Sæhrímnir og íslenskur fjármálamarkaður Katrín Júlíusdóttir skrifar 19. september 2018 09:00 Sæhrímnir heitir gölturinn sem einherjar og æsir í Valhöll hafa sér til matar. Honum er slátrað á hverjum degi en er alltaf heill að kvöldi og aldrei er svo mikill mannfjöldi í Valhöll, að þeim endist ekki flesk galtarins. Stundum hvarflar það að manni að stjórnmálamenn og álitsgjafar gangi út frá því sem vísu að íslensk fjármálafyrirtæki búi yfir sömu eiginleikum og hinn goðsagnakenndi göltur: Þau geti borið allar þær byrðar sem á þau eru lagðar án þess að það hafi nokkur áhrif á getu þeirra til að sinna hlutverki sínu í hagkerfinu. Það er fjarri lagi. Aðildarfélög Samtaka fjármálafyrirtækja (SFF) hafa verið að greiða um 35 til 40 milljarða króna í opinber gjöld á ári hverju undanfarið en samanlagt greiðir fjármálageirinn um 50 milljarða til ríkisins. Í skýrslu fjármála- og efnahagsmálaráðherra um skatttekjur, skattrannsóknir og skatteftirlit sem lögð var fyrir 147. löggjafarþing er þróun opinberra gjalda lögaðila skipt eftir atvinnugreinaflokkum borin saman. Þar sést að fyrirtæki í fjármála- og vátryggingastarfsemi bera langþyngstu byrðarnar þegar kemur að innheimtu opinberra gjalda en þau borga tæplega þriðjung allra opinberra gjalda hér á landi. Í raun er hlutfallið enn hærra þegar hlutur hins opinbera er tekinn úr jöfnunni.Hæsta framlagið Framlag fjármálafyrirtækja hefur þannig aukist verulega þegar kemur að innheimtu opinberra gjalda og skattheimtu. Hefur heildarhlutur fjármála- og vátryggingafyrirtækja þegar kemur að greiðslu opinberra gjalda aukist um 233% frá árinu 2010. Til þess að varpa ljósi á þá staðreynd að þessi aukning er ekki tilkomin vegna aukinna umsvifa heldur vegna aukningar á álögum má benda á þróun tekjuskattsstofnsins. Hann hefur þannig aðeins aukist um 79% frá árinu 2010 hjá fjármála og vátryggingafyrirtækjum Þessi skattheimta er meðal annars tilkomin vegna fjölda sérskatta sem eru lagðir á aðildarfélög SFF og eru ekki tekjutengdir. Af ótekjutengdum sköttum er bankaskatturinn svokallaði þungbærastur. Bankaskatturinn er íþyngjandi skattur sem skaðar hagsmuni viðskiptavina einnar tegundar lánafyrirtækja og grefur undan hagsmunum ríkisins sem stærsta eiganda fjármálakerfisins. Sökum þessa er brýnt að afnema skattinn í stað þess að lækka hann í áföngum á árunum 2020 til 2023 í upphaflegt hlutfall. Afnám skattsins væri skilvirk leið fyrir stjórnvöld til þessa ná niður vaxtastiginu sem heimilum og fyrirtækjum stendur til boða í bankakerfinu. Sjái stjórnvöld sér ekki fært að afnema skattinn er eðlileg krafa að hann verði lagður á alla þá sem stunda útlánastarfsemi til þess að jafna þau kjör sem ólíkum einstaklingum og heimilum stendur til boða á lánamarkaði.Ójöfn samkeppni Þetta óheilbrigða samkeppnisumhverfi hefur haft verulegar afleiðingar á lánamarkaði. Hin þunga sókn lífeyrissjóða inn á fasteignalánamarkaðinn hófst af fullum þunga eftir að bankaskatturinn var hækkaður. Lífeyrissjóðir greiða hvorki bankaskatt né tekjuskatt og geta því boðið hagstæðari kjör en bankarnir. Þau kjör standa ekki öllum til boða þar sem hámark veðsetningar er lægra hjá lífeyrissjóðum en bönkum. Þetta þýðir með öðrum orðum að hinum eignamestu standa til boða hagstæðari kjör lífeyrissjóða sem ekki þurfa að greiða bankaskatt á meðan hinir eignaminni og fyrstu kaupendur þurfa í raun að bera bankaskattinn. Í aðdraganda kjarasamninga hefur nokkuð verið rætt um mikilvægi þess að ná niður vaxtastiginu og þar af leiðandi fjármagnskostnaði heimila og fyrirtækja. Ein leið til þess væri að fella niður bankaskattinn og ráðast í endurskoðun á skattastefnu stjórnvalda gagnvart fjármálafyrirtækjum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Katrín Júlíusdóttir Mest lesið Komið gott! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir Skoðun Örorkubyrði og örorkuframlag lífeyrissjóða Björgvin Jón Bjarnason Skoðun Skrift er málið Guðbjörg Rut Þórisdóttir Skoðun Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks Skoðun Viltu hafa jákvæð áhrif þegar þú ferðast? Ásdís Guðmundsdóttir Skoðun Gegn áætluðu kílómetragjaldi stjórnvalda á bifhjól Matthías Arngrímsson Skoðun Tillaga um hærri vörugjöld á mótorhjól er skref aftur á bak Unnar Már Magnússon Skoðun Takk Vigdís! Takk Guðni! Takk Halla! — Takk þjóð! Hjörtur Hjartarson Skoðun Krefjandi tímar í veitingageiranum Einar Bárðarson Skoðun Skoðun Skoðun Sköpum samfélag fyrir börn Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Skrift er málið Guðbjörg Rut Þórisdóttir skrifar Skoðun Viltu hafa jákvæð áhrif þegar þú ferðast? Ásdís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir skrifar Skoðun Örorkubyrði og örorkuframlag lífeyrissjóða Björgvin Jón Bjarnason skrifar Skoðun Komið gott! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Gegn áætluðu kílómetragjaldi stjórnvalda á bifhjól Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Tillaga um hærri vörugjöld á mótorhjól er skref aftur á bak Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Hvernig hugsar þú um hreint vatn? Lovísa Árnadóttir skrifar Skoðun Takk Vigdís! Takk Guðni! Takk Halla! — Takk þjóð! Hjörtur Hjartarson skrifar Skoðun Blóðmerar - skeytingarleysi hinna þriggja valda Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Krefjandi tímar í veitingageiranum Einar Bárðarson skrifar Skoðun Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar Skoðun Silfurfat Samfylkingarinnar Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Véfréttir og villuljós Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun „Fór í útkall“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar Skoðun Fjölþátta ógnarstjórn Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar Skoðun ,,Mig langar svo bara að geta kennt þessum 25 börnum“ Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Mér kvíðir slæm íslenska ungmenna Elín Karlsdóttir skrifar Skoðun Íþróttahreyfingin stefnir í gjaldþrot!! Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Læknaeiðurinn og dánaraðstoð: Hvað þýðir „að valda ekki skaða“? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Takk Sigurður Ingi Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Krónan býr sig ekki til sjálf Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason skrifar Sjá meira
Sæhrímnir heitir gölturinn sem einherjar og æsir í Valhöll hafa sér til matar. Honum er slátrað á hverjum degi en er alltaf heill að kvöldi og aldrei er svo mikill mannfjöldi í Valhöll, að þeim endist ekki flesk galtarins. Stundum hvarflar það að manni að stjórnmálamenn og álitsgjafar gangi út frá því sem vísu að íslensk fjármálafyrirtæki búi yfir sömu eiginleikum og hinn goðsagnakenndi göltur: Þau geti borið allar þær byrðar sem á þau eru lagðar án þess að það hafi nokkur áhrif á getu þeirra til að sinna hlutverki sínu í hagkerfinu. Það er fjarri lagi. Aðildarfélög Samtaka fjármálafyrirtækja (SFF) hafa verið að greiða um 35 til 40 milljarða króna í opinber gjöld á ári hverju undanfarið en samanlagt greiðir fjármálageirinn um 50 milljarða til ríkisins. Í skýrslu fjármála- og efnahagsmálaráðherra um skatttekjur, skattrannsóknir og skatteftirlit sem lögð var fyrir 147. löggjafarþing er þróun opinberra gjalda lögaðila skipt eftir atvinnugreinaflokkum borin saman. Þar sést að fyrirtæki í fjármála- og vátryggingastarfsemi bera langþyngstu byrðarnar þegar kemur að innheimtu opinberra gjalda en þau borga tæplega þriðjung allra opinberra gjalda hér á landi. Í raun er hlutfallið enn hærra þegar hlutur hins opinbera er tekinn úr jöfnunni.Hæsta framlagið Framlag fjármálafyrirtækja hefur þannig aukist verulega þegar kemur að innheimtu opinberra gjalda og skattheimtu. Hefur heildarhlutur fjármála- og vátryggingafyrirtækja þegar kemur að greiðslu opinberra gjalda aukist um 233% frá árinu 2010. Til þess að varpa ljósi á þá staðreynd að þessi aukning er ekki tilkomin vegna aukinna umsvifa heldur vegna aukningar á álögum má benda á þróun tekjuskattsstofnsins. Hann hefur þannig aðeins aukist um 79% frá árinu 2010 hjá fjármála og vátryggingafyrirtækjum Þessi skattheimta er meðal annars tilkomin vegna fjölda sérskatta sem eru lagðir á aðildarfélög SFF og eru ekki tekjutengdir. Af ótekjutengdum sköttum er bankaskatturinn svokallaði þungbærastur. Bankaskatturinn er íþyngjandi skattur sem skaðar hagsmuni viðskiptavina einnar tegundar lánafyrirtækja og grefur undan hagsmunum ríkisins sem stærsta eiganda fjármálakerfisins. Sökum þessa er brýnt að afnema skattinn í stað þess að lækka hann í áföngum á árunum 2020 til 2023 í upphaflegt hlutfall. Afnám skattsins væri skilvirk leið fyrir stjórnvöld til þessa ná niður vaxtastiginu sem heimilum og fyrirtækjum stendur til boða í bankakerfinu. Sjái stjórnvöld sér ekki fært að afnema skattinn er eðlileg krafa að hann verði lagður á alla þá sem stunda útlánastarfsemi til þess að jafna þau kjör sem ólíkum einstaklingum og heimilum stendur til boða á lánamarkaði.Ójöfn samkeppni Þetta óheilbrigða samkeppnisumhverfi hefur haft verulegar afleiðingar á lánamarkaði. Hin þunga sókn lífeyrissjóða inn á fasteignalánamarkaðinn hófst af fullum þunga eftir að bankaskatturinn var hækkaður. Lífeyrissjóðir greiða hvorki bankaskatt né tekjuskatt og geta því boðið hagstæðari kjör en bankarnir. Þau kjör standa ekki öllum til boða þar sem hámark veðsetningar er lægra hjá lífeyrissjóðum en bönkum. Þetta þýðir með öðrum orðum að hinum eignamestu standa til boða hagstæðari kjör lífeyrissjóða sem ekki þurfa að greiða bankaskatt á meðan hinir eignaminni og fyrstu kaupendur þurfa í raun að bera bankaskattinn. Í aðdraganda kjarasamninga hefur nokkuð verið rætt um mikilvægi þess að ná niður vaxtastiginu og þar af leiðandi fjármagnskostnaði heimila og fyrirtækja. Ein leið til þess væri að fella niður bankaskattinn og ráðast í endurskoðun á skattastefnu stjórnvalda gagnvart fjármálafyrirtækjum.
Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar
Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar
Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar