Réttur til þjónustu Teitur Guðmundsson skrifar 4. október 2018 07:30 Þeir sem eru í þeirri stöðu að þurfa að afplána dóma í fangelsi hafa með mismunandi hætti brotið lög og með þessu úrræði er þeim gert að taka út refsingu og markvisst skal stefnt að betrun. Það er ekki óskynsamleg nálgun, en útfærslan hefur gengið misvel og oft koma upp vandamál sem getur reynst erfitt að leysa við þessar kringumstæður. Þekkt er að ýmsum ráðum er beitt komi til hegðunarvanda eða átaka innan veggja fangelsa bæði hérlendis sem erlendis og fyrir agabrot er hópnum oftsinnis refsað auk einstaklingsins sjálfs. Réttindi geta verið dregin til baka, líkt og heimsóknir fjölskyldu og aðgangur að afþreyingu, og í sumum tilvikum er einangrun beitt. Það er augljóst að fangar eiga það sameiginlegt að hafa ekki fulla stjórn á kringumstæðum sínum með sama hætti og þeir sem ganga frjálsir og er það hluti þeirrar frelsissviptingar sem þeir eru dæmdir til. Á sama hátt er augljóst að ekki eru allir fangar eins, né sitja þeir inni fyrir sömu afbrot. Mikill munur getur verið á félagslegum tengslum þeirra, stöðu innan sem utan veggja fangelsis, fjölskylduaðstæðum, menntun og starfsreynslu sem og heilbrigði þeirra hvort heldur er líkamlegu eða andlegu. Að vera aðskilinn frá fjölskyldu og vinum reynist vafalítið erfitt og fyrir þá sem glíma við fíkni og/eða geðsjúkdóma má segja að ástandið sé brothætt svo vægt sé til orða tekið. Umræða um geðheilbrigðisþjónustu við fanga hefur verið fyrirferðarmikil og er ekki enn búið að leysa þann vanda þrátt fyrir að skýrt sé kveðið á um að ekki skuli mismuna einstaklingum og fangar eigi rétt til slíkrar aðstoðar. Tíðni sjálfsvíga er há innan veggja fangelsa um allan heim og versnun á líðan einstaklinga sem glíma við geðsjúkdóma er öllum ljós. Umboðsmaður Alþingis lýsti því viðhorfi að vistun geðsjúkra manna í fangelsi kynni að brjóta gegn ákvæðum stjórnarskrár og Mannréttindasáttmála Evrópu og að fangar ættu rétt á að njóta þeirrar umönnunar sem þeir þurfa samkvæmt stjórnarskrá og lögum. Fangelsismálastjóri og Ríkisendurskoðun ásamt fleirum hafa kallað eftir því að stjórnmálamenn og þá aðallega ráðherrar standi í lappirnar með fjárveitingar og skilgreiningu á þeirri þjónustu sem veita skuli í fangelsum hérlendis, en þeirri vinnu er ekki lokið. Þó hefur verið ýtt á eftir því reglulega síðan árið 2010 hið minnsta. Fíknivandi blandast sérstaklega saman við önnur undirliggjandi vandamál og getur verið erfitt að eiga við hann nema með stuðningi fagfólks. Fíknin flækir ferli geðsjúkdóma og vandans almennt svo það er ekki hægt að leggja nægjanlega áherslu á það að þverfagleg teymi starfi innan veggja fangelsanna. Refsingin getur ekki falist í því að sjúkdómsástand versni til muna og leiði jafnvel til dauða. Betrunarferli fanga er mikilvægt og að þeir hafi tækifæri til að snúa af þeirri braut sem leiddi til vistunar. Heilsa og heilbrigði eru lykilatriði þar, menntun og endurmenntun skipta miklu sem og félagslegt tengslanet þeirra sem um ræðir. Við þurfum því að vera vakandi fyrir öllum þessum þáttum og tryggja að við gefumst ekki upp við mjög svo erfitt og krefjandi verkefni sem þjónusta og umönnun við fanga er. Ráðherrar, það er kominn tími til að kippa þessu í liðinn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Teitur Guðmundsson Mest lesið Halldór 06.09.2025 Halldór Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun Útgerðin skuldar okkur skýringar Guðmundur Helgi Þórarinsson Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson Skoðun Skoðun Skoðun Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Áfram Breiðholt og Kjalarnes! Skúli Helgason skrifar Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Vesturlönd mega ekki leyfa Pútín að skrifa leikreglurnar Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Gulur september María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason skrifar Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Reiði á tímum allsnægta Jökull Gíslason skrifar Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Tölur segja ekki alla söguna Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Enn úr sömu sveitinni Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Palestínsk börn eiga betra skilið Anna Lúðvíksdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar Skoðun Umferðaröryggi barna í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Öll dýrin í skóginum eiga að vera vinir Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Meira að segja Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 76 dagar sem koma aldrei aftur Einar Guðnason skrifar Sjá meira
