Lof mér að falla Hörður Ægisson skrifar 14. september 2018 07:00 Tvær tilfinningar ráða jafnan för á fjármálamarkaði. Græðgi og ótti. Við höfum orðið vitni að hvoru tveggja að undanförnu. Allt útlit er fyrir að á því verði framhald í skugga óvissu um stöðu og horfur á flugmarkaði. Miklar sveiflur hafa einkennt hlutabréfamarkaðinn síðustu daga, ekki hvað síst í tengslum við fréttir af yfirstandandi skuldabréfaútboði WOW air, og þá hefur gengi krónunnar gagnvart evru lækkað um fimm prósent frá mánaðamótum. Sú gengisveiking kann þó að ganga til baka núna þegar Skúla Mogensen, forstjóra og eina hluthafa WOW air, virðist vera að takast – þvert á væntingar margra fyrr í vikunni – að tryggja langtímafjármögnun flugfélagsins. Sá áfangi, sem allir hljóta að fagna, ætti að róa taugar fjárfesta en kastljós þeirra gæti þá hins vegar þess í stað enn á ný beinst að Icelandair. Hvernig sem fer þá er líklega erfiður vetur í vændum. Fáum hefur dulist að gengi krónunnar hefur um langt skeið verið afar sterkt á alla hefðbundna mælikvarða. Fyrir því eru eðlilegar ástæður sem endurspegla undirliggjandi efnahagsaðstæður. Ævintýralegur vöxtur í ferðaþjónustu, sem hefur fylgt mikið gjaldeyrisinnstreymi, hefur átt sinn þátt í því að ýta undir þá gengisstyrkingu en meira kemur samt til. Gríðarmikill afgangur á fjármagnsjöfnuði frá árinu 2015 hefur ekki síður skipt máli. Þar spila meðal annars inn í fjárfestingar erlendra sjóða í skráðum félögum, hækkandi lánshæfismat ríkissjóðs sem hefur ýtt undir erlendar lántökur banka og fyrirtækja og einnig áður óþekktur áhugi alþjóðlegra fjárfesta á kaupum á íslenskum fyrirtækjum í hinum ýmsu atvinnugreinum. Það var samt aðeins tímaspursmál hvenær sterkt gengi krónunnar, sem hefur verið til þess fallið að viðhalda meira jafnvægi í þjóðarbúskapnum en ella, myndi fara að hægja á hinum ósjálfbæra vexti í ferðaþjónustu. Sú þróun, sem hófst fyrir nokkrum misserum, hefur aftur ýtt undir væntingar fjárfesta um að krónan kunni að vera undir þrýstingi á næstunni. Sú skoðun þarf ekki að koma á óvart þegar litið er til þess, samhliða óvissu um horfur í ferðaþjónustu hér á landi, að lífeyrissjóðirnir eru í stórauknum mæli að fjárfesta erlendis, viðskiptaafgangurinn er að minnka hröðum skrefum en fjármagnsinnflæði í skráð hlutabréf og skuldabréf er á sama tíma að dragast verulega saman á milli ára. Þrátt fyrir nokkurra prósenta lækkun á gengi krónunnar á síðustu tveimur vikum, sem verður seint skilgreint sem einhvers konar gengisfall, þá er hún engu að síður um fimmtán prósentum sterkari en fyrir aðeins þremur árum. Kaupmáttur Íslendinga, mældur í erlendri mynt, hefur þannig sjaldnast verið meiri og Ísland er líklega orðið dýrasta land í heimi. Hin hliðin á þeim peningi, sem er síður æskileg, er þverrandi samkeppnishæfni íslensks atvinnulífs enda hefur launakostnaður á framleidda einingu hækkað margfalt meira hérlendis en í samanburði við okkar helstu samkeppnisríki á aðeins örfáum árum. Sú staða hefur þrengt verulega að rekstrarskilyrðum útflutningsatvinnuvega landsins, meðal annars flugfélaganna. Fari svo að krónan gefi eitthvað eftir á komandi misserum, sem margt bendir til, þá væri það tæpast einhver heimsendir heldur mögulega eftirsóknarverð þróun og til þess fallin að treysta stöðugleika í hagkerfinu til lengri tíma litið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Hörður Ægisson Skoðun Mest lesið Kirkjur og kynfræðsla Bjarni Karlsson Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson Skoðun Lesum meira með börnunum okkar Steinn Jóhannsson Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Íbúðalán Landsbankans og fyrstu kaupendur Helgi Teitur Helgason Skoðun Að læra íslensku sem annað mál: ný brú milli íslensku og ensku Guðrún Nordal Skoðun Barnvæn borg byggist á traustu leikskólakerfi Stefán Pettersson Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir Skoðun Núll mínútur og þrjátíuogeittþúsund Grétar Birgisson Skoðun Ójöfnuður í fjármögnun nýsköpunarverkefna Elinóra Inga Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íbúðalán Landsbankans og fyrstu kaupendur Helgi Teitur Helgason skrifar Skoðun Að læra íslensku sem annað mál: ný brú milli íslensku og ensku Guðrún Nordal skrifar Skoðun Hamona Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ógn og ofbeldi á vinnustöðum – hvað er til ráða Gísli Níls Einarsson skrifar Skoðun Lesum meira með börnunum okkar Steinn Jóhannsson skrifar Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson skrifar Skoðun Núll mínútur og þrjátíuogeittþúsund Grétar Birgisson skrifar Skoðun Barnvæn borg byggist á traustu leikskólakerfi Stefán Pettersson skrifar Skoðun Kirkjur og kynfræðsla Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ójöfnuður í fjármögnun nýsköpunarverkefna Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þjóð án máls – hver þegir, hver fær að tala? Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lýðræði og samfélagsmiðlar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks skrifar Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Samfélag sem stendur saman Benóný Valur Jakobsson skrifar Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson skrifar Skoðun Hver er að væla? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke skrifar Sjá meira
Tvær tilfinningar ráða jafnan för á fjármálamarkaði. Græðgi og ótti. Við höfum orðið vitni að hvoru tveggja að undanförnu. Allt útlit er fyrir að á því verði framhald í skugga óvissu um stöðu og horfur á flugmarkaði. Miklar sveiflur hafa einkennt hlutabréfamarkaðinn síðustu daga, ekki hvað síst í tengslum við fréttir af yfirstandandi skuldabréfaútboði WOW air, og þá hefur gengi krónunnar gagnvart evru lækkað um fimm prósent frá mánaðamótum. Sú gengisveiking kann þó að ganga til baka núna þegar Skúla Mogensen, forstjóra og eina hluthafa WOW air, virðist vera að takast – þvert á væntingar margra fyrr í vikunni – að tryggja langtímafjármögnun flugfélagsins. Sá áfangi, sem allir hljóta að fagna, ætti að róa taugar fjárfesta en kastljós þeirra gæti þá hins vegar þess í stað enn á ný beinst að Icelandair. Hvernig sem fer þá er líklega erfiður vetur í vændum. Fáum hefur dulist að gengi krónunnar hefur um langt skeið verið afar sterkt á alla hefðbundna mælikvarða. Fyrir því eru eðlilegar ástæður sem endurspegla undirliggjandi efnahagsaðstæður. Ævintýralegur vöxtur í ferðaþjónustu, sem hefur fylgt mikið gjaldeyrisinnstreymi, hefur átt sinn þátt í því að ýta undir þá gengisstyrkingu en meira kemur samt til. Gríðarmikill afgangur á fjármagnsjöfnuði frá árinu 2015 hefur ekki síður skipt máli. Þar spila meðal annars inn í fjárfestingar erlendra sjóða í skráðum félögum, hækkandi lánshæfismat ríkissjóðs sem hefur ýtt undir erlendar lántökur banka og fyrirtækja og einnig áður óþekktur áhugi alþjóðlegra fjárfesta á kaupum á íslenskum fyrirtækjum í hinum ýmsu atvinnugreinum. Það var samt aðeins tímaspursmál hvenær sterkt gengi krónunnar, sem hefur verið til þess fallið að viðhalda meira jafnvægi í þjóðarbúskapnum en ella, myndi fara að hægja á hinum ósjálfbæra vexti í ferðaþjónustu. Sú þróun, sem hófst fyrir nokkrum misserum, hefur aftur ýtt undir væntingar fjárfesta um að krónan kunni að vera undir þrýstingi á næstunni. Sú skoðun þarf ekki að koma á óvart þegar litið er til þess, samhliða óvissu um horfur í ferðaþjónustu hér á landi, að lífeyrissjóðirnir eru í stórauknum mæli að fjárfesta erlendis, viðskiptaafgangurinn er að minnka hröðum skrefum en fjármagnsinnflæði í skráð hlutabréf og skuldabréf er á sama tíma að dragast verulega saman á milli ára. Þrátt fyrir nokkurra prósenta lækkun á gengi krónunnar á síðustu tveimur vikum, sem verður seint skilgreint sem einhvers konar gengisfall, þá er hún engu að síður um fimmtán prósentum sterkari en fyrir aðeins þremur árum. Kaupmáttur Íslendinga, mældur í erlendri mynt, hefur þannig sjaldnast verið meiri og Ísland er líklega orðið dýrasta land í heimi. Hin hliðin á þeim peningi, sem er síður æskileg, er þverrandi samkeppnishæfni íslensks atvinnulífs enda hefur launakostnaður á framleidda einingu hækkað margfalt meira hérlendis en í samanburði við okkar helstu samkeppnisríki á aðeins örfáum árum. Sú staða hefur þrengt verulega að rekstrarskilyrðum útflutningsatvinnuvega landsins, meðal annars flugfélaganna. Fari svo að krónan gefi eitthvað eftir á komandi misserum, sem margt bendir til, þá væri það tæpast einhver heimsendir heldur mögulega eftirsóknarverð þróun og til þess fallin að treysta stöðugleika í hagkerfinu til lengri tíma litið.
Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir Skoðun
Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir Skoðun