Kanadískt félag kaupir Green Energy Iceland Kristinn Ingi Jónsson skrifar 6. september 2018 07:00 Green Energy Geothermal vinnur að endurnýjun vélbúnaðar í gömlu gufustöðinni í Bjarnarflagi. Framkvæmdir hófust í mars. Ljósmynd/Landsvirkjun Kanadíska fjárfestingarfélagið Energy Co-Invest Global hefur gengið frá kaupum á helstu eignum orkufyrirtækisins Green Energy Geothermal (GEG), þar á meðal Green Energy Iceland. Nýr eigandi hyggst sameina alla starfsemi GEG á heimsvísu í nýjum höfuðstöðvum í Reykjavík. GEG, sem var stofnað árið 2008 af íslenskum verkfræðingum í samvinnu við norska fjárfesta, sérhæfir sig í framleiðslu lítilla og meðalstórra jarðvarmavirkjana en félagið vinnur um þessar mundir að endurnýjun gömlu gufustöðvar Landsvirkjunar í Bjarnarflagi og hefur á síðustu árum reist fjölmargar jarðvarmavirkjanir í Kenía. Til viðbótar starfar félagið í Asíu, Karíbahafinu og Rómönsku-Ameríku. Ekki er vitað hvert kaupverðið er. Green Energy Iceland tapaði 74,5 milljónum króna á síðasta ári en fram kemur í ársreikningi félagsins að nokkur óvissa hafi ríkt um verkefnastöðu samstæðunnar, sem er bresk, og þar af leiðandi rekstrarhæfi dótturfélagsins. Þó er tekið fram að greiðsluhæfi félagsins verði tryggt í nánustu framtíð. Er rakið í ársreikningnum að frá því í desember árið 2016 hafi hlutafé móðurfélagsins, GEG, verið aukið um 3,3 milljónir punda, jafnvirði 465 milljóna króna, í því augnamiði að standa við samninga félagsins, þar með talið við Landsvirkjun, og afla nýrra samninga. Þá skrifaði Green Energy Iceland undir samning við fjárfesta í apríl um stofnun þróunarfélags sem hyggst reisa 110 megavatta jarðvarmavirkjun í Indónesíu. Áætlað er að fjárfesting félagsins í verkefninu verði um 11 milljónir dala. 24 manns störfuðu hjá Green Energy Iceland í fyrra en tækni- og rannsóknarsvið samstæðunnar hafa verið til húsa hér á landi allt frá stofnun. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Telur að fleiri fyrirtæki muni ráðast í uppsagnir Viðskipti innlent Tuttugu manns sagt upp hjá Play Viðskipti innlent Þorbirna og Ævar til Pálsson Viðskipti innlent Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld Viðskipti innlent Ólafur Adolfsson eignast apótekið aftur Viðskipti innlent Tólf sagt upp á Siglufirði Viðskipti innlent „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Viðskipti innlent Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur S8 selst tvöfalt hraðar en forverarnir Viðskipti innlent Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Telur að fleiri fyrirtæki muni ráðast í uppsagnir Tuttugu manns sagt upp hjá Play Þorbirna og Ævar til Pálsson Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Tólf sagt upp á Siglufirði Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Eignast meirihluta í Streifeneder Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Sjá meira
Kanadíska fjárfestingarfélagið Energy Co-Invest Global hefur gengið frá kaupum á helstu eignum orkufyrirtækisins Green Energy Geothermal (GEG), þar á meðal Green Energy Iceland. Nýr eigandi hyggst sameina alla starfsemi GEG á heimsvísu í nýjum höfuðstöðvum í Reykjavík. GEG, sem var stofnað árið 2008 af íslenskum verkfræðingum í samvinnu við norska fjárfesta, sérhæfir sig í framleiðslu lítilla og meðalstórra jarðvarmavirkjana en félagið vinnur um þessar mundir að endurnýjun gömlu gufustöðvar Landsvirkjunar í Bjarnarflagi og hefur á síðustu árum reist fjölmargar jarðvarmavirkjanir í Kenía. Til viðbótar starfar félagið í Asíu, Karíbahafinu og Rómönsku-Ameríku. Ekki er vitað hvert kaupverðið er. Green Energy Iceland tapaði 74,5 milljónum króna á síðasta ári en fram kemur í ársreikningi félagsins að nokkur óvissa hafi ríkt um verkefnastöðu samstæðunnar, sem er bresk, og þar af leiðandi rekstrarhæfi dótturfélagsins. Þó er tekið fram að greiðsluhæfi félagsins verði tryggt í nánustu framtíð. Er rakið í ársreikningnum að frá því í desember árið 2016 hafi hlutafé móðurfélagsins, GEG, verið aukið um 3,3 milljónir punda, jafnvirði 465 milljóna króna, í því augnamiði að standa við samninga félagsins, þar með talið við Landsvirkjun, og afla nýrra samninga. Þá skrifaði Green Energy Iceland undir samning við fjárfesta í apríl um stofnun þróunarfélags sem hyggst reisa 110 megavatta jarðvarmavirkjun í Indónesíu. Áætlað er að fjárfesting félagsins í verkefninu verði um 11 milljónir dala. 24 manns störfuðu hjá Green Energy Iceland í fyrra en tækni- og rannsóknarsvið samstæðunnar hafa verið til húsa hér á landi allt frá stofnun.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Telur að fleiri fyrirtæki muni ráðast í uppsagnir Viðskipti innlent Tuttugu manns sagt upp hjá Play Viðskipti innlent Þorbirna og Ævar til Pálsson Viðskipti innlent Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld Viðskipti innlent Ólafur Adolfsson eignast apótekið aftur Viðskipti innlent Tólf sagt upp á Siglufirði Viðskipti innlent „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Viðskipti innlent Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur S8 selst tvöfalt hraðar en forverarnir Viðskipti innlent Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Telur að fleiri fyrirtæki muni ráðast í uppsagnir Tuttugu manns sagt upp hjá Play Þorbirna og Ævar til Pálsson Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Tólf sagt upp á Siglufirði Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Eignast meirihluta í Streifeneder Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Sjá meira