Tækifærin í markvissri markaðssókn Inga Hlín Pálsdóttir skrifar 19. september 2018 14:09 Í upphafi árs fór Íslandsstofa af stað með markaðsverkefni í samvinnu við stjórnvöld og íslensk útflutningsfyrirtæki til að nýta þann meðbyr sem fyrirsjáanlegt var að Ísland myndi njóta í aðdraganda heimsmeistaramótsins í knattspyrnu. Ákveðið var að nýta kastljósið til þess að skerpa á sameiginlegri kynningu á landi og þjóð undir merkjum Inspired by Iceland. Tilgangur verkefnisins snýr að því að auka vitund um Ísland sem góðan stað til þess að heimsækja, sem upprunaland gæða í matvælum, vörum og framleiðslu og sem tilvalinn stað fyrir fjárfestingar og viðskipti. Markaðsstarfinu var beint gegn markhópi sem er m.a. tilbúinn að borga meira fyrir gæði og þjónustu og tilbúinn að upplifa framandi náttúru og menningu. Áhersluþættir í markaðsstarfinu snúa að gæðum, sköpunarkrafti, ábyrgð, nýsköpun, orku og sjálfbærni. Boðleiðir Íslandsstofu hafa verið nýttar til hins ítrasta s.s. almannatengsl, fjölmiðlaferðir, samfélagsmiðlar, auglýsingar, sýningar, viðskiptasendinefndir og tengslastarf. Markaðsherferðin hófst í mars þegar forseti Íslands og forsetafrú buðu heiminum að vera með í Team Iceland. Í framhaldinu var unnið markvisst að því að koma skilaboðum verkefnisins á framfæri gegnum samfélagsmiðla og almannatengsl. Skipulagðar voru m.a. sex blaðamanna- og áhrifavaldaferðir þar sem áherslan var á valda þætti s.s. þróun knattspyrnu, ferðaþjónustuna, fjárfestingar og nýsköpun, auk þess sem einstakir landshlutar voru kynntir sérstaklega. Þá var farið á fjölda vöru- og sölusýninga þar sem skilaboðin voru kynnt. Sendiráð Íslands og utanríkisþjónustan skipulögðu einnig fjölda viðburða í sendiráðunum. Í tengslum við fyrsta leik Íslands á mótinu var haldin samkoma í Viðey þar sem blaðamönnum og heppnum meðlimum úr Team Iceland var boðið að njóta matar frá kokkalandsliðinu og upplifa íslenska tónlistarveislu. Markaðsaðgerðir hafa gengið afar vel og hafa nú um 13 milljón manns séð myndbönd sem gerð voru í tengslum við herferðina. Um 390 blaðagreinar hafa birst um verkefnið í erlendum miðlum og um 53.000 manns skráðu sig beint í Team Iceland frá 196 þjóðum. Verkefninu er hins vegar hvergi nærri lokið og verður framhaldið kynnt núna á opnum fundi, þriðjudaginn 25. september á Radisson Blu Hótel Sögu kl. 11-12. Það hefur skipt miklu máli að ná víðtæku samstarfi fyrirtækja og stjórnvalda í verkefninu og kynna Ísland undir sameiginlegum hatti í tengslum við svo stóran viðburð. Vonir standa til þess að það verði enn frekara framhald á þessu samstarfi til framtíðar. Þannig næst slagkraftur í samkeppni okkar við aðrar þjóðir og tækifæri til markvissrar markaðssóknar fyrir land og þjóð. Inga Hlín Pálsdóttir, forstöðumaður hjá Íslandsstofu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Inga Hlín Pálsdóttir Mest lesið Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Það sem má alls ekki tala um... Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Halldór 9.11.2024 Halldór Rekin út fyrir að vera kennari Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson Skoðun Skoðun Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit skrifar Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson skrifar Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Verðmæti leikskólans Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas skrifar Skoðun Heilbrigð sál í hraustum líkama Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Reiknileikni Sambandsins Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Vegurinn heim Tinna Rún Snorradóttir skrifar Skoðun Framsókn setur heimilin í fyrsta sæti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Allt mannanna verk - orkuöryggi á Íslandi Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvert er planið? Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Íslenskan heldur velli Stefán Atli Rúnarsson,Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Ný gömul menntastefna Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Krafa um árangur í atvinnu- og samgöngumálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn fjölskyldunnar Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Píratar standa með fólki í vímuefnavanda Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Lenda menn í fangelsi eftir misheppnaða skólagöngu? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun Andlát ungrar manneskju hefur gáruáhrif á allt samfélagið Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Sjá meira
Í upphafi árs fór Íslandsstofa af stað með markaðsverkefni í samvinnu við stjórnvöld og íslensk útflutningsfyrirtæki til að nýta þann meðbyr sem fyrirsjáanlegt var að Ísland myndi njóta í aðdraganda heimsmeistaramótsins í knattspyrnu. Ákveðið var að nýta kastljósið til þess að skerpa á sameiginlegri kynningu á landi og þjóð undir merkjum Inspired by Iceland. Tilgangur verkefnisins snýr að því að auka vitund um Ísland sem góðan stað til þess að heimsækja, sem upprunaland gæða í matvælum, vörum og framleiðslu og sem tilvalinn stað fyrir fjárfestingar og viðskipti. Markaðsstarfinu var beint gegn markhópi sem er m.a. tilbúinn að borga meira fyrir gæði og þjónustu og tilbúinn að upplifa framandi náttúru og menningu. Áhersluþættir í markaðsstarfinu snúa að gæðum, sköpunarkrafti, ábyrgð, nýsköpun, orku og sjálfbærni. Boðleiðir Íslandsstofu hafa verið nýttar til hins ítrasta s.s. almannatengsl, fjölmiðlaferðir, samfélagsmiðlar, auglýsingar, sýningar, viðskiptasendinefndir og tengslastarf. Markaðsherferðin hófst í mars þegar forseti Íslands og forsetafrú buðu heiminum að vera með í Team Iceland. Í framhaldinu var unnið markvisst að því að koma skilaboðum verkefnisins á framfæri gegnum samfélagsmiðla og almannatengsl. Skipulagðar voru m.a. sex blaðamanna- og áhrifavaldaferðir þar sem áherslan var á valda þætti s.s. þróun knattspyrnu, ferðaþjónustuna, fjárfestingar og nýsköpun, auk þess sem einstakir landshlutar voru kynntir sérstaklega. Þá var farið á fjölda vöru- og sölusýninga þar sem skilaboðin voru kynnt. Sendiráð Íslands og utanríkisþjónustan skipulögðu einnig fjölda viðburða í sendiráðunum. Í tengslum við fyrsta leik Íslands á mótinu var haldin samkoma í Viðey þar sem blaðamönnum og heppnum meðlimum úr Team Iceland var boðið að njóta matar frá kokkalandsliðinu og upplifa íslenska tónlistarveislu. Markaðsaðgerðir hafa gengið afar vel og hafa nú um 13 milljón manns séð myndbönd sem gerð voru í tengslum við herferðina. Um 390 blaðagreinar hafa birst um verkefnið í erlendum miðlum og um 53.000 manns skráðu sig beint í Team Iceland frá 196 þjóðum. Verkefninu er hins vegar hvergi nærri lokið og verður framhaldið kynnt núna á opnum fundi, þriðjudaginn 25. september á Radisson Blu Hótel Sögu kl. 11-12. Það hefur skipt miklu máli að ná víðtæku samstarfi fyrirtækja og stjórnvalda í verkefninu og kynna Ísland undir sameiginlegum hatti í tengslum við svo stóran viðburð. Vonir standa til þess að það verði enn frekara framhald á þessu samstarfi til framtíðar. Þannig næst slagkraftur í samkeppni okkar við aðrar þjóðir og tækifæri til markvissrar markaðssóknar fyrir land og þjóð. Inga Hlín Pálsdóttir, forstöðumaður hjá Íslandsstofu.
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun
Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun