Lögmaður númer 109 Davíð Þorláksson skrifar 26. september 2018 08:00 Dómsmálaráðuneyti auglýsir laus til umsóknar tuttugu leyfi til að stunda lögmennsku á höfuðborgarsvæðinu og Suðurnesjum og þrjú leyfi á Akureyri.“ Það er erfitt að ímynda sér nútímalegt vestrænt ríkisvald sem myndi láta sér detta í hug að senda frá sér svona auglýsingu. Eða hvað? Íslenska ríkið auglýsti reyndar síðastliðinn fimmtudag laus til umsóknar tuttugu leyfi til leiguaksturs fólksbifreiða á höfuðborgarsvæðinu og Suðurnesjum og þrjú á Akureyri. Leigubílstjórar eru eina starfsstéttin á Íslandi sem nýtur verndar með fjöldatakmörkunum. Þessar reglur er nefnilega ekki settar neytendum til hagsbóta, heldur þeim nokkrum hundruðum sem hafa leyfi til að aka leigubílum. Engum hefur tekist að útskýra hvernig stendur á því og af hverju lögmál um framboð og eftirspurn ættu ekki að gilda um þessa atvinnugrein. Aðrir atvinnubílstjórar, svo sem sendi- og rútubílstjórar, virðast ekki vera í vandræðum með að rata um öngstræti hins frjálsa markaðar. Afnám hindrananna myndi hafa margvísleg jákvæð áhrif í för með sér fyrir neytendur og efnahagslífið í heild. Dyr myndu opnast fyrir farveitur, eins og Uber og Lyft sem hafa það að markmiði að greiða fyrir umferð, til að koma inn á markaðinn. Verð mun lækka, þjónusta batna, engin þörf verður fyrir leigubílastæði, sveigjanleiki og öryggi eykst auk þess sem afnámið mun fela í sér þjóðhagslegan ábata. Eftirlitsstofnun EFTA er búin að benda íslenskum stjórnvöldum á að þetta fyrirkomulag standist ekki. Samkeppni og frjáls markaður á nefnilega erindi alls staðar. Það gilda engin sérstök hagfræðilögmál um íslenska leigubílamarkaðinn sem kalla á aðgangshindranir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Davíð Þorláksson Mest lesið Halldór 09.08.2025 Halldór Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem Skoðun Til ritstjóra DV Ívar Halldórsson Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Skoðun Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Dómsmálaráðuneyti auglýsir laus til umsóknar tuttugu leyfi til að stunda lögmennsku á höfuðborgarsvæðinu og Suðurnesjum og þrjú leyfi á Akureyri.“ Það er erfitt að ímynda sér nútímalegt vestrænt ríkisvald sem myndi láta sér detta í hug að senda frá sér svona auglýsingu. Eða hvað? Íslenska ríkið auglýsti reyndar síðastliðinn fimmtudag laus til umsóknar tuttugu leyfi til leiguaksturs fólksbifreiða á höfuðborgarsvæðinu og Suðurnesjum og þrjú á Akureyri. Leigubílstjórar eru eina starfsstéttin á Íslandi sem nýtur verndar með fjöldatakmörkunum. Þessar reglur er nefnilega ekki settar neytendum til hagsbóta, heldur þeim nokkrum hundruðum sem hafa leyfi til að aka leigubílum. Engum hefur tekist að útskýra hvernig stendur á því og af hverju lögmál um framboð og eftirspurn ættu ekki að gilda um þessa atvinnugrein. Aðrir atvinnubílstjórar, svo sem sendi- og rútubílstjórar, virðast ekki vera í vandræðum með að rata um öngstræti hins frjálsa markaðar. Afnám hindrananna myndi hafa margvísleg jákvæð áhrif í för með sér fyrir neytendur og efnahagslífið í heild. Dyr myndu opnast fyrir farveitur, eins og Uber og Lyft sem hafa það að markmiði að greiða fyrir umferð, til að koma inn á markaðinn. Verð mun lækka, þjónusta batna, engin þörf verður fyrir leigubílastæði, sveigjanleiki og öryggi eykst auk þess sem afnámið mun fela í sér þjóðhagslegan ábata. Eftirlitsstofnun EFTA er búin að benda íslenskum stjórnvöldum á að þetta fyrirkomulag standist ekki. Samkeppni og frjáls markaður á nefnilega erindi alls staðar. Það gilda engin sérstök hagfræðilögmál um íslenska leigubílamarkaðinn sem kalla á aðgangshindranir.
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar