Trump segir yfirvöld „algjörlega, fullkomlega“ undirbúin undir "skrímslið“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 11. september 2018 23:15 Hér má sjá Flórens, lengst til vinstri, en á eftir henni koma Ísak og Helena. Vísir/Getty Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segir að yfirvöld þar í landi séu „algjörlega, fullkomlega“ undirbúin undir fellibylinn Flórens sem búist er við að skelli á austurströnd Bandaríkjanna. Ríkisstjóri Norður-Karólína segir fellibylinn vera „skrímsli“. Fastlega er gert ráð fyrir því að Flórens gangi á land seint á fimmtudaginn en fellibylurinn hefur safnað krafti á leið sinni yfir Atlantshafið. Alls er búið að fyrirskipa 1,4 milljónum íbúa í Virginíu og Norður- og Suður-Karólínu að yfirgefa heimili sín. Búist er við að Flórens fylgi gífurlegt úrhelli auk þess sem óttast er að sjór muni flæða upp á land en auk ríkjanna þriggja sem minnst var á hér fyrir ofan hefur verið lýst yfir neyðarástandi í Maryland og Washington DC, höfuðborg Bandaríkjanna.Hér má sjá kort af áætlaðri slóð fellibylsins „Þessi stormur er skrímsli,“ sagði Roy Cooper, ríkisstjóri Norður-Karólínu á blaðamannafundi í dag er hann hvatti þá sem búa við ströndina að flýja fellibylinn áður en hann næði landi. „Þetta er mjög hættulegur, lífshættulegur og sögulegur fellibylur“. Flórens telst nú vera fellibylur að styrkleika fjögur, en mest geta fellibylir náð styrkleika fimm. Vonir eru þó bundnar við að að fellibylurinn muni veikjast áður en hann nær landi. Þó er gert ráð fyrir að vindstyrkur geti náð allt að 60 metrum á sekúndu. Hefur Trump heitið því að engu verðu til sparað til þess að bregðast við fellibylnum sem Trump sagði að væri bæði „ótrúlega stór og ótrúlega blautur.“The safety of American people is my absolute highest priority. Heed the directions of your State and Local Officials. Please be prepared, be careful and be SAFE! https://t.co/YP7ssITwW9pic.twitter.com/LZIUCgdPTH — Donald J. Trump (@realDonaldTrump) September 11, 2018 Bandaríkin Donald Trump Loftslagsmál Mest lesið Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Innlent Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Erlent Máttu ekki banna fréttamenn AP Erlent Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Innlent Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Innlent Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Innlent Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Innlent Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Erlent Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Innlent Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Erlent Fleiri fréttir Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Sjá meira
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segir að yfirvöld þar í landi séu „algjörlega, fullkomlega“ undirbúin undir fellibylinn Flórens sem búist er við að skelli á austurströnd Bandaríkjanna. Ríkisstjóri Norður-Karólína segir fellibylinn vera „skrímsli“. Fastlega er gert ráð fyrir því að Flórens gangi á land seint á fimmtudaginn en fellibylurinn hefur safnað krafti á leið sinni yfir Atlantshafið. Alls er búið að fyrirskipa 1,4 milljónum íbúa í Virginíu og Norður- og Suður-Karólínu að yfirgefa heimili sín. Búist er við að Flórens fylgi gífurlegt úrhelli auk þess sem óttast er að sjór muni flæða upp á land en auk ríkjanna þriggja sem minnst var á hér fyrir ofan hefur verið lýst yfir neyðarástandi í Maryland og Washington DC, höfuðborg Bandaríkjanna.Hér má sjá kort af áætlaðri slóð fellibylsins „Þessi stormur er skrímsli,“ sagði Roy Cooper, ríkisstjóri Norður-Karólínu á blaðamannafundi í dag er hann hvatti þá sem búa við ströndina að flýja fellibylinn áður en hann næði landi. „Þetta er mjög hættulegur, lífshættulegur og sögulegur fellibylur“. Flórens telst nú vera fellibylur að styrkleika fjögur, en mest geta fellibylir náð styrkleika fimm. Vonir eru þó bundnar við að að fellibylurinn muni veikjast áður en hann nær landi. Þó er gert ráð fyrir að vindstyrkur geti náð allt að 60 metrum á sekúndu. Hefur Trump heitið því að engu verðu til sparað til þess að bregðast við fellibylnum sem Trump sagði að væri bæði „ótrúlega stór og ótrúlega blautur.“The safety of American people is my absolute highest priority. Heed the directions of your State and Local Officials. Please be prepared, be careful and be SAFE! https://t.co/YP7ssITwW9pic.twitter.com/LZIUCgdPTH — Donald J. Trump (@realDonaldTrump) September 11, 2018
Bandaríkin Donald Trump Loftslagsmál Mest lesið Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Innlent Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Erlent Máttu ekki banna fréttamenn AP Erlent Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Innlent Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Innlent Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Innlent Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Innlent Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Erlent Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Innlent Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Erlent Fleiri fréttir Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Sjá meira