Staðreyndir um veiðigjald Kristján Þór Júlíusson skrifar 27. september 2018 07:00 Fyrstu viðbrögð við frumvarpi um veiðigjald sýna að ágætis sátt getur náðst um að færa álagningu veiðigjalds nær afkomu sjávarútvegsfyrirtækja og gera alla stjórnsýslu með álagningu gjaldsins einfaldari, gegnsærri og áreiðanlegri. Allt er þetta til þess fallið að bæta framkvæmd þessarar gjaldtöku, til hagsbóta fyrir alla sem að íslenskum sjávarútvegi koma. Eðlilega eru skiptar skoðanir á því hversu stóran hluta ríkið á að taka af afkomu sjávarútvegsfyrirtækja. Forsvarsfólk þeirra hefur lýst yfir vonbrigðum með það að ríkið taki til sín 33% af hagnaði við fiskveiðar til viðbótar við 20% tekjuskatt og aðra gjaldtöku. Því sjónarmiði sýni ég fullan skilning. Formaður Viðreisnar og fyrrverandi sjávarútvegsráðherra náði hins vegar þeim áfanga að gagnrýna frumvarpið tveimur vikum áður en það var tilbúið. Þá sagði hún í viðtali að frumvarpið yrði „óttalegt prjál og í raun einhver sýndarmennska“. Eftir að frumvarpið kom fram er gagnrýni formanns Viðreisnar tvíþætt eins og hún var sett fram á forsíðu Fréttablaðsins í gær. Annars vegar að með nýju frumvarpi sé verið að taka ákvörðun um lækkun veiðigjalds. Hins vegar að frumvarpið muni „auðvelda pólitíkinni að krukka í veiðigjöldin“. Þetta eru rangfærslur. Varðandi hið fyrrnefnda liggur fyrir að með frumvarpinu er gjaldhlutfall veiðigjalds óbreytt frá gildandi lögum. Veiðigjald lækkar síðan eða hækkar eftir því hver afkoma sjávarútvegsfyrirtækja er á hverjum tíma. Það væri hins vegar fróðlegt að vita hversu hátt hlutfall af hagnaði fyrirtækja formaður Viðreisnar vill innheimta fyrst 33% af afkomu auk annarra skatta duga ekki til. Varðandi hið síðarnefnda er rétt að upplýsa ráðherrann fyrrverandi um að aðkoma sjávarútvegsráðherra að ákvörðun veiðigjalds verður sú sama og hefur verið, nema í stað þess að ráðherra staðfesti tillögu veiðigjaldsnefndar að veiðigjaldi hvers árs þá staðfestir ráðherra tillögu Ríkisskattstjóra. Það er mín von að umræða um frumvarpið verði málefnaleg og uppbyggileg. Að við látum ekki innantóma frasa stjórna umræðunni heldur tökum efnislega umræðu um þær áskoranir sem blasa við. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kristján Þór Júlíusson Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson Skoðun Stöndum vörð um mannréttindi Margrét María Sigurðardóttir Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo Skoðun „Enginn öruggur staður á netinu“ Unnur Ágústsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Reynsla úr heimi endurhæfingar nýtist víðar Svana Helen Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Stöndum vörð um mannréttindi Margrét María Sigurðardóttir skrifar Skoðun Reynsla úr heimi endurhæfingar nýtist víðar Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar Skoðun „Enginn öruggur staður á netinu“ Unnur Ágústsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson skrifar Skoðun Er þín fasteign útsett fyrir loftslagsbreytingum og náttúruvá? Kristján Andrésson skrifar Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Um lifandi tónlist í leikhúsi Þórdís Gerður Jónsdóttir skrifar Skoðun Mikilvæg innspýting fyrir þekkingarsamfélagið Logi Einarsson skrifar Skoðun Hafa þjófar meiri rétt? Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hafnarfjarðarbær: þjónustustofnun eða valdakerfi? Óskar Steinn Ómarsson skrifar Skoðun Breytt forgangsröðun jarðganga Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Gerendur fá frípassa í ofbeldismálum Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ferðasjóður íþróttafélaga hækkaður um 100 milljónir Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Alvöru árangur áfram og ekkert stopp Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Göfug orkuskipti í orði - öfug orkuskipti í verki Þrándur Sigurjón Ólafsson skrifar Skoðun Hver á að kenna börnunum í Kópavogi í framtíðinni? Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Skamm! (-sýni) Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Fatlað fólk er miklu meira en tölur í excel skjali Ágústa Arna Sigurdórsdóttir skrifar Skoðun Hvað er að marka ríkisstjórn sem segir eitt en gerir annað? Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Þegar fjárlögin vinna gegn markmiðinu Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur öryrkja sem eru búsettir erlendis Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Getur heilbrigðisþjónusta verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ísland hafnar mótorhjólum Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Skýrslufargan: mikið skrifað, lítið lesið og lítið gert Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar Sjá meira
Fyrstu viðbrögð við frumvarpi um veiðigjald sýna að ágætis sátt getur náðst um að færa álagningu veiðigjalds nær afkomu sjávarútvegsfyrirtækja og gera alla stjórnsýslu með álagningu gjaldsins einfaldari, gegnsærri og áreiðanlegri. Allt er þetta til þess fallið að bæta framkvæmd þessarar gjaldtöku, til hagsbóta fyrir alla sem að íslenskum sjávarútvegi koma. Eðlilega eru skiptar skoðanir á því hversu stóran hluta ríkið á að taka af afkomu sjávarútvegsfyrirtækja. Forsvarsfólk þeirra hefur lýst yfir vonbrigðum með það að ríkið taki til sín 33% af hagnaði við fiskveiðar til viðbótar við 20% tekjuskatt og aðra gjaldtöku. Því sjónarmiði sýni ég fullan skilning. Formaður Viðreisnar og fyrrverandi sjávarútvegsráðherra náði hins vegar þeim áfanga að gagnrýna frumvarpið tveimur vikum áður en það var tilbúið. Þá sagði hún í viðtali að frumvarpið yrði „óttalegt prjál og í raun einhver sýndarmennska“. Eftir að frumvarpið kom fram er gagnrýni formanns Viðreisnar tvíþætt eins og hún var sett fram á forsíðu Fréttablaðsins í gær. Annars vegar að með nýju frumvarpi sé verið að taka ákvörðun um lækkun veiðigjalds. Hins vegar að frumvarpið muni „auðvelda pólitíkinni að krukka í veiðigjöldin“. Þetta eru rangfærslur. Varðandi hið fyrrnefnda liggur fyrir að með frumvarpinu er gjaldhlutfall veiðigjalds óbreytt frá gildandi lögum. Veiðigjald lækkar síðan eða hækkar eftir því hver afkoma sjávarútvegsfyrirtækja er á hverjum tíma. Það væri hins vegar fróðlegt að vita hversu hátt hlutfall af hagnaði fyrirtækja formaður Viðreisnar vill innheimta fyrst 33% af afkomu auk annarra skatta duga ekki til. Varðandi hið síðarnefnda er rétt að upplýsa ráðherrann fyrrverandi um að aðkoma sjávarútvegsráðherra að ákvörðun veiðigjalds verður sú sama og hefur verið, nema í stað þess að ráðherra staðfesti tillögu veiðigjaldsnefndar að veiðigjaldi hvers árs þá staðfestir ráðherra tillögu Ríkisskattstjóra. Það er mín von að umræða um frumvarpið verði málefnaleg og uppbyggileg. Að við látum ekki innantóma frasa stjórna umræðunni heldur tökum efnislega umræðu um þær áskoranir sem blasa við.
Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun
Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Getur heilbrigðisþjónusta verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar
Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun