Virði Bitcoin hríðfellur Stefán Ó. Jónsson skrifar 6. september 2018 16:43 Bitcoin reis hratt undir lok síðasta árs. Fallið hefur því verið hátt á undanförnum mánuðum. Bitcoin og aðrar rafmyntir hafa hríðfallið í verði í dag en fjárfestar óttast að stöndug fyrirtæki á Wall Street séu að verða afhuga stafrænum gjaldmiðlum. Titringurinn er rakinn til fréttar sem birtist í Business Insider. Þar var þess getið að fjárfestingabankinn Goldman Sachs hefði skotið hugmyndum sínum um að opna rafmyntaskiptimarkað á frest - auk þess sem stærstu lánveitendurnir vestanhafs væru að setja sífellt stærra spurningarmerki við rafmyntir. Fréttirnar urðu til þess að Bitcoin hefur fallið um rúmlega fimm prósent frá opnun markaða í Bandaríkjunum í morgun. Virði Bitcoin hefur rýrnað um næstum 70 prósent á síðastliðnum níu mánuðum. Um miðjan desember síðastliðinn var virði eins Bitcoin um 19 þúsund bandaríkjadalir en stendur nú í rúmlega 6300 dölum. Virðið hefur lægst farið í 5887 dali og telja greinendur að ekki sé útilokað að það kunni að verða enn lægra fyrir lok árs. Aðrar rafmyntir hafa einnig lækkað í verði það sem af er degi. Etherum hefur fallið um 20 prósent, Litecoin um 11 prósent og Ripple um ríflega 7 prósent. Rafmyntir Mest lesið „Þau samtöl eru oft mjög erfið og jafnvel særandi fyrir umsækjanda“ Atvinnulíf „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Atvinnulíf Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Viðskipti innlent Neytendastofa hjólar í hlaupara Neytendur Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Tugmilljarða hagsmunir í húfi Viðskipti innlent Kjarninn farinn úr Heimildinni Viðskipti innlent Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Viðskipti erlent Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Viðskipti innlent „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Bitcoin og aðrar rafmyntir hafa hríðfallið í verði í dag en fjárfestar óttast að stöndug fyrirtæki á Wall Street séu að verða afhuga stafrænum gjaldmiðlum. Titringurinn er rakinn til fréttar sem birtist í Business Insider. Þar var þess getið að fjárfestingabankinn Goldman Sachs hefði skotið hugmyndum sínum um að opna rafmyntaskiptimarkað á frest - auk þess sem stærstu lánveitendurnir vestanhafs væru að setja sífellt stærra spurningarmerki við rafmyntir. Fréttirnar urðu til þess að Bitcoin hefur fallið um rúmlega fimm prósent frá opnun markaða í Bandaríkjunum í morgun. Virði Bitcoin hefur rýrnað um næstum 70 prósent á síðastliðnum níu mánuðum. Um miðjan desember síðastliðinn var virði eins Bitcoin um 19 þúsund bandaríkjadalir en stendur nú í rúmlega 6300 dölum. Virðið hefur lægst farið í 5887 dali og telja greinendur að ekki sé útilokað að það kunni að verða enn lægra fyrir lok árs. Aðrar rafmyntir hafa einnig lækkað í verði það sem af er degi. Etherum hefur fallið um 20 prósent, Litecoin um 11 prósent og Ripple um ríflega 7 prósent.
Rafmyntir Mest lesið „Þau samtöl eru oft mjög erfið og jafnvel særandi fyrir umsækjanda“ Atvinnulíf „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Atvinnulíf Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Viðskipti innlent Neytendastofa hjólar í hlaupara Neytendur Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Tugmilljarða hagsmunir í húfi Viðskipti innlent Kjarninn farinn úr Heimildinni Viðskipti innlent Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Viðskipti erlent Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Viðskipti innlent „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira