmiðla gagnvart krónu. Hækkun vísitölunnar táknar lækkun á verðmæti krónunnar. Gengisvísitalan hefur hækkað um 10 prósent á síðustu þremur mánuðum. Hún stóð í 162,6 stigum hinn 18. júlí en var komin í 180 stig við lokun markaða í gær. Þetta þýðir að krónan hefur veikst um 10 prósent á þessu tímabili. Og á síðastliðnum mánuði hefur hún veikst um sjö og hálft prósent.Gengisvísitala krónunnar er vegið meðaltal af gengi helstu gjaldmiðla gagnvart krónu. Hækkun vísitölunnar táknar lækkun á verðmæti krónunnar. Gengisvísitalan hefur hækkað um 10 prósent á síðustu þremur mánuðum sem jafngildir samsvarandi lækkun krónunnar.Engin einhlít skýring Daníel Svavarsson forstöðumaður hagfræðideildar Landsbankans segir að engin einhlít skýring sé á þessari veikingu krónunnar. Hún sé þó ekki afleiðing þess að útlendingar séu að missa trúna á Íslandi og flytja fjármuni úr landi. „Þetta skýrist ekki af óróa útlendinga heldur eru þetta frekar innlendir aðilar sem hafa verið að flytja hluta af sparnaðinum sínum í erlenda mynt. Áhugi erlendra aðila að koma inn á skuldabréfamarkaðinn er mikill en innflæðishöftin draga úr honum því þau flækja ferlið mikið,“ segir Daníel. Hann segir raunar að engin þörf sé á innflæðishöftunum eins og sakir standa en Seðlabankinn hafi greinilega meðvitað tekið ákvörðun um að afnema þau ekki eða slaka ekki á þeim en gjaldeyrisinnflæði af því tagi hefði án nokkurs vafa spornað við veikingunni. Daníel segir að ekkert í hagtölum skýri veikinguna á þessum tímapunkti. „Útflutningur er ennþá að vaxa og við erum frekar að sjá það hægi á innflutningi ef eitthvað er. Skýringin virðist frekar liggja í einhverri neikvæðni á markaðnum.“ Útstreymi á gjaldeyrisreikninga Íslendinga sé vísbending um að margir Íslendingar telji að teikn séu á lofti í hagkerfinu. „Þessi aukning á gjaldeyrisreikningum virðist svolítið ýta undir þá kenningu þar sem það var töluvert mikil neikvæð umræða um ferðaþjónustuna í kringum stöðu annars flugfélagsins. Það virðist vera búið að leysa úr því en þessi órói situr eftir og menn finna sér nýja ástæðu til að vera órólegir. Þá beinast augu manna að vinnumarkaðnum eftir að kröfur verkalýðsfélaga voru settar fram,“ segir Daníel. Ferðamennska á Íslandi Íslenska krónan Mest lesið Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Viðskipti innlent Hinseginvottun: „Það er heldur engin kynjamerking á salernum fyrir fatlaða“ Atvinnulíf Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Viðskipti erlent Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Viðskipti innlent Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Viðskipti innlent Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Viðskipti innlent Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Sjá meira
Íslenska krónan er búin að veikjast um tæplega tíu prósent á síðustu þremur mánuðum og sjö og hálft prósent á síðastliðnum mánuði. Útlendingar hafa ekki misst trú á Íslandi heldur skýrist veikingin meðal annars af því að Íslendingar hafa fært krónueignir sínar í gjaldeyri að sögn aðalhagfræðings Landsbankans. Gengisvísitala krónunnar er vegið meðaltal af gengi helstu gjaldmiðla gagnvart krónu. Hækkun vísitölunnar táknar lækkun á verðmæti krónunnar. Gengisvísitalan hefur hækkað um 10 prósent á síðustu þremur mánuðum. Hún stóð í 162,6 stigum hinn 18. júlí en var komin í 180 stig við lokun markaða í gær. Þetta þýðir að krónan hefur veikst um 10 prósent á þessu tímabili. Og á síðastliðnum mánuði hefur hún veikst um sjö og hálft prósent.Gengisvísitala krónunnar er vegið meðaltal af gengi helstu gjaldmiðla gagnvart krónu. Hækkun vísitölunnar táknar lækkun á verðmæti krónunnar. Gengisvísitalan hefur hækkað um 10 prósent á síðustu þremur mánuðum sem jafngildir samsvarandi lækkun krónunnar.Engin einhlít skýring Daníel Svavarsson forstöðumaður hagfræðideildar Landsbankans segir að engin einhlít skýring sé á þessari veikingu krónunnar. Hún sé þó ekki afleiðing þess að útlendingar séu að missa trúna á Íslandi og flytja fjármuni úr landi. „Þetta skýrist ekki af óróa útlendinga heldur eru þetta frekar innlendir aðilar sem hafa verið að flytja hluta af sparnaðinum sínum í erlenda mynt. Áhugi erlendra aðila að koma inn á skuldabréfamarkaðinn er mikill en innflæðishöftin draga úr honum því þau flækja ferlið mikið,“ segir Daníel. Hann segir raunar að engin þörf sé á innflæðishöftunum eins og sakir standa en Seðlabankinn hafi greinilega meðvitað tekið ákvörðun um að afnema þau ekki eða slaka ekki á þeim en gjaldeyrisinnflæði af því tagi hefði án nokkurs vafa spornað við veikingunni. Daníel segir að ekkert í hagtölum skýri veikinguna á þessum tímapunkti. „Útflutningur er ennþá að vaxa og við erum frekar að sjá það hægi á innflutningi ef eitthvað er. Skýringin virðist frekar liggja í einhverri neikvæðni á markaðnum.“ Útstreymi á gjaldeyrisreikninga Íslendinga sé vísbending um að margir Íslendingar telji að teikn séu á lofti í hagkerfinu. „Þessi aukning á gjaldeyrisreikningum virðist svolítið ýta undir þá kenningu þar sem það var töluvert mikil neikvæð umræða um ferðaþjónustuna í kringum stöðu annars flugfélagsins. Það virðist vera búið að leysa úr því en þessi órói situr eftir og menn finna sér nýja ástæðu til að vera órólegir. Þá beinast augu manna að vinnumarkaðnum eftir að kröfur verkalýðsfélaga voru settar fram,“ segir Daníel.
Ferðamennska á Íslandi Íslenska krónan Mest lesið Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Viðskipti innlent Hinseginvottun: „Það er heldur engin kynjamerking á salernum fyrir fatlaða“ Atvinnulíf Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Viðskipti erlent Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Viðskipti innlent Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Viðskipti innlent Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Viðskipti innlent Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Sjá meira