„Gríðarlega mikilvægt að þessi bylting í samgöngum geti átt sér stað sem fyrst“ Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 10. september 2018 20:30 Nýskráningar dísel- og bensínbíla verða bannaðar árið 2030 nema með sérstökum undantekningum. Bannið er ein þeirra 34 aðgerða sem mælt er fyrir um í nýrri áætlun ríkisstjórnarinnar í loftslagsmálum. Verja á tæpum sjö milljörðum í verkefnið næstu fimm ár. Aðgerðaráætlunin á að tryggja að Ísland standi við skuldbindingar sínar gagnvart Parísarsamkomulaginu og nái kolefnishlutleysi fyrir árið 2040. Fram kemur að 6,8 milljörðum króna verður varið til sérstakra aðgerða í loftslagsmálum næstu fimm ár sem er margföldun miðað við fyrri ár.„Það er auðvitað fyrsti þátturinn að það hafa orðið algjör straumhvörf í fjárveitingum til þessa mikilvæga málaflokks að því að við vitum það að það þarf að fjárfesta í loftslagsmálum til þess að ná árangri,“ segir Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherraMegináherslur áætlunarinnar eru tvær.„Fara í rafvæðingu samgangna og aðra umhverfisvæna kosti vegna þess að olían er sá þáttur þar sem við getum náð mestum árangri. Það er í fyrsta lagi og í öðru lagi er það kolefnisbindingin, að auka landgræðslu, skógrækt og endurheim votlendis og annað slíkt,“ segir Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfisráðherra. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra á fundinum í Austurbæjarskóla.Vísir/VilhelmNýskráning bíla sem eingöngu ganga fyrir jarðefnaeldsneyti verða ólögmætar árið 2030 nema ef um er að ræða undanþágur. „Ég tel gríðarlega mikilvægt að þessi bylting í samgöngum geti átt sér stað sem fyrst,“ segir Guðmundur. Kolefnisgjald á bensín og dísel, sem var hækkað um 50 prósent í upphafi árs, verður hækkað í áföngum, um 10 prósent á næsta ári og 10 prósent til viðbótar árið 2020. Fjárfesta á í innviðum vegna rafvæðingar bílaflotans og rafvæðingar hafna en samtals verður varið um einum og hálfum milljarði í það verkefni. Fjórum milljörðum verður varið í kolefnisbindingu og fimm hundruð milljónum til nýsköpunar. Loks verður 800 milljónum varið til aðgerða eins og rannsóknum á súrnun sjávar. „Staðreyndin er bara sú að ef ekki fylgir fjármagn til þess að klára ákveðin mál sem lengi hafa verið á dagskrá sýnir reynslan að það gerist nú lítið,“ segir Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra. Forsætisráðherra er bjartsýn á framhaldið„Það sem við gerum skiptir máli þó við séum ekki mörg sem hér búum. Við höfum slagkraf langt umfram fjölda,“ segir Katrín. Loftslagsmál Samgöngur Umhverfismál Mest lesið „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Innlent Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Erlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Fleiri fréttir Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Sjá meira
Nýskráningar dísel- og bensínbíla verða bannaðar árið 2030 nema með sérstökum undantekningum. Bannið er ein þeirra 34 aðgerða sem mælt er fyrir um í nýrri áætlun ríkisstjórnarinnar í loftslagsmálum. Verja á tæpum sjö milljörðum í verkefnið næstu fimm ár. Aðgerðaráætlunin á að tryggja að Ísland standi við skuldbindingar sínar gagnvart Parísarsamkomulaginu og nái kolefnishlutleysi fyrir árið 2040. Fram kemur að 6,8 milljörðum króna verður varið til sérstakra aðgerða í loftslagsmálum næstu fimm ár sem er margföldun miðað við fyrri ár.„Það er auðvitað fyrsti þátturinn að það hafa orðið algjör straumhvörf í fjárveitingum til þessa mikilvæga málaflokks að því að við vitum það að það þarf að fjárfesta í loftslagsmálum til þess að ná árangri,“ segir Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherraMegináherslur áætlunarinnar eru tvær.„Fara í rafvæðingu samgangna og aðra umhverfisvæna kosti vegna þess að olían er sá þáttur þar sem við getum náð mestum árangri. Það er í fyrsta lagi og í öðru lagi er það kolefnisbindingin, að auka landgræðslu, skógrækt og endurheim votlendis og annað slíkt,“ segir Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfisráðherra. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra á fundinum í Austurbæjarskóla.Vísir/VilhelmNýskráning bíla sem eingöngu ganga fyrir jarðefnaeldsneyti verða ólögmætar árið 2030 nema ef um er að ræða undanþágur. „Ég tel gríðarlega mikilvægt að þessi bylting í samgöngum geti átt sér stað sem fyrst,“ segir Guðmundur. Kolefnisgjald á bensín og dísel, sem var hækkað um 50 prósent í upphafi árs, verður hækkað í áföngum, um 10 prósent á næsta ári og 10 prósent til viðbótar árið 2020. Fjárfesta á í innviðum vegna rafvæðingar bílaflotans og rafvæðingar hafna en samtals verður varið um einum og hálfum milljarði í það verkefni. Fjórum milljörðum verður varið í kolefnisbindingu og fimm hundruð milljónum til nýsköpunar. Loks verður 800 milljónum varið til aðgerða eins og rannsóknum á súrnun sjávar. „Staðreyndin er bara sú að ef ekki fylgir fjármagn til þess að klára ákveðin mál sem lengi hafa verið á dagskrá sýnir reynslan að það gerist nú lítið,“ segir Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra. Forsætisráðherra er bjartsýn á framhaldið„Það sem við gerum skiptir máli þó við séum ekki mörg sem hér búum. Við höfum slagkraf langt umfram fjölda,“ segir Katrín.
Loftslagsmál Samgöngur Umhverfismál Mest lesið „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Innlent Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Erlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Fleiri fréttir Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Sjá meira