Hydro hættir við 35 milljarða kaup á álverinu í Straumsvík Stefán Ó. Jónsson skrifar 14. september 2018 12:33 Rio Tinto rekur álverið í Straumsvík. VÍSIR/VILHELM Norska álfyrirtækið Norsk Hydro ASA hefur hætt við kaup sín á álverinu í Straumsvík. Álfyrirtækið gerði í febrúar síðastliðnum bindandi kauptilboð í álverið ISAL í Straumsvík af Rio Tinto. Kauptilboðið innhélt einnig eignarhluti Rio Tinto í hollenska skautaframleiðandanum Aluchemi og sænska fyrirtækinu Aluflour sem framleiðir álflúoríð. Tilboð Norsk Hydro kom í kjölfar ákvörðunar Rio Tinto að endurskoða eignarhald sitt á ISAL og hljóðaði það upp á 345 milljónir dala, 35 milljarða króna á gengi þess tíma. Búist var við því að ferlinu myndi ljúka á öðrum ársfjórðungi þessa árs. Í frétt á vef Norsk Hydro segir hins vegar að nú hafi verið hætt við kaupin. Uppfylla hafi þurft fjölda skilyrða, til að mynda frá samkeppnisyfirvöldum og íslenskum stjórnvöldum, og það hafi tekið lengri tíma en áætlað var að hljóta náð fyrir augum evrópska samkeppniseftirlitsins. „Eftir að hafa kannað aðrar tímalínur, útkomur og úrvinnslu fór Hydro fram á að það að hætt yrði við viðskiptin,“ segir í fréttinni. Báðir aðilar hafa gengið að riftuninni. Hydro mun áfram fara með 46,7 prósenta eignarhlut í Aluchemie. Stóriðja Tengdar fréttir Hydro gerir kauptilboð í álverið í Straumsvík Norski álframleiðandinn Norsk Hydro ASA hefur gert skuldbindandi tilboð um kaup á öllu útgefnu hlutafé í álverksmiðjunni ISAL af Rio Tinto. 26. febrúar 2018 09:39 Norsk Hydro segir álverið í Straumsvík til framtíðar Norska félagið Hydro lítur á kaupin á ÍSAL sem framtíðarfjárfestingu, en tilkynnt var í dag um bindandi kauptilboð í þetta elsta álver Íslands. 26. febrúar 2018 21:15 Afkoma álversins í Straumsvík batnar Álver Rio Tinto Alcan í Straumsvík tapaði tæpum 393 þúsund dölum eða sem jafngildir 43 milljónum króna í fyrra, samkvæmt nýbirtum ársreikningi félagsins. 20. júní 2018 06:00 Mest lesið Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Viðskipti innlent Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Viðskipti innlent Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Viðskipti innlent Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Viðskipti innlent Snjallsímar tróna enn á toppnum í jólakönnun ELKO Samstarf Fleiri fréttir Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sjá meira
Norska álfyrirtækið Norsk Hydro ASA hefur hætt við kaup sín á álverinu í Straumsvík. Álfyrirtækið gerði í febrúar síðastliðnum bindandi kauptilboð í álverið ISAL í Straumsvík af Rio Tinto. Kauptilboðið innhélt einnig eignarhluti Rio Tinto í hollenska skautaframleiðandanum Aluchemi og sænska fyrirtækinu Aluflour sem framleiðir álflúoríð. Tilboð Norsk Hydro kom í kjölfar ákvörðunar Rio Tinto að endurskoða eignarhald sitt á ISAL og hljóðaði það upp á 345 milljónir dala, 35 milljarða króna á gengi þess tíma. Búist var við því að ferlinu myndi ljúka á öðrum ársfjórðungi þessa árs. Í frétt á vef Norsk Hydro segir hins vegar að nú hafi verið hætt við kaupin. Uppfylla hafi þurft fjölda skilyrða, til að mynda frá samkeppnisyfirvöldum og íslenskum stjórnvöldum, og það hafi tekið lengri tíma en áætlað var að hljóta náð fyrir augum evrópska samkeppniseftirlitsins. „Eftir að hafa kannað aðrar tímalínur, útkomur og úrvinnslu fór Hydro fram á að það að hætt yrði við viðskiptin,“ segir í fréttinni. Báðir aðilar hafa gengið að riftuninni. Hydro mun áfram fara með 46,7 prósenta eignarhlut í Aluchemie.
Stóriðja Tengdar fréttir Hydro gerir kauptilboð í álverið í Straumsvík Norski álframleiðandinn Norsk Hydro ASA hefur gert skuldbindandi tilboð um kaup á öllu útgefnu hlutafé í álverksmiðjunni ISAL af Rio Tinto. 26. febrúar 2018 09:39 Norsk Hydro segir álverið í Straumsvík til framtíðar Norska félagið Hydro lítur á kaupin á ÍSAL sem framtíðarfjárfestingu, en tilkynnt var í dag um bindandi kauptilboð í þetta elsta álver Íslands. 26. febrúar 2018 21:15 Afkoma álversins í Straumsvík batnar Álver Rio Tinto Alcan í Straumsvík tapaði tæpum 393 þúsund dölum eða sem jafngildir 43 milljónum króna í fyrra, samkvæmt nýbirtum ársreikningi félagsins. 20. júní 2018 06:00 Mest lesið Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Viðskipti innlent Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Viðskipti innlent Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Viðskipti innlent Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Viðskipti innlent Snjallsímar tróna enn á toppnum í jólakönnun ELKO Samstarf Fleiri fréttir Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sjá meira
Hydro gerir kauptilboð í álverið í Straumsvík Norski álframleiðandinn Norsk Hydro ASA hefur gert skuldbindandi tilboð um kaup á öllu útgefnu hlutafé í álverksmiðjunni ISAL af Rio Tinto. 26. febrúar 2018 09:39
Norsk Hydro segir álverið í Straumsvík til framtíðar Norska félagið Hydro lítur á kaupin á ÍSAL sem framtíðarfjárfestingu, en tilkynnt var í dag um bindandi kauptilboð í þetta elsta álver Íslands. 26. febrúar 2018 21:15
Afkoma álversins í Straumsvík batnar Álver Rio Tinto Alcan í Straumsvík tapaði tæpum 393 þúsund dölum eða sem jafngildir 43 milljónum króna í fyrra, samkvæmt nýbirtum ársreikningi félagsins. 20. júní 2018 06:00