Rislítið mektarmanna-partí Sif Sigmarsdóttir skrifar 22. september 2018 08:30 Tölur eru gjarnan taldar hafa merkingu. Talan níu er heilög í heiðni. Í Kína er talan 250 talin í orðræðu móðgun en orðið þýðir líka heimskingi á kínversku. Hræðsla við töluna þrettán kallast „triskaidekafóbía“. Í háhýsinu við Höfðatorg er engin 13. hæð. Höfðatorgsturninn er 74 metrar að hæð. Vindhraði fellibyls er að lágmarki 74 hnútar. Fellibylurinn Irma sem olli víða hörmungum árið 2017 er kraftmesti fellibylur sem myndast hefur á Atlantshafi síðan mælingar hófust. 45 konur á Íslandi bera kvenmannsnafnið Irma. Talan 22 hefur verið landsmönnum hugleikin þessa vikuna. Í tarotspilastokki eru 22 spil. Í lotukerfinu hefur málmurinn títan sætistöluna 22. Í fótbolta spila 22 leikmenn inni á vellinum hverju sinni. Í vor lauk Frakkinn Arsène Wenger störfum hjá Arsenal eftir 22 ára starf. Á heimsmeistaramótinu í knattspyrnu síðastliðið sumar spilaði franska landsliðið án Arsenal-leikmanns á stórmóti í fyrsta sinn í 22 ár. Í dag er 22. september. Það kostar 22 milljónir að setja upp ljósabúnað fyrir beina sjónvarpsútsendingu á Þingvöllum. 100% fram úr áætlun Enn lýsir kastljósið upp hátíðarfund Alþingis sem haldinn var á Þingvöllum í sumar; réttilega kynnu einhverjir að segja, enda kostaði lýsingin 22 milljónir eins og fram kom í fréttum í vikunni. Upphaflega var áætlað að kostnaður við hátíðarfundinn á Þingvöllum yrði 45 milljónir króna. Heildarkostnaðurinn varð hins vegar 87 milljónir og fór verkefnið næstum 100% fram úr áætlun. Mörgum mislíkaði frávikið en gremjan beindist einkum að kostnaði við lýsingu fundarins sem hljóðaði upp á 22 milljónir og var næststærsti kostnaðarliðurinn. En hvað segir talan okkur? Jú, hún segir okkur hvað það kostar að lýsa upp partí á Þingvöllum um hábjartan dag. Hún segir okkur að ráðamenn eiga oft auðvelt með bruðla með almannafé. Hún segir okkur að stjórnmálastéttin ber illa skynbragð á andrúmsloftið í landinu. Jafnframt því að varpa ljósi á Þingvelli varpar talan ljósi á undarlega forgangsröðun, skrýtin gildi og óstjórn. En talan segir okkur fleira. Hættulegasti sjúkdómur samtímans Í síðustu viku var tilkynnt um að heilbrigðisráðuneytið hygðist veita 25 milljónum til að fylgja eftir aðgerðaáætlun til að fækka sjálfsvígum á Íslandi. Í nýrri skýrslu frá Embætti landlæknis kemur fram að 9% ungmenna á Íslandi hafi gert tilraun til sjálfsvígs. Sérfræðingar kalla eftir aukinni geðrækt innan skólakerfisins og forvörnum í samfélaginu. Önnur ógn sem stafar að ungu fólki hefur verið í deiglunni síðustu daga. Að minnsta kosti 30 fíklar undir fertugu hafa látist það sem af er ári. Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, segir fíkn vera einn hættulegasta sjúkdóm samtímans og þann algengasta hjá ungu fólki. „Þetta er sá sjúkdómur sem ... veldur dauða líklega flestra á aldrinum fimmtán ára til fertugs.“ Í fjárlagafrumvarpi næsta árs er gert ráð fyrir 80 milljónum króna í átak gegn fíkniefnum. Gæði til framtíðar Í tilkynningu á vef Alþingis er gefin skýring á því hvers vegna hátíðarfundurinn á Þingvöllum fór „nokkuð fram úr áætlun“. Segir þar að tekin hafi verið ákvörðun um að hafa „lýsingu og hljóð af bestu gæðum“ meðal annars svo að „upptaka af fundinum myndi varðveitast til framtíðar“. Af orðum þessum að dæma mætti draga þá ályktun að Alþingi sé umhugað um framtíðina. En hvað segja milljónirnar 22 um málið? Því miður segir talan skuggalegri sögu en þá sem virðist í fyrstu. Talan 22 milljónir segir meira um hve lág upphæðin er sem á að bjarga geði komandi kynslóða en hvað ljósabúnaðurinn á Þingvöllum var dýr. Kostnaðurinn við hátíðarfundinn allan, 87 milljónir króna, segir skuggalega sögu um hve lágt fjárframlagið er í raun til átaks gegn fíkniefnum. Ef Alþingi væri sannarlega annt um framtíðina fjárfesti það hærri upphæðum í velferð ungs fólks en því sem nemur kostnaði við eitt rislítið mektarmanna-partí. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Óður til hneykslunar Arnar Sveinn Geirsson Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Sjá meira
Tölur eru gjarnan taldar hafa merkingu. Talan níu er heilög í heiðni. Í Kína er talan 250 talin í orðræðu móðgun en orðið þýðir líka heimskingi á kínversku. Hræðsla við töluna þrettán kallast „triskaidekafóbía“. Í háhýsinu við Höfðatorg er engin 13. hæð. Höfðatorgsturninn er 74 metrar að hæð. Vindhraði fellibyls er að lágmarki 74 hnútar. Fellibylurinn Irma sem olli víða hörmungum árið 2017 er kraftmesti fellibylur sem myndast hefur á Atlantshafi síðan mælingar hófust. 45 konur á Íslandi bera kvenmannsnafnið Irma. Talan 22 hefur verið landsmönnum hugleikin þessa vikuna. Í tarotspilastokki eru 22 spil. Í lotukerfinu hefur málmurinn títan sætistöluna 22. Í fótbolta spila 22 leikmenn inni á vellinum hverju sinni. Í vor lauk Frakkinn Arsène Wenger störfum hjá Arsenal eftir 22 ára starf. Á heimsmeistaramótinu í knattspyrnu síðastliðið sumar spilaði franska landsliðið án Arsenal-leikmanns á stórmóti í fyrsta sinn í 22 ár. Í dag er 22. september. Það kostar 22 milljónir að setja upp ljósabúnað fyrir beina sjónvarpsútsendingu á Þingvöllum. 100% fram úr áætlun Enn lýsir kastljósið upp hátíðarfund Alþingis sem haldinn var á Þingvöllum í sumar; réttilega kynnu einhverjir að segja, enda kostaði lýsingin 22 milljónir eins og fram kom í fréttum í vikunni. Upphaflega var áætlað að kostnaður við hátíðarfundinn á Þingvöllum yrði 45 milljónir króna. Heildarkostnaðurinn varð hins vegar 87 milljónir og fór verkefnið næstum 100% fram úr áætlun. Mörgum mislíkaði frávikið en gremjan beindist einkum að kostnaði við lýsingu fundarins sem hljóðaði upp á 22 milljónir og var næststærsti kostnaðarliðurinn. En hvað segir talan okkur? Jú, hún segir okkur hvað það kostar að lýsa upp partí á Þingvöllum um hábjartan dag. Hún segir okkur að ráðamenn eiga oft auðvelt með bruðla með almannafé. Hún segir okkur að stjórnmálastéttin ber illa skynbragð á andrúmsloftið í landinu. Jafnframt því að varpa ljósi á Þingvelli varpar talan ljósi á undarlega forgangsröðun, skrýtin gildi og óstjórn. En talan segir okkur fleira. Hættulegasti sjúkdómur samtímans Í síðustu viku var tilkynnt um að heilbrigðisráðuneytið hygðist veita 25 milljónum til að fylgja eftir aðgerðaáætlun til að fækka sjálfsvígum á Íslandi. Í nýrri skýrslu frá Embætti landlæknis kemur fram að 9% ungmenna á Íslandi hafi gert tilraun til sjálfsvígs. Sérfræðingar kalla eftir aukinni geðrækt innan skólakerfisins og forvörnum í samfélaginu. Önnur ógn sem stafar að ungu fólki hefur verið í deiglunni síðustu daga. Að minnsta kosti 30 fíklar undir fertugu hafa látist það sem af er ári. Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, segir fíkn vera einn hættulegasta sjúkdóm samtímans og þann algengasta hjá ungu fólki. „Þetta er sá sjúkdómur sem ... veldur dauða líklega flestra á aldrinum fimmtán ára til fertugs.“ Í fjárlagafrumvarpi næsta árs er gert ráð fyrir 80 milljónum króna í átak gegn fíkniefnum. Gæði til framtíðar Í tilkynningu á vef Alþingis er gefin skýring á því hvers vegna hátíðarfundurinn á Þingvöllum fór „nokkuð fram úr áætlun“. Segir þar að tekin hafi verið ákvörðun um að hafa „lýsingu og hljóð af bestu gæðum“ meðal annars svo að „upptaka af fundinum myndi varðveitast til framtíðar“. Af orðum þessum að dæma mætti draga þá ályktun að Alþingi sé umhugað um framtíðina. En hvað segja milljónirnar 22 um málið? Því miður segir talan skuggalegri sögu en þá sem virðist í fyrstu. Talan 22 milljónir segir meira um hve lág upphæðin er sem á að bjarga geði komandi kynslóða en hvað ljósabúnaðurinn á Þingvöllum var dýr. Kostnaðurinn við hátíðarfundinn allan, 87 milljónir króna, segir skuggalega sögu um hve lágt fjárframlagið er í raun til átaks gegn fíkniefnum. Ef Alþingi væri sannarlega annt um framtíðina fjárfesti það hærri upphæðum í velferð ungs fólks en því sem nemur kostnaði við eitt rislítið mektarmanna-partí.
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar