Póstnúmer heimsins Guðrún Vilmundardóttir skrifar 20. september 2018 08:00 Börnin mín eru bæði flutt að heiman. Það væri kannski ekki í frásögur færandi, nema þau eru bara 18 og 21 – og flutt til Danmerkur og Japan. Ég kýs að líta svo á að tvö sjónarmið blasi við. Hið fyrra: Ég hef verið svo agaleg móðir að þau fara eins langt og þau treysta sér til, við fyrsta tækifæri. Hitt sjónarmiðið, sem mér finnst öllu líklegra, og óneitanlega skemmtilegra að halla mér að, er að uppeldið hafi tekist svona vel. Ég hef talað fyrir því að skoða heiminn. Og að ein besta leiðin til þess sé að mennta sig erlendis. Ég hefi talað fyrir fleiru. Einsog að setja í vélina, ganga frá skónum í þar til gerða skóhillu, láta vita með hæfilegum fyrirvara hvort maður verði í mat. Sumt virðist hafa náð betur í gegn en annað. Kaupmannahöfn þekki ég þokkalega. Var lykilstarfsmaður hjá Postvæsenet sumarlangt. Á háskólaárum í Frakklandi og Belgíu gerði ég það að leik mínum að spyrja Dani sem ég hitti hvaðan þeir væru. Hvidovre? Póstnúmer 2560! Þeir vissu ekki betur en að ég hefði alla Evrópu póstnúmeraða á takteinum og vakti það ákveðna lukku. Japan er mér ókannað land og bögglaðist það fyrir móðurhjartanu. En í vikunni bar ég gæfu til að hitta Kyoto-farann á göngu í Garðastrætinu, með skólabróður sem var nýkominn heim frá Japan. „Og hér ert þú kominn aftur,“ kallaði ég glöð upp yfir mig og hef sjaldan orðið jafn fegin að sjá nokkurn mann, þó þetta væri í fyrsta sinni sem við hittumst. „Heill á húfi!“ „Ekki nóg með það,“ svaraði hann að bragði, „heldur miklu betri en þegar ég fór.“ Þess er óskandi að allir landkönnuðir okkar vilji koma heim aftur. Betri en þeir fóru. Og spássera eftir Garðastrætinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Hugsanleg áhrif“ Íslands innan ESB Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson Skoðun Þegar Steve Jobs græddi milljarða á Toy Story Björn Berg Gunnarsson Fastir pennar Tímaskekkja í velferðarríki Stefán Þorri Helgason Skoðun Skoðun Skoðun Hver er staða fæðuöryggis á Íslandi? Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun „Hugsanleg áhrif“ Íslands innan ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen skrifar Skoðun Kjarninn og hismið Magnús Magnússon skrifar Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar Skoðun Brjálæðingar taka völdin Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Ég og Dagur barnsins HRÓPUM á úrlausnir … Hvað með þig? Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Guðbjörg S. Bergsdóttir,Rannveig Þórisdóttir skrifar Skoðun Ætti Sundabraut að koma við í Viðey? Ólafur William Hand skrifar Skoðun Ekki klikka! Því það er enginn eins og Julian Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Spyrnum við fótum – eflum innlenda fjölmiðla, líka RÚV Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Þegar rykið sest: Verndartollar ESB og áhrifin á EES Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Stormur í vatnsglasi eða kaldhæðni örlaganna? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar Skoðun Frá skjá til skaða - ráð til foreldra um stafrænt ofbeldi Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hertar og skýrari reglur í hælisleitendamálum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Skelin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Ójöfn atkvæði eða heimastjórn! Sigurður Hjartarson skrifar Sjá meira
Börnin mín eru bæði flutt að heiman. Það væri kannski ekki í frásögur færandi, nema þau eru bara 18 og 21 – og flutt til Danmerkur og Japan. Ég kýs að líta svo á að tvö sjónarmið blasi við. Hið fyrra: Ég hef verið svo agaleg móðir að þau fara eins langt og þau treysta sér til, við fyrsta tækifæri. Hitt sjónarmiðið, sem mér finnst öllu líklegra, og óneitanlega skemmtilegra að halla mér að, er að uppeldið hafi tekist svona vel. Ég hef talað fyrir því að skoða heiminn. Og að ein besta leiðin til þess sé að mennta sig erlendis. Ég hefi talað fyrir fleiru. Einsog að setja í vélina, ganga frá skónum í þar til gerða skóhillu, láta vita með hæfilegum fyrirvara hvort maður verði í mat. Sumt virðist hafa náð betur í gegn en annað. Kaupmannahöfn þekki ég þokkalega. Var lykilstarfsmaður hjá Postvæsenet sumarlangt. Á háskólaárum í Frakklandi og Belgíu gerði ég það að leik mínum að spyrja Dani sem ég hitti hvaðan þeir væru. Hvidovre? Póstnúmer 2560! Þeir vissu ekki betur en að ég hefði alla Evrópu póstnúmeraða á takteinum og vakti það ákveðna lukku. Japan er mér ókannað land og bögglaðist það fyrir móðurhjartanu. En í vikunni bar ég gæfu til að hitta Kyoto-farann á göngu í Garðastrætinu, með skólabróður sem var nýkominn heim frá Japan. „Og hér ert þú kominn aftur,“ kallaði ég glöð upp yfir mig og hef sjaldan orðið jafn fegin að sjá nokkurn mann, þó þetta væri í fyrsta sinni sem við hittumst. „Heill á húfi!“ „Ekki nóg með það,“ svaraði hann að bragði, „heldur miklu betri en þegar ég fór.“ Þess er óskandi að allir landkönnuðir okkar vilji koma heim aftur. Betri en þeir fóru. Og spássera eftir Garðastrætinu.
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar
Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar