Hvaðan koma verðmætin? Davíð Þorláksson skrifar 12. september 2018 07:00 Í leiðara Fréttablaðsins 13. ágúst var ýjað að því að ferðaþjónusta og sjávarútvegur skiluðu ekki nægjanlega miklu til samfélagsins. Hið sama er einnig sagt um iðnað og er þar skemmst að minnast umfjöllunar Kastljóssins þar sem tekið var þröngt sjónarhorn á það hverju stóriðjan er að skila. Það vill svo til að þarna eru þrjár stærstu útflutningsgreinar okkar, þ.e.a.s. þær greinar sem skila mestu til samfélagsins. Nær öll okkar hagsæld stendur og fellur með því að þessum greinum farnist sem best. Þær standa undir stærstum hluta skatttekna ríkisins, skapa atvinnu og greiða laun. Í stað þess að gera lítið úr framlagi þeirra ætti fólk frekar að gera sér grein fyrir að þessar greinar eru í alþjóðlegri samkeppni. Því verri sem samkeppnishæfni þeirra er því minna skila þær til þjóðarbúsins og því verri verða lífskjör okkar. Það er margt sem hefur áhrif á samkeppnishæfni sem við höfum litla eða enga stjórn á, eins og krónan og olíuverð. En þarna er líka margt sem við getum auðveldlega haft áhrif á, ef vilji er fyrir hendi. Þar má fyrst og fremst nefna skatta sem auka kostnað fyrirtækjanna. Þar er tryggingagjaldið sérstaklega íþyngjandi, fjármagnstekjuskattur sem tekur ekki tillit til verðbólgu og sérstakir skattar eins og veiðigjald og gistináttagjald. Þá er brýnt að fara í breytingar á samkeppnislögum svo þau standi ekki í vegi fyrir eðlilegri hagræðingu í atvinnulífinu. Það væri áhugavert að heyra frá þeim, sem halda því fram að útflutningsgreinarnar skili engu, hvaðan þau haldi að verðmætin komi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Davíð Þorláksson Skoðun Mest lesið Halldór 28.12.2024 Halldór Veðurstofa Sjálfstæðisflokksins frestar fundi Daníel Hjörvar Guðmundsson Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Ísland er ekki stjórntækt með verðtryggingu? Örn Karlsson Skoðun Er sjávarútvegur einkamál kvótakónga? Finnbjörn A. Hermannsson Skoðun Ó Palestína Arnar Eggert Thoroddsen Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Að þora að stíga skref Magnús Þór Jónsson Skoðun Orkuverð og sæstrengir Anna Sofía Kristjánsdóttir Skoðun „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Orkuverð og sæstrengir Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Veðurstofa Sjálfstæðisflokksins frestar fundi Daníel Hjörvar Guðmundsson skrifar Skoðun Að þora að stíga skref Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Ísland er ekki stjórntækt með verðtryggingu? Örn Karlsson skrifar Skoðun Ó Palestína Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Er sjávarútvegur einkamál kvótakónga? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig getum við stigið upp úr sorginni? Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Skilaboð hátíðarinnar Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Sjá meira
Í leiðara Fréttablaðsins 13. ágúst var ýjað að því að ferðaþjónusta og sjávarútvegur skiluðu ekki nægjanlega miklu til samfélagsins. Hið sama er einnig sagt um iðnað og er þar skemmst að minnast umfjöllunar Kastljóssins þar sem tekið var þröngt sjónarhorn á það hverju stóriðjan er að skila. Það vill svo til að þarna eru þrjár stærstu útflutningsgreinar okkar, þ.e.a.s. þær greinar sem skila mestu til samfélagsins. Nær öll okkar hagsæld stendur og fellur með því að þessum greinum farnist sem best. Þær standa undir stærstum hluta skatttekna ríkisins, skapa atvinnu og greiða laun. Í stað þess að gera lítið úr framlagi þeirra ætti fólk frekar að gera sér grein fyrir að þessar greinar eru í alþjóðlegri samkeppni. Því verri sem samkeppnishæfni þeirra er því minna skila þær til þjóðarbúsins og því verri verða lífskjör okkar. Það er margt sem hefur áhrif á samkeppnishæfni sem við höfum litla eða enga stjórn á, eins og krónan og olíuverð. En þarna er líka margt sem við getum auðveldlega haft áhrif á, ef vilji er fyrir hendi. Þar má fyrst og fremst nefna skatta sem auka kostnað fyrirtækjanna. Þar er tryggingagjaldið sérstaklega íþyngjandi, fjármagnstekjuskattur sem tekur ekki tillit til verðbólgu og sérstakir skattar eins og veiðigjald og gistináttagjald. Þá er brýnt að fara í breytingar á samkeppnislögum svo þau standi ekki í vegi fyrir eðlilegri hagræðingu í atvinnulífinu. Það væri áhugavert að heyra frá þeim, sem halda því fram að útflutningsgreinarnar skili engu, hvaðan þau haldi að verðmætin komi.
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson skrifar
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun