Framhaldið er óljóst í Svíþjóð Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 11. september 2018 05:30 Forsíður sænsku blaðanna segja allt sem segja þarf um óljóst framhald eftir kosningarnar. Vísir/EPA Enginn skýr meirihluti er á sænska þinginu eftir kosningar sunnudagsins. Vinstriblokkin, undir forystu Stefans Löfven forsætisráðherra og Jafnaðarmannaflokks hans, fékk 144 þingsæti. Þar af fékk Jafnaðarmannaflokkurinn 101 en hafði 113. Bandalagið, undir forystu hægriflokksins Moderaterna og formanns hans, Ulf Kristersson, fékk 143 sæti. Þar af fengu Moderaterna 70 en höfðu 84. Hvorug þessara tveggja stóru blokka sænskra stjórnmála getur því myndað meirihluta á 349 sæta þingi. Ástæðan fyrir þessari pattstöðu er stórsókn þjóðernishyggjuflokks Svíþjóðardemókrata sem bætti við sig þrettán þingsætum og fékk 62 sæti og 17,6 prósent atkvæða. Sigur Svíþjóðardemókrata var þó minni en stefndi í um mánaðamót þegar þeir mældust mest með 24,8 prósenta fylgi. Hvorug blokkanna vill vinna með Svíþjóðardemókrötum, sem eiga rætur sínar í sænskum hreyfingum fasista, nýnasista og hvítra þjóðernissinna. Allir flokkar vilja koma að myndun ríkisstjórnar. Áhrifamenn innan Jafnaðarmannaflokksins sögðu í gær að stærsti flokkurinn, Jafnaðarmannaflokkurinn, ætti að fá forsætisráðuneytið. Bandalagsmenn hafa farið fram á að Löfven segi af sér enda tapaði flokkurinn fylgi. Gunnar Strömmer ritari Moderaterna var einn þeirra sem fóru fram á slíkt í viðtali við sænska ríkissjónvarpið, SVT, í gær. Jafnaðarmannaflokkurinn hefur verið með forsætisráðuneytið frá kosningum 2014 í minnihlutastjórn með Græningjum. Flokkarnir hafa notið stuðnings Vinstriflokksins. Leiðtogar flokka Bandalagsins funduðu í gær. Jan Björklund, leiðtogi Frjálslynda flokksins, sagði á Twitter að markmiðið væri að skipta um ríkisstjórn. Upplýsingafulltrúar vinstriblokkarinnar vildu ekki upplýsa SVT um hvort leiðtogar þeirra flokka væru að funda en sögðu „eitthvað í gangi“. Svíþjóðardemókratar buðu Moderaterna og Kristilegum demókrötum, íhaldssamari flokkum Bandalagsins, til viðræðna í gær. Fyrrnefndur Strömmer sagði hins vegar að flokkurinn ætlaði sér ekki að vera í sambandi við Svíþjóðardemókrata. Undir það tóku Kristilegir demókratar. Framhaldið er óljóst. Ef blokkirnar tvær standa við gefin loforð um að vinna ekki með Svíþjóðardemókrötum mun annaðhvort þurfa minnihlutastjórn eða brúa bilið á milli hægri og vinstri. Löfven virtist gefa hið síðarnefnda í skyn á kosninganótt. Hann sagði niðurstöðurnar marka endalok blokkapólitíkur. Birtist í Fréttablaðinu Norðurlönd Svíþjóð Þingkosningar í Svíþjóð Mest lesið „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Innlent Vilja búa til „friðarfána“ svo ekki þurfi að flagga erlendum fánum Innlent Þjóðin sé orðin þreytt á málþófi Innlent Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Innlent Lýst eftir Ólafi í Búlgaríu Innlent Skorar á verktaka að lækka íbúðaverð Innlent Leggja til breytingar á gatnamótum í kjölfar banaslyss Innlent Fjallað um Skjöld Íslands í forsíðugrein stórblaðs Innlent Tókst ekki að flýja lögreglu og var gómaður með þrjá hnífa og meint eiturlyf Innlent Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Innlent Fleiri fréttir Maður talinn af eftir jarðfall Reynir að taka fleiri spil úr stokki þingsins Hleypa fulltrúum Palestínu ekki á allsherjarþingið Fyrrverandi þingforseti skotinn um hábjartan dag Finnar ætla að hætta að flagga hakakrossinum Úkraínumenn réðust á olíuvinnslu en Rússar á fjölbýlishús Flestir tollar Trumps eru ólöglegir, í bili Skutu hver annan fyrir orður og bætur Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Sjá meira
Enginn skýr meirihluti er á sænska þinginu eftir kosningar sunnudagsins. Vinstriblokkin, undir forystu Stefans Löfven forsætisráðherra og Jafnaðarmannaflokks hans, fékk 144 þingsæti. Þar af fékk Jafnaðarmannaflokkurinn 101 en hafði 113. Bandalagið, undir forystu hægriflokksins Moderaterna og formanns hans, Ulf Kristersson, fékk 143 sæti. Þar af fengu Moderaterna 70 en höfðu 84. Hvorug þessara tveggja stóru blokka sænskra stjórnmála getur því myndað meirihluta á 349 sæta þingi. Ástæðan fyrir þessari pattstöðu er stórsókn þjóðernishyggjuflokks Svíþjóðardemókrata sem bætti við sig þrettán þingsætum og fékk 62 sæti og 17,6 prósent atkvæða. Sigur Svíþjóðardemókrata var þó minni en stefndi í um mánaðamót þegar þeir mældust mest með 24,8 prósenta fylgi. Hvorug blokkanna vill vinna með Svíþjóðardemókrötum, sem eiga rætur sínar í sænskum hreyfingum fasista, nýnasista og hvítra þjóðernissinna. Allir flokkar vilja koma að myndun ríkisstjórnar. Áhrifamenn innan Jafnaðarmannaflokksins sögðu í gær að stærsti flokkurinn, Jafnaðarmannaflokkurinn, ætti að fá forsætisráðuneytið. Bandalagsmenn hafa farið fram á að Löfven segi af sér enda tapaði flokkurinn fylgi. Gunnar Strömmer ritari Moderaterna var einn þeirra sem fóru fram á slíkt í viðtali við sænska ríkissjónvarpið, SVT, í gær. Jafnaðarmannaflokkurinn hefur verið með forsætisráðuneytið frá kosningum 2014 í minnihlutastjórn með Græningjum. Flokkarnir hafa notið stuðnings Vinstriflokksins. Leiðtogar flokka Bandalagsins funduðu í gær. Jan Björklund, leiðtogi Frjálslynda flokksins, sagði á Twitter að markmiðið væri að skipta um ríkisstjórn. Upplýsingafulltrúar vinstriblokkarinnar vildu ekki upplýsa SVT um hvort leiðtogar þeirra flokka væru að funda en sögðu „eitthvað í gangi“. Svíþjóðardemókratar buðu Moderaterna og Kristilegum demókrötum, íhaldssamari flokkum Bandalagsins, til viðræðna í gær. Fyrrnefndur Strömmer sagði hins vegar að flokkurinn ætlaði sér ekki að vera í sambandi við Svíþjóðardemókrata. Undir það tóku Kristilegir demókratar. Framhaldið er óljóst. Ef blokkirnar tvær standa við gefin loforð um að vinna ekki með Svíþjóðardemókrötum mun annaðhvort þurfa minnihlutastjórn eða brúa bilið á milli hægri og vinstri. Löfven virtist gefa hið síðarnefnda í skyn á kosninganótt. Hann sagði niðurstöðurnar marka endalok blokkapólitíkur.
Birtist í Fréttablaðinu Norðurlönd Svíþjóð Þingkosningar í Svíþjóð Mest lesið „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Innlent Vilja búa til „friðarfána“ svo ekki þurfi að flagga erlendum fánum Innlent Þjóðin sé orðin þreytt á málþófi Innlent Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Innlent Lýst eftir Ólafi í Búlgaríu Innlent Skorar á verktaka að lækka íbúðaverð Innlent Leggja til breytingar á gatnamótum í kjölfar banaslyss Innlent Fjallað um Skjöld Íslands í forsíðugrein stórblaðs Innlent Tókst ekki að flýja lögreglu og var gómaður með þrjá hnífa og meint eiturlyf Innlent Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Innlent Fleiri fréttir Maður talinn af eftir jarðfall Reynir að taka fleiri spil úr stokki þingsins Hleypa fulltrúum Palestínu ekki á allsherjarþingið Fyrrverandi þingforseti skotinn um hábjartan dag Finnar ætla að hætta að flagga hakakrossinum Úkraínumenn réðust á olíuvinnslu en Rússar á fjölbýlishús Flestir tollar Trumps eru ólöglegir, í bili Skutu hver annan fyrir orður og bætur Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Sjá meira