Er kerfið að verja laxeldisfyrirtæki? Bubbi Morthens skrifar 11. september 2018 05:30 Laxeldisfyrirtækið Arnarlax virðist njóta velvildar í stjórnsýslunni og þarf ekki að fara að lögum. Tveir landeigendur hafa ítrekað kvartað vegna þess sem þeir telja vera brot á starfsleyfi fyrirtækisins en þeir fá engin svör frá Umhverfisstofnun. Arnarlax tæmdi sjókvíar 7. mars síðastliðinn og hóf útsetningu seiða þar á ný 6. júní. Þó segir starfsleyfið að eldissvæðið skuli hvíla í það minnsta sex til átta mánuði. Hvorki virðist vera deilt um brotin af hálfu Umhverfisstofnunar né Arnarlax. Hvað veldur því að Arnarlax hagar sér ekki samkvæmt starfsleyfi? Umhverfisstofnun virðist telja þetta smámál, að manni sýnist. Þeir sendu að vísu áminningu til fyrirtækisins 16. júlí en hvað gerðist svo? Ekkert. Einfaldlega ekkert annað en það að í Umhverfisstofnun virðist vera ósýnileg lína sem kemur einhvers staðar frá og segir að Arnarlax skuli látinn í friði. Mengunin sem kemur frá þessum kvíum er rosaleg og hefur gríðarleg áhrif á lífríkið, þess vegna er kveðið á um að það þurfi að hvíla svæðið í átta mánuði. Það er til þess að lífríkið í firðinum geti jafnað sig. Í úrbótaáætlun frá Arnarlaxi kemur fram að þeir vilji undanþágu frá tilskildum hvíldartíma svæðisins og biðji um að hann verði að lágmarki 90 dagar en ekki átta mánuðir. Ekki kemur fram þar hvers vegna þeir kjósa að fara ekki eftir því sem þeim ber að gera. Svona gera menn þetta kannski í Noregi en þetta á ekki að gerast hér. Og á meðan þeir hjá Arnarlaxi segja að þessi fyrirspurn sé í vinnslu segir Umhverfisstofnun að ekkert hafi komið inn á borð til þeirra um undanþágu og sendir skilaboð til norsku eigendanna: Það er allt í góðu að brjóta hér reglur. Þetta er algjörlega óboðleg stjórnsýsla og vítaverðir stafshættir sem skaða íslenska náttúru. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Skoðun Bubbi Morthens Mest lesið Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir Skoðun Halldór 25.01.2025 Halldór Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis Jóhann Friðrik Friðriksson, Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Skoðun Skoðun „Það er heilmikið fyrirtæki að vera manneskja,“ fullyrti Meistari Kjarval Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hagsmunahallinn Breki Karlsson skrifar Skoðun Hvað unga fólkið á Íslandi ætti að vera að læra í vetur – og hlutverk gervigreindar í kennslustofunni Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun 85 milljarðar króna? – segðu okkur meira Elfar Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Takk Vökudeild (nýburagjörgæslan) Guðmunda G Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flóra er ekki fjölbreytni.... Starri Heiðmarsson skrifar Skoðun Rautt kjöt: Goðsagnir og vanþekking Rajan Parrikar skrifar Skoðun Almannafé til stjórnmálasamtaka Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Trump, trans og eitt titrandi smáblóm… Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Aðrar hliðar við að koma í heiminn Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Auðmjúkur forstjóri Isavia tekst á við forðunarhegðun Skúli Gunnar Sigfússon skrifar Skoðun Spörum í starfsmannakostnaði ríkisins Leifur Örn Leifsson skrifar Skoðun Áróður í boði SFS Elvar Friðriksson skrifar Skoðun Styrkir til Flokks fólksins Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Erum við að borða nóg af rauðu kjöti? Aron Skúlason ,Hildur Leonardsdóttir skrifar Skoðun Aukum virðingu Alþingis, hættum þessum sandkassaleik! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Tré og flugvélar Jón Hörður Jónsson skrifar Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Konungar markaðarins Eiríkur Ingi Magnússon skrifar Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson skrifar Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis skrifar Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Viltu koma að kenna? Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Hugmynd af barnum árið 2005 Halla Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Laxeldisfyrirtækið Arnarlax virðist njóta velvildar í stjórnsýslunni og þarf ekki að fara að lögum. Tveir landeigendur hafa ítrekað kvartað vegna þess sem þeir telja vera brot á starfsleyfi fyrirtækisins en þeir fá engin svör frá Umhverfisstofnun. Arnarlax tæmdi sjókvíar 7. mars síðastliðinn og hóf útsetningu seiða þar á ný 6. júní. Þó segir starfsleyfið að eldissvæðið skuli hvíla í það minnsta sex til átta mánuði. Hvorki virðist vera deilt um brotin af hálfu Umhverfisstofnunar né Arnarlax. Hvað veldur því að Arnarlax hagar sér ekki samkvæmt starfsleyfi? Umhverfisstofnun virðist telja þetta smámál, að manni sýnist. Þeir sendu að vísu áminningu til fyrirtækisins 16. júlí en hvað gerðist svo? Ekkert. Einfaldlega ekkert annað en það að í Umhverfisstofnun virðist vera ósýnileg lína sem kemur einhvers staðar frá og segir að Arnarlax skuli látinn í friði. Mengunin sem kemur frá þessum kvíum er rosaleg og hefur gríðarleg áhrif á lífríkið, þess vegna er kveðið á um að það þurfi að hvíla svæðið í átta mánuði. Það er til þess að lífríkið í firðinum geti jafnað sig. Í úrbótaáætlun frá Arnarlaxi kemur fram að þeir vilji undanþágu frá tilskildum hvíldartíma svæðisins og biðji um að hann verði að lágmarki 90 dagar en ekki átta mánuðir. Ekki kemur fram þar hvers vegna þeir kjósa að fara ekki eftir því sem þeim ber að gera. Svona gera menn þetta kannski í Noregi en þetta á ekki að gerast hér. Og á meðan þeir hjá Arnarlaxi segja að þessi fyrirspurn sé í vinnslu segir Umhverfisstofnun að ekkert hafi komið inn á borð til þeirra um undanþágu og sendir skilaboð til norsku eigendanna: Það er allt í góðu að brjóta hér reglur. Þetta er algjörlega óboðleg stjórnsýsla og vítaverðir stafshættir sem skaða íslenska náttúru.
Skoðun „Það er heilmikið fyrirtæki að vera manneskja,“ fullyrti Meistari Kjarval Árni Sigurðsson skrifar
Skoðun Hvað unga fólkið á Íslandi ætti að vera að læra í vetur – og hlutverk gervigreindar í kennslustofunni Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar
Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar