Apple kynnti risastóran iPhone, ódýrari iPhone og nýtt úr Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 12. september 2018 19:02 iPhone Xs og iPhone Xs Max. Mynd/Apple Bandaríski tæknirisinn Apple kynnti í dag nýjar vörur til leiks á sérstakri kynningu í höfuðstöðvum félagsins í Kaliforníu. Kynningarinnar var beðið með mikilli eftirvæntingu. Alls voru þrjár nýjar gerðir af iPhone síma Apple kynntar auk uppfærslu á Apple Watch úri fyrirtækisins, auk ýmissa smáhluta uppfærslna.Stærsti sími Apple til þessaFastlega var gert ráð fyrir að Apple myndi kynna til leiks mun stærri síma en fyrirtækið hefur áður framleitt og reyndist það rétt. Apple kynnti stærri útgáfu af iPhone X sem kynnt var á síðasta ári og mun hún bera nafnið iPhone S MAX. Síminn er með 6,5 tommu skjá, töluvert stærri en iPhone X síminn sem er með 5,8 tommu skjá.Síminn verður með FaceID kerfi Apple sem kynnt var til leiks á síðasta ári og segir fyrirtækið að kerfið hafi verið uppfært til muna. Þá hefur innvols símans verið uppfært auk myndavélarinnar. Apple kynnti einnig til leiks uppfærslu á iPhone X sem mun bera nafnið iPhone Xs. Er hann svipaður útlits og forverinn með sömu uppfærslum og iPhone S MAX síminn, þó minni en skjárinn á MAX símanum, 5,8 tommur líkt og á iPhone X.Ódýrari útgáfanÞá kynnti Apple einnig ódýrari útgáfu af iPhone og nefnist hún iPhone Xr. Síminn líkist iPhone X símanum í útliti. Er hann úr áli, samanborið við stál í hinum símunum sem kynntir voru auk þess að hann skartar LCD skjá en ekki OLED. Þá er hann ekki jafn vatns- og rykvarinn og dýrari týpurnar. Þá er aðeins ein myndavél aftan á símanum, en ekki tvær líkt og á stærri systkinum símans. Og svo úriðApple kynnti einnig til leiks Apple Watch 4 úrið sem kemur í stað Apple Watch 3. Þar ber helst að nefna að nú nær skjárinn yfir allt yfirborð úrsins. Þá er úrið þynnra en áður auk þess sem að úrið getur numið hjartslátt mun betur en áður.Þá er úrið útbúið sérstökum fallskynjara sem skynjar hvort að sá sem ber það á sér hafi dottið. Sendir skynjarinn skilaboð á skjáinn og býður notendanum að hringja í neyðarlínuna ef þörf sé á.Þá tilkynnti Apple einnig að iOS 12, uppfærsla á snjalltækjastýrikerfi Apple verði gefin út 17. september næstkomandi og að macOS Mojave, uppfærsla á tölvustýrikerfi Apple komi út viku síðar, 24. september.Nánar má lesa um uppfærslur Apple á vefVerge,GizmodoogMacRumours Apple Tækni Tengdar fréttir Boðskort hækkaði hlutabréf í Apple Hlutabréfaverð í Apple nái nýjum hæðum í gærkvöldi. 31. ágúst 2018 07:15 Trump segir Apple að framleiða vörurnar í Bandaríkjunum til að forðast tolla á Kína Apple telur þessa tolla eiga eftir að skaða Bandaríkin meira en Kína. 8. september 2018 23:30 Apple sagt í vandræðum með heiti á nýjum útgáfum iPhone Starfsmenn Apple eru sagðir vera í vandræðum með hvað þrjár nýjar útgáfur af iPhone-símum fyrirtækisins sem kynntar verða í næsta mánuði eigi að heita. 28. ágúst 2018 10:36 Mest lesið Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Viðskipti innlent Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins Viðskipti innlent Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Viðskipti innlent Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Viðskipti innlent Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Viðskipti innlent Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Viðskipti innlent „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Viðskipti innlent Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Viðskipti innlent Óvæntur atvinnumissir: Óttinn verstur en mörg góð ráð Atvinnulíf Fleiri fréttir Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira
Bandaríski tæknirisinn Apple kynnti í dag nýjar vörur til leiks á sérstakri kynningu í höfuðstöðvum félagsins í Kaliforníu. Kynningarinnar var beðið með mikilli eftirvæntingu. Alls voru þrjár nýjar gerðir af iPhone síma Apple kynntar auk uppfærslu á Apple Watch úri fyrirtækisins, auk ýmissa smáhluta uppfærslna.Stærsti sími Apple til þessaFastlega var gert ráð fyrir að Apple myndi kynna til leiks mun stærri síma en fyrirtækið hefur áður framleitt og reyndist það rétt. Apple kynnti stærri útgáfu af iPhone X sem kynnt var á síðasta ári og mun hún bera nafnið iPhone S MAX. Síminn er með 6,5 tommu skjá, töluvert stærri en iPhone X síminn sem er með 5,8 tommu skjá.Síminn verður með FaceID kerfi Apple sem kynnt var til leiks á síðasta ári og segir fyrirtækið að kerfið hafi verið uppfært til muna. Þá hefur innvols símans verið uppfært auk myndavélarinnar. Apple kynnti einnig til leiks uppfærslu á iPhone X sem mun bera nafnið iPhone Xs. Er hann svipaður útlits og forverinn með sömu uppfærslum og iPhone S MAX síminn, þó minni en skjárinn á MAX símanum, 5,8 tommur líkt og á iPhone X.Ódýrari útgáfanÞá kynnti Apple einnig ódýrari útgáfu af iPhone og nefnist hún iPhone Xr. Síminn líkist iPhone X símanum í útliti. Er hann úr áli, samanborið við stál í hinum símunum sem kynntir voru auk þess að hann skartar LCD skjá en ekki OLED. Þá er hann ekki jafn vatns- og rykvarinn og dýrari týpurnar. Þá er aðeins ein myndavél aftan á símanum, en ekki tvær líkt og á stærri systkinum símans. Og svo úriðApple kynnti einnig til leiks Apple Watch 4 úrið sem kemur í stað Apple Watch 3. Þar ber helst að nefna að nú nær skjárinn yfir allt yfirborð úrsins. Þá er úrið þynnra en áður auk þess sem að úrið getur numið hjartslátt mun betur en áður.Þá er úrið útbúið sérstökum fallskynjara sem skynjar hvort að sá sem ber það á sér hafi dottið. Sendir skynjarinn skilaboð á skjáinn og býður notendanum að hringja í neyðarlínuna ef þörf sé á.Þá tilkynnti Apple einnig að iOS 12, uppfærsla á snjalltækjastýrikerfi Apple verði gefin út 17. september næstkomandi og að macOS Mojave, uppfærsla á tölvustýrikerfi Apple komi út viku síðar, 24. september.Nánar má lesa um uppfærslur Apple á vefVerge,GizmodoogMacRumours
Apple Tækni Tengdar fréttir Boðskort hækkaði hlutabréf í Apple Hlutabréfaverð í Apple nái nýjum hæðum í gærkvöldi. 31. ágúst 2018 07:15 Trump segir Apple að framleiða vörurnar í Bandaríkjunum til að forðast tolla á Kína Apple telur þessa tolla eiga eftir að skaða Bandaríkin meira en Kína. 8. september 2018 23:30 Apple sagt í vandræðum með heiti á nýjum útgáfum iPhone Starfsmenn Apple eru sagðir vera í vandræðum með hvað þrjár nýjar útgáfur af iPhone-símum fyrirtækisins sem kynntar verða í næsta mánuði eigi að heita. 28. ágúst 2018 10:36 Mest lesið Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Viðskipti innlent Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins Viðskipti innlent Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Viðskipti innlent Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Viðskipti innlent Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Viðskipti innlent Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Viðskipti innlent „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Viðskipti innlent Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Viðskipti innlent Óvæntur atvinnumissir: Óttinn verstur en mörg góð ráð Atvinnulíf Fleiri fréttir Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira
Boðskort hækkaði hlutabréf í Apple Hlutabréfaverð í Apple nái nýjum hæðum í gærkvöldi. 31. ágúst 2018 07:15
Trump segir Apple að framleiða vörurnar í Bandaríkjunum til að forðast tolla á Kína Apple telur þessa tolla eiga eftir að skaða Bandaríkin meira en Kína. 8. september 2018 23:30
Apple sagt í vandræðum með heiti á nýjum útgáfum iPhone Starfsmenn Apple eru sagðir vera í vandræðum með hvað þrjár nýjar útgáfur af iPhone-símum fyrirtækisins sem kynntar verða í næsta mánuði eigi að heita. 28. ágúst 2018 10:36
Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent
Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent