Ísland og Brexit Michel Sallé skrifar 27. september 2018 07:00 Guðlaugi Þór verður að orði um erfiðleika Brexit: „Við hljótum að draga þá ályktun að við getum alls ekki verið inni í Evrópusambandinu. Því allt það sem hefur verið sagt um að það sé ekkert mál að fara út ef okkur líkar ekki við veruna, það eru röksemdir sem enginn getur notað aftur.“ Það tekur því ekki að gifta sig nema vera viss um að geta skilið auðveldlega. Ráðherrann hefur sjálfsagt góðar ástæður til að vera á móti inngöngu lands sins í ESB, en Brexit getur ekki verið ein þeirra, nema hann vilji ekki vita í hverju ESB er raunverulega fólgið, rétt eins og Brexitar gera. Evrópusambandið er fólgið í hinu svokallaða fjórfrelsi sem tryggir frjálsa för fólks, varnings, þjónustu og fjármagns. Það er þessu öllu að þakka að tilgangi stofnenda þess hefur verið náð: að vera svæði friðar og samræðu. Aldrei nokkurn tíma áður í sögu Evrópu hefur verið friður í þessum löndum í 70 ár. Barack Obama fagnaði því með þessum orðum: „Evrópuráætlunin er lífsnauðsynleg og stórkostleg þegar hugsað er til eyðileggingarinnar í stríðinu.“ Bretland gekk í ESB til þess að spyrna á móti þróun þess og draga það niður í frjálst viðskiptasvæði. Bretar hafa í sífellu beðið um og fengið undanþágur. Munum viðkvæði Margrétar Thatcher: „I want my money back.“ Þetta er nákvæmlega það sem þeir vilja með Brexit: henda burt því sem þeim geðjast ekki, sérstaklega frjálsri för fólks, og halda hinu. Í staðinn myndu þeir samþykkja að greiða þessa 50 milljarða evra sem eru í raun framlag þeirra til ESB fram að 29. mars 2019, ásamt óborguðum skuldum. Ekki kemur til mála fyrir ESB-löndin 27 að breyta lögum sínum til þess að þóknast landi sem vildi ganga í bandalagið, og enn síður ef land vill ganga úr því. Það eina sem hægt er að semja um eru skilyrði og aðlögunarfrestur. Þetta er ástæðan fyrir því að inngangur og útgangur lands verður að hvílast á raunverulegum pólitískum framtíðaráætlunum. En þegar Brexitar, þeir sem Gunnlaugur hefur svo gaman af að sýna sig með, náðu því sem þeir vildu, voru þeir alveg ófærir um að bjóða landi sínu nokkrar pólitískar stjórnunaráætlanir í staðinn. Hver hefur heyrt Boris Johnson koma með nokkra áþreifanlega tillögu til að koma landi sínu upp úr förunum sem hann festi það í? Hefur hann nokkurn tímann hugsað til Írlands, hættunnar á nýju borgarastríði þar? Hann, og vinir hans, hafa eingöngu gagnrýnt og hindrað starf Theresu May. Og þótt hún hafi sýnt mikið hugrekki, hefur hún ekki enn náð að komast upp úr þessari prúttrökfræði sem hefur einkennt samskipti ESB og Bretlands. Evrópskir ráðendur eru að missa þolinmæðina. Eru þá erfiðleikar Brexits nóg ástæða til að vilja ekki ganga í ESB? Brexitið er sársaukafullt, ekki aðeins vegna ábyrgðarleysis Brexita heldur líka vegna hinna nánu tengsla sem hafa myndast á 45 árum, þrátt fyrir þrálátan misskilning, milli Breta og ESB; þau eru einmitt vottur um góðan árangur. Þessi sömu tengsl hafa myndast milli Íslands og ESB í gegnum EES, og hafa Íslendingar haft mikinn hagnað af. En nú er það orðið of seint, háttvirtur ráðherra, skaðinn er skeður. Höfundur er doktor frá Sorbonne-háskóla í stjórnmálafræðum. Doktorsritgerð hans fjallaði um stjórnmála- og efnahagsmál á nútíma Íslandi. Hann gaf út tvær bækur um Ísland : « Islande » í desember 2013, og „Histoire de l’Islande“ í júni 2018 í samstarfi við Æsu Sigurjónsdóttur, dósent í listfræði og listasögu við HÍ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson Skoðun Fimm skipstjórar en engin við stýrið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar sannleikurinn krefst vísinda – ekki tilfinninga Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Fimm skipstjórar en engin við stýrið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson skrifar Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar Skoðun Í hvað á orkan að fara? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Vegatálmar á skólagöngunni Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Þegar Evrópa fer á hnén og kallar það vináttu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Stjórnvöld mega ekki klúðra nýju vaxtaviðmiði Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Að vera húsbyggjandi Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld, lægri samkeppnishæfni Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Að einfalda veruleikann og breyta öllu í pólitískt fóður Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er ég ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun RÚV brýtur á börnum Guðbjörg Hildur Kolbeins skrifar Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun 4.865 börn sem bíða í allt að fjögur ár Ragnheiður Dagný Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Guðlaugi Þór verður að orði um erfiðleika Brexit: „Við hljótum að draga þá ályktun að við getum alls ekki verið inni í Evrópusambandinu. Því allt það sem hefur verið sagt um að það sé ekkert mál að fara út ef okkur líkar ekki við veruna, það eru röksemdir sem enginn getur notað aftur.“ Það tekur því ekki að gifta sig nema vera viss um að geta skilið auðveldlega. Ráðherrann hefur sjálfsagt góðar ástæður til að vera á móti inngöngu lands sins í ESB, en Brexit getur ekki verið ein þeirra, nema hann vilji ekki vita í hverju ESB er raunverulega fólgið, rétt eins og Brexitar gera. Evrópusambandið er fólgið í hinu svokallaða fjórfrelsi sem tryggir frjálsa för fólks, varnings, þjónustu og fjármagns. Það er þessu öllu að þakka að tilgangi stofnenda þess hefur verið náð: að vera svæði friðar og samræðu. Aldrei nokkurn tíma áður í sögu Evrópu hefur verið friður í þessum löndum í 70 ár. Barack Obama fagnaði því með þessum orðum: „Evrópuráætlunin er lífsnauðsynleg og stórkostleg þegar hugsað er til eyðileggingarinnar í stríðinu.“ Bretland gekk í ESB til þess að spyrna á móti þróun þess og draga það niður í frjálst viðskiptasvæði. Bretar hafa í sífellu beðið um og fengið undanþágur. Munum viðkvæði Margrétar Thatcher: „I want my money back.“ Þetta er nákvæmlega það sem þeir vilja með Brexit: henda burt því sem þeim geðjast ekki, sérstaklega frjálsri för fólks, og halda hinu. Í staðinn myndu þeir samþykkja að greiða þessa 50 milljarða evra sem eru í raun framlag þeirra til ESB fram að 29. mars 2019, ásamt óborguðum skuldum. Ekki kemur til mála fyrir ESB-löndin 27 að breyta lögum sínum til þess að þóknast landi sem vildi ganga í bandalagið, og enn síður ef land vill ganga úr því. Það eina sem hægt er að semja um eru skilyrði og aðlögunarfrestur. Þetta er ástæðan fyrir því að inngangur og útgangur lands verður að hvílast á raunverulegum pólitískum framtíðaráætlunum. En þegar Brexitar, þeir sem Gunnlaugur hefur svo gaman af að sýna sig með, náðu því sem þeir vildu, voru þeir alveg ófærir um að bjóða landi sínu nokkrar pólitískar stjórnunaráætlanir í staðinn. Hver hefur heyrt Boris Johnson koma með nokkra áþreifanlega tillögu til að koma landi sínu upp úr förunum sem hann festi það í? Hefur hann nokkurn tímann hugsað til Írlands, hættunnar á nýju borgarastríði þar? Hann, og vinir hans, hafa eingöngu gagnrýnt og hindrað starf Theresu May. Og þótt hún hafi sýnt mikið hugrekki, hefur hún ekki enn náð að komast upp úr þessari prúttrökfræði sem hefur einkennt samskipti ESB og Bretlands. Evrópskir ráðendur eru að missa þolinmæðina. Eru þá erfiðleikar Brexits nóg ástæða til að vilja ekki ganga í ESB? Brexitið er sársaukafullt, ekki aðeins vegna ábyrgðarleysis Brexita heldur líka vegna hinna nánu tengsla sem hafa myndast á 45 árum, þrátt fyrir þrálátan misskilning, milli Breta og ESB; þau eru einmitt vottur um góðan árangur. Þessi sömu tengsl hafa myndast milli Íslands og ESB í gegnum EES, og hafa Íslendingar haft mikinn hagnað af. En nú er það orðið of seint, háttvirtur ráðherra, skaðinn er skeður. Höfundur er doktor frá Sorbonne-háskóla í stjórnmálafræðum. Doktorsritgerð hans fjallaði um stjórnmála- og efnahagsmál á nútíma Íslandi. Hann gaf út tvær bækur um Ísland : « Islande » í desember 2013, og „Histoire de l’Islande“ í júni 2018 í samstarfi við Æsu Sigurjónsdóttur, dósent í listfræði og listasögu við HÍ.
Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar
Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar