Biðla til bankanna Hörður Ægisson og Kristinn Ingi Jónsson skrifar 12. september 2018 08:18 Einn af þeim möguleikum sem flugfélagið skoðar nú af alvöru er að leita liðsinnis bankanna til þess að tryggja að lágmarksstærð yfirstandandi skuldabréfaútboðs félagsins, sem er jafnvirði um 5,5 milljarða króna, verði náð. Vísir/Vilhelm Stjórnendur og ráðgjafar WOW air ræða nú við forsvarsmenn stóru bankanna þriggja um mögulega aðkomu þeirra að fjármögnun flugfélagsins, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Einn af þeim möguleikum sem flugfélagið skoðar nú af alvöru er að leita liðsinnis bankanna til þess að tryggja að lágmarksstærð yfirstandandi skuldabréfaútboðs félagsins, sem er jafnvirði um 5,5 milljarða króna, verði náð. Bankarnir þrír – Arion banki, Íslandsbanki og Landsbankinn – skoða nú hugsanlega aðkomu sína að útboðinu en ákveði þeir að leggja WOW air til það fjármagn sem upp á vantar eru vonir bundnar við að aðrir fjárfestar taki þátt í útboðinu, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Ekki liggja fyrir staðfestar upplýsingar um hve mikið fjármagn bankarnir þurfa að lána flugfélaginu, þannig að lágmarki útboðsins verði náð, en að sögn kunnugra er um að ræða milljarða króna. Bankastjórar bankanna funduðu með stjórnendum WOW air og fulltrúum Arctica Finance, ráðgjafa flugfélagsins, á skrifstofum síðastnefnda félagsins í turninum við Höfðatorg eftir hádegi í gær. Norska verðbréfafyrirtækið Pareto hefur yfirumsjón með skuldabréfaútboðinu, sem hófst í lok síðasta mánaðar, en Arctica Finance hefur hjálpað flugfélaginu við að kynna útboðið fyrir innlendum fjárfestum. Viðmælendur Fréttablaðsins, sem þekkja vel til stöðu mála, segja að stjórnendur og ráðgjafar WOW air hafi orðið bjartsýnni um framgang útboðsins eftir því sem leið á gærdaginn en unnið er að því að ljúka útboðinu – með markaðsfjármögnun – fyrir helgi. Stjórn WOW air fundaði jafnframt stíft um stöðu mála í turninum við Höfðatorg frá morgni til kvölds í gær. Þá herma heimildir Fréttablaðsins að Skúli Mogensen, forstjóri og eini hluthafi WOW air, og lögmaður flugfélagsins, Páll Rúnar Mikael Kristjánsson, hafi setið fund í húsakynnum Samkeppniseftirlitsins síðla gærdagsins. Ekki hafa fengist upplýsingar um efni fundarins. Rekstrarumhverfi WOW air hefur versnað til muna undanfarið en til marks um það spá greinendur Pareto því að félagið skili tapi upp á 3,3 milljarða króna í ár. Ekkert lát er á hækkun olíuverðs, en olíukostnaður er næststærsti kostnaðarliður flugfélagsins, og hefur hækkunin numið yfir 11 prósentum á undanförnum fjórum vikum. Fulltrúar stjórnvalda fylgjast náið með stöðunni en þeir funduðu vegna málefna WOW air um síðustu helgi. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ráðherra ferðamála, hefur sagt mikilvægt að stjórnvöld skoði afleiðingar þess að flugfélögin yrðu fyrir áföllum. Hins vegar standi ekki til að ríkið hlaupi undir bagga. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra vildu ekki tjá sig um málið. Ekki náðist í Þórdísi Kolbrúnu. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Telur að fleiri fyrirtæki muni ráðast í uppsagnir Viðskipti innlent Tuttugu manns sagt upp hjá Play Viðskipti innlent Þorbirna og Ævar til Pálsson Viðskipti innlent Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld Viðskipti innlent Ólafur Adolfsson eignast apótekið aftur Viðskipti innlent Tólf sagt upp á Siglufirði Viðskipti innlent „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Viðskipti innlent Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur S8 selst tvöfalt hraðar en forverarnir Viðskipti innlent Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Telur að fleiri fyrirtæki muni ráðast í uppsagnir Tuttugu manns sagt upp hjá Play Þorbirna og Ævar til Pálsson Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Tólf sagt upp á Siglufirði Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Eignast meirihluta í Streifeneder Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Sjá meira
Stjórnendur og ráðgjafar WOW air ræða nú við forsvarsmenn stóru bankanna þriggja um mögulega aðkomu þeirra að fjármögnun flugfélagsins, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Einn af þeim möguleikum sem flugfélagið skoðar nú af alvöru er að leita liðsinnis bankanna til þess að tryggja að lágmarksstærð yfirstandandi skuldabréfaútboðs félagsins, sem er jafnvirði um 5,5 milljarða króna, verði náð. Bankarnir þrír – Arion banki, Íslandsbanki og Landsbankinn – skoða nú hugsanlega aðkomu sína að útboðinu en ákveði þeir að leggja WOW air til það fjármagn sem upp á vantar eru vonir bundnar við að aðrir fjárfestar taki þátt í útboðinu, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Ekki liggja fyrir staðfestar upplýsingar um hve mikið fjármagn bankarnir þurfa að lána flugfélaginu, þannig að lágmarki útboðsins verði náð, en að sögn kunnugra er um að ræða milljarða króna. Bankastjórar bankanna funduðu með stjórnendum WOW air og fulltrúum Arctica Finance, ráðgjafa flugfélagsins, á skrifstofum síðastnefnda félagsins í turninum við Höfðatorg eftir hádegi í gær. Norska verðbréfafyrirtækið Pareto hefur yfirumsjón með skuldabréfaútboðinu, sem hófst í lok síðasta mánaðar, en Arctica Finance hefur hjálpað flugfélaginu við að kynna útboðið fyrir innlendum fjárfestum. Viðmælendur Fréttablaðsins, sem þekkja vel til stöðu mála, segja að stjórnendur og ráðgjafar WOW air hafi orðið bjartsýnni um framgang útboðsins eftir því sem leið á gærdaginn en unnið er að því að ljúka útboðinu – með markaðsfjármögnun – fyrir helgi. Stjórn WOW air fundaði jafnframt stíft um stöðu mála í turninum við Höfðatorg frá morgni til kvölds í gær. Þá herma heimildir Fréttablaðsins að Skúli Mogensen, forstjóri og eini hluthafi WOW air, og lögmaður flugfélagsins, Páll Rúnar Mikael Kristjánsson, hafi setið fund í húsakynnum Samkeppniseftirlitsins síðla gærdagsins. Ekki hafa fengist upplýsingar um efni fundarins. Rekstrarumhverfi WOW air hefur versnað til muna undanfarið en til marks um það spá greinendur Pareto því að félagið skili tapi upp á 3,3 milljarða króna í ár. Ekkert lát er á hækkun olíuverðs, en olíukostnaður er næststærsti kostnaðarliður flugfélagsins, og hefur hækkunin numið yfir 11 prósentum á undanförnum fjórum vikum. Fulltrúar stjórnvalda fylgjast náið með stöðunni en þeir funduðu vegna málefna WOW air um síðustu helgi. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ráðherra ferðamála, hefur sagt mikilvægt að stjórnvöld skoði afleiðingar þess að flugfélögin yrðu fyrir áföllum. Hins vegar standi ekki til að ríkið hlaupi undir bagga. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra vildu ekki tjá sig um málið. Ekki náðist í Þórdísi Kolbrúnu.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Telur að fleiri fyrirtæki muni ráðast í uppsagnir Viðskipti innlent Tuttugu manns sagt upp hjá Play Viðskipti innlent Þorbirna og Ævar til Pálsson Viðskipti innlent Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld Viðskipti innlent Ólafur Adolfsson eignast apótekið aftur Viðskipti innlent Tólf sagt upp á Siglufirði Viðskipti innlent „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Viðskipti innlent Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur S8 selst tvöfalt hraðar en forverarnir Viðskipti innlent Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Telur að fleiri fyrirtæki muni ráðast í uppsagnir Tuttugu manns sagt upp hjá Play Þorbirna og Ævar til Pálsson Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Tólf sagt upp á Siglufirði Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Eignast meirihluta í Streifeneder Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Sjá meira