Þeir sem eru í þeirri stöðu að þurfa að afplána dóma í fangelsi hafa með mismunandi hætti brotið lög og með þessu úrræði er þeim gert að taka út refsingu og markvisst skal stefnt að betrun. Það er ekki óskynsamleg nálgun, en útfærslan hefur gengið misvel og oft koma upp vandamál sem getur reynst erfitt að leysa við þessar kringumstæður. Þekkt er að ýmsum ráðum er beitt komi til hegðunarvanda eða átaka innan veggja fangelsa bæði hérlendis sem erlendis og fyrir agabrot er hópnum oftsinnis refsað auk einstaklingsins sjálfs. Réttindi geta verið dregin til baka, líkt og heimsóknir fjölskyldu og aðgangur að afþreyingu, og í sumum tilvikum er einangrun beitt. Það er augljóst að fangar eiga það sameiginlegt að hafa ekki fulla stjórn á kringumstæðum sínum með sama hætti og þeir sem ganga frjálsir og er það hluti þeirrar frelsissviptingar sem þeir eru dæmdir til. Á sama hátt er augljóst að ekki eru allir fangar eins, né sitja þeir inni fyrir sömu afbrot. Mikill munur getur verið á félagslegum tengslum þeirra, stöðu innan sem utan veggja fangelsis, fjölskylduaðstæðum, menntun og starfsreynslu sem og heilbrigði þeirra hvort heldur er líkamlegu eða andlegu. Að vera aðskilinn frá fjölskyldu og vinum reynist vafalítið erfitt og fyrir þá sem glíma við fíkni og/eða geðsjúkdóma má segja að ástandið sé brothætt svo vægt sé til orða tekið. Umræða um geðheilbrigðisþjónustu við fanga hefur verið fyrirferðarmikil og er ekki enn búið að leysa þann vanda þrátt fyrir að skýrt sé kveðið á um að ekki skuli mismuna einstaklingum og fangar eigi rétt til slíkrar aðstoðar. Tíðni sjálfsvíga er há innan veggja fangelsa um allan heim og versnun á líðan einstaklinga sem glíma við geðsjúkdóma er öllum ljós. Umboðsmaður Alþingis lýsti því viðhorfi að vistun geðsjúkra manna í fangelsi kynni að brjóta gegn ákvæðum stjórnarskrár og Mannréttindasáttmála Evrópu og að fangar ættu rétt á að njóta þeirrar umönnunar sem þeir þurfa samkvæmt stjórnarskrá og lögum. Fangelsismálastjóri og Ríkisendurskoðun ásamt fleirum hafa kallað eftir því að stjórnmálamenn og þá aðallega ráðherrar standi í lappirnar með fjárveitingar og skilgreiningu á þeirri þjónustu sem veita skuli í fangelsum hérlendis, en þeirri vinnu er ekki lokið. Þó hefur verið ýtt á eftir því reglulega síðan árið 2010 hið minnsta. Fíknivandi blandast sérstaklega saman við önnur undirliggjandi vandamál og getur verið erfitt að eiga við hann nema með stuðningi fagfólks. Fíknin flækir ferli geðsjúkdóma og vandans almennt svo það er ekki hægt að leggja nægjanlega áherslu á það að þverfagleg teymi starfi innan veggja fangelsanna. Refsingin getur ekki falist í því að sjúkdómsástand versni til muna og leiði jafnvel til dauða. Betrunarferli fanga er mikilvægt og að þeir hafi tækifæri til að snúa af þeirri braut sem leiddi til vistunar. Heilsa og heilbrigði eru lykilatriði þar, menntun og endurmenntun skipta miklu sem og félagslegt tengslanet þeirra sem um ræðir. Við þurfum því að vera vakandi fyrir öllum þessum þáttum og tryggja að við gefumst ekki upp við mjög svo erfitt og krefjandi verkefni sem þjónusta og umönnun við fanga er. Ráðherrar, það er kominn tími til að kippa þessu í liðinn.
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun
Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar
Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar
Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun
Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun