Lof mér að falla Hörður Ægisson skrifar 14. september 2018 07:00 Tvær tilfinningar ráða jafnan för á fjármálamarkaði. Græðgi og ótti. Við höfum orðið vitni að hvoru tveggja að undanförnu. Allt útlit er fyrir að á því verði framhald í skugga óvissu um stöðu og horfur á flugmarkaði. Miklar sveiflur hafa einkennt hlutabréfamarkaðinn síðustu daga, ekki hvað síst í tengslum við fréttir af yfirstandandi skuldabréfaútboði WOW air, og þá hefur gengi krónunnar gagnvart evru lækkað um fimm prósent frá mánaðamótum. Sú gengisveiking kann þó að ganga til baka núna þegar Skúla Mogensen, forstjóra og eina hluthafa WOW air, virðist vera að takast – þvert á væntingar margra fyrr í vikunni – að tryggja langtímafjármögnun flugfélagsins. Sá áfangi, sem allir hljóta að fagna, ætti að róa taugar fjárfesta en kastljós þeirra gæti þá hins vegar þess í stað enn á ný beinst að Icelandair. Hvernig sem fer þá er líklega erfiður vetur í vændum. Fáum hefur dulist að gengi krónunnar hefur um langt skeið verið afar sterkt á alla hefðbundna mælikvarða. Fyrir því eru eðlilegar ástæður sem endurspegla undirliggjandi efnahagsaðstæður. Ævintýralegur vöxtur í ferðaþjónustu, sem hefur fylgt mikið gjaldeyrisinnstreymi, hefur átt sinn þátt í því að ýta undir þá gengisstyrkingu en meira kemur samt til. Gríðarmikill afgangur á fjármagnsjöfnuði frá árinu 2015 hefur ekki síður skipt máli. Þar spila meðal annars inn í fjárfestingar erlendra sjóða í skráðum félögum, hækkandi lánshæfismat ríkissjóðs sem hefur ýtt undir erlendar lántökur banka og fyrirtækja og einnig áður óþekktur áhugi alþjóðlegra fjárfesta á kaupum á íslenskum fyrirtækjum í hinum ýmsu atvinnugreinum. Það var samt aðeins tímaspursmál hvenær sterkt gengi krónunnar, sem hefur verið til þess fallið að viðhalda meira jafnvægi í þjóðarbúskapnum en ella, myndi fara að hægja á hinum ósjálfbæra vexti í ferðaþjónustu. Sú þróun, sem hófst fyrir nokkrum misserum, hefur aftur ýtt undir væntingar fjárfesta um að krónan kunni að vera undir þrýstingi á næstunni. Sú skoðun þarf ekki að koma á óvart þegar litið er til þess, samhliða óvissu um horfur í ferðaþjónustu hér á landi, að lífeyrissjóðirnir eru í stórauknum mæli að fjárfesta erlendis, viðskiptaafgangurinn er að minnka hröðum skrefum en fjármagnsinnflæði í skráð hlutabréf og skuldabréf er á sama tíma að dragast verulega saman á milli ára. Þrátt fyrir nokkurra prósenta lækkun á gengi krónunnar á síðustu tveimur vikum, sem verður seint skilgreint sem einhvers konar gengisfall, þá er hún engu að síður um fimmtán prósentum sterkari en fyrir aðeins þremur árum. Kaupmáttur Íslendinga, mældur í erlendri mynt, hefur þannig sjaldnast verið meiri og Ísland er líklega orðið dýrasta land í heimi. Hin hliðin á þeim peningi, sem er síður æskileg, er þverrandi samkeppnishæfni íslensks atvinnulífs enda hefur launakostnaður á framleidda einingu hækkað margfalt meira hérlendis en í samanburði við okkar helstu samkeppnisríki á aðeins örfáum árum. Sú staða hefur þrengt verulega að rekstrarskilyrðum útflutningsatvinnuvega landsins, meðal annars flugfélaganna. Fari svo að krónan gefi eitthvað eftir á komandi misserum, sem margt bendir til, þá væri það tæpast einhver heimsendir heldur mögulega eftirsóknarverð þróun og til þess fallin að treysta stöðugleika í hagkerfinu til lengri tíma litið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Hörður Ægisson Skoðun Mest lesið Örvæntingarbandalag verklausa vinstrisins Jón Ferdínand Estherarson Skoðun Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir Skoðun Áfengi eykur líkur á sjö tegundum krabbameina Sigurdís Haraldsdóttir Skoðun Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen Skoðun Er biðin eftir ofurömmu á enda? Meyvant Þórólfsson Skoðun Reykjavík á ekki að reka byggingarfélag Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Rasismi er ekki „hægri“, hann er bara bjánalegur Elliði Vignisson Skoðun Braskmarkaðurinn Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun Hvar eru mannvinirnir? Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Stjórnmálamaður metinn að verðleikum Þórarinn Snorri Sigurgeirsson skrifar Skoðun Magnea Marinósdóttir á brýnt erindi í borgarstjórn Hörður Filippusson skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er borg allra Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Evrópa lætur ekki undan hótunum Trumps um Grænland Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Rödd ungs fólks Nanna Björt Ívarsdóttir skrifar Skoðun Eflingarfólk! Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Lesblindir sigurvegarar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Steinunn er frábær! Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen skrifar Skoðun Þegar fullveldi smáríkja er ekki lengur sjálfsagt Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Rasismi er ekki „hægri“, hann er bara bjánalegur Elliði Vignisson skrifar Skoðun Byggjum fyrir fólk Hafdís Hanna Ægisdóttir,Hjördís Sveinsdóttir,Silja Elvarsdóttir skrifar Skoðun Að brjóta glerþakið: lýðræðisleg þátttaka fólks með þroskahömlun og skyldar fatlanir Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Hvalveiðar í sviðsljósinu Elissa Phillips skrifar Skoðun Nýsköpun drifin áfram af trausti og samfélagslegri ábyrgð Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Frítt í Strætó og sund – Með fólkið í forgrunni Ellen Calmon skrifar Skoðun Mun samfélagsmiðlabann skaða unglingsdrengi? Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarbandalag verklausa vinstrisins Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hver spurði þig? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Þöggunin sem enginn viðurkennir Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Borgarlína á Suðurlandsbraut: 345 stæði hverfa eða ónýtast Friðjón Friðjónsson skrifar Skoðun Að byggja upp flæði og traust í heilbrigðiskerfinu Sandra B. Franks skrifar Skoðun Ég elska strætó Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Þróunarsamvinna eflir öryggi og varnir Íslands Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Hrönn Svansdóttir,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Braskmarkaðurinn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík á ekki að reka byggingarfélag Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Þúsund klifurbörn í frjálsu falli Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Þegar engin önnur leið er fær Rebekka Maren Þórarinsdóttir skrifar Sjá meira
Tvær tilfinningar ráða jafnan för á fjármálamarkaði. Græðgi og ótti. Við höfum orðið vitni að hvoru tveggja að undanförnu. Allt útlit er fyrir að á því verði framhald í skugga óvissu um stöðu og horfur á flugmarkaði. Miklar sveiflur hafa einkennt hlutabréfamarkaðinn síðustu daga, ekki hvað síst í tengslum við fréttir af yfirstandandi skuldabréfaútboði WOW air, og þá hefur gengi krónunnar gagnvart evru lækkað um fimm prósent frá mánaðamótum. Sú gengisveiking kann þó að ganga til baka núna þegar Skúla Mogensen, forstjóra og eina hluthafa WOW air, virðist vera að takast – þvert á væntingar margra fyrr í vikunni – að tryggja langtímafjármögnun flugfélagsins. Sá áfangi, sem allir hljóta að fagna, ætti að róa taugar fjárfesta en kastljós þeirra gæti þá hins vegar þess í stað enn á ný beinst að Icelandair. Hvernig sem fer þá er líklega erfiður vetur í vændum. Fáum hefur dulist að gengi krónunnar hefur um langt skeið verið afar sterkt á alla hefðbundna mælikvarða. Fyrir því eru eðlilegar ástæður sem endurspegla undirliggjandi efnahagsaðstæður. Ævintýralegur vöxtur í ferðaþjónustu, sem hefur fylgt mikið gjaldeyrisinnstreymi, hefur átt sinn þátt í því að ýta undir þá gengisstyrkingu en meira kemur samt til. Gríðarmikill afgangur á fjármagnsjöfnuði frá árinu 2015 hefur ekki síður skipt máli. Þar spila meðal annars inn í fjárfestingar erlendra sjóða í skráðum félögum, hækkandi lánshæfismat ríkissjóðs sem hefur ýtt undir erlendar lántökur banka og fyrirtækja og einnig áður óþekktur áhugi alþjóðlegra fjárfesta á kaupum á íslenskum fyrirtækjum í hinum ýmsu atvinnugreinum. Það var samt aðeins tímaspursmál hvenær sterkt gengi krónunnar, sem hefur verið til þess fallið að viðhalda meira jafnvægi í þjóðarbúskapnum en ella, myndi fara að hægja á hinum ósjálfbæra vexti í ferðaþjónustu. Sú þróun, sem hófst fyrir nokkrum misserum, hefur aftur ýtt undir væntingar fjárfesta um að krónan kunni að vera undir þrýstingi á næstunni. Sú skoðun þarf ekki að koma á óvart þegar litið er til þess, samhliða óvissu um horfur í ferðaþjónustu hér á landi, að lífeyrissjóðirnir eru í stórauknum mæli að fjárfesta erlendis, viðskiptaafgangurinn er að minnka hröðum skrefum en fjármagnsinnflæði í skráð hlutabréf og skuldabréf er á sama tíma að dragast verulega saman á milli ára. Þrátt fyrir nokkurra prósenta lækkun á gengi krónunnar á síðustu tveimur vikum, sem verður seint skilgreint sem einhvers konar gengisfall, þá er hún engu að síður um fimmtán prósentum sterkari en fyrir aðeins þremur árum. Kaupmáttur Íslendinga, mældur í erlendri mynt, hefur þannig sjaldnast verið meiri og Ísland er líklega orðið dýrasta land í heimi. Hin hliðin á þeim peningi, sem er síður æskileg, er þverrandi samkeppnishæfni íslensks atvinnulífs enda hefur launakostnaður á framleidda einingu hækkað margfalt meira hérlendis en í samanburði við okkar helstu samkeppnisríki á aðeins örfáum árum. Sú staða hefur þrengt verulega að rekstrarskilyrðum útflutningsatvinnuvega landsins, meðal annars flugfélaganna. Fari svo að krónan gefi eitthvað eftir á komandi misserum, sem margt bendir til, þá væri það tæpast einhver heimsendir heldur mögulega eftirsóknarverð þróun og til þess fallin að treysta stöðugleika í hagkerfinu til lengri tíma litið.
Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen Skoðun
Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun
Skoðun Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen skrifar
Skoðun Að brjóta glerþakið: lýðræðisleg þátttaka fólks með þroskahömlun og skyldar fatlanir Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Nýsköpun drifin áfram af trausti og samfélagslegri ábyrgð Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson skrifar
Skoðun Þróunarsamvinna eflir öryggi og varnir Íslands Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Hrönn Svansdóttir,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Steinunn Þórðardóttir skrifar
Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen Skoðun
Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun