Setjum tappann í! Andrés Ingi Jónsson skrifar 7. september 2018 07:00 Honum er viss vorkunn, kaupsýslumanninum sem fjárfesti í vídeóleigu um aldamótin. Hvernig átti hann að vita að nokkrum árum síðar yrðu vídeóleigurnar dauðar? Það getur nefnilega verið erfitt að átta sig á grundvallarbreytingum í samfélaginu á meðan þær eru að eiga sér stað. Líklegt er að eins fari með fjárfestingu í mengandi olíuiðnaði og vídeóleigurnar. Að fólki þyki skrýtið í baksýnisspeglinum að einhverjum hafi dottið til hugar að setja meiri pening í dauðvona olíuhagkerfið í byrjun 21. aldarinnar. Þó eru það endalok sem er auðveldara að sjá fyrir.Kallar á samhent átak Baráttan gegn loftslagsvánni kallar á samhent átak allra jarðarbúa. Hagsmunirnir eru sameiginlegir. Þess vegna hafa ríki heims gert með sér samkomulag um aðgerðir í loftslagsmálum. Parísarsamkomulagið snýst um að halda hlýnun jarðar af mannavöldum innan við 2°C. Þetta hefur margt í för með sér, hvort sem er varðandi stefnu stjórnvalda, framleiðslu fyrirtækja eða neyslu einstaklinga. Eitt af því er að skilja þarf stærstan hluta af þekktum birgðum jarðefnaeldsneytis eftir í jörðinni. Ríki heims hafa þannig í raun komið sér saman um endalok olíualdarinnar. Ef ekki er ráðlegt að nýta þá olíu sem vitað er um þarf enn síður að finna nýjar olíulindir. Það er því skrýtið að hugsa til þess að ekki séu nema fimm ár liðin síðan reynt var að setja íslenska olíuævintýrið af stað með útgáfu sérleyfa til að leita að kolvetni á Drekasvæðinu. Svipað og að kaupa sér vídeóleigu rétt áður en sá markaður hætti að vera til.Horfumst í augu við orðinn hlut Fyrr á þessu ári rann síðasta sérleyfið til olíuleitar úr gildi. Til að sýna að Íslandi sé full alvara í baráttunni gegn loftslagsbreytingum eigum við að horfast í augu við orðinn hlut og setja tappann í. Sammælumst um að sú olía sem kann að vera undir hafsbotni verði þar óhreyfð um aldur og ævi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Andrés Ingi Jónsson Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson Skoðun Leiðin til helvítis Jón Pétur Zimsen Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson Skoðun Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon Skoðun Þau eru fá en þörfin er stór Sif Huld Albertsdóttir Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þau eru fá en þörfin er stór Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög, valkostur í atvinnurekstri Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Leiðin til helvítis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar Skoðun Gjaldskrár munu ekki virka til að koma aftur framleiðslu af stað Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Mannúð og samvinna á tímum sögulegra þjáninga Sólrún María Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar Skoðun Þegar rykið hefur sest Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon skrifar Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson skrifar Skoðun Hin raunverulega byggðastefna Jón Þór Kristjánsson skrifar Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar Skoðun Rúmir 30 milljarðar í fangelsi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Miklar endurbætur á lánum menntasjóðs námsmanna Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar Skoðun Er almenningur rusl? Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Veiðigjaldið stendur undir kostnaði Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Orkan okkar, börnin og barnabörnin Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir skrifar Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Honum er viss vorkunn, kaupsýslumanninum sem fjárfesti í vídeóleigu um aldamótin. Hvernig átti hann að vita að nokkrum árum síðar yrðu vídeóleigurnar dauðar? Það getur nefnilega verið erfitt að átta sig á grundvallarbreytingum í samfélaginu á meðan þær eru að eiga sér stað. Líklegt er að eins fari með fjárfestingu í mengandi olíuiðnaði og vídeóleigurnar. Að fólki þyki skrýtið í baksýnisspeglinum að einhverjum hafi dottið til hugar að setja meiri pening í dauðvona olíuhagkerfið í byrjun 21. aldarinnar. Þó eru það endalok sem er auðveldara að sjá fyrir.Kallar á samhent átak Baráttan gegn loftslagsvánni kallar á samhent átak allra jarðarbúa. Hagsmunirnir eru sameiginlegir. Þess vegna hafa ríki heims gert með sér samkomulag um aðgerðir í loftslagsmálum. Parísarsamkomulagið snýst um að halda hlýnun jarðar af mannavöldum innan við 2°C. Þetta hefur margt í för með sér, hvort sem er varðandi stefnu stjórnvalda, framleiðslu fyrirtækja eða neyslu einstaklinga. Eitt af því er að skilja þarf stærstan hluta af þekktum birgðum jarðefnaeldsneytis eftir í jörðinni. Ríki heims hafa þannig í raun komið sér saman um endalok olíualdarinnar. Ef ekki er ráðlegt að nýta þá olíu sem vitað er um þarf enn síður að finna nýjar olíulindir. Það er því skrýtið að hugsa til þess að ekki séu nema fimm ár liðin síðan reynt var að setja íslenska olíuævintýrið af stað með útgáfu sérleyfa til að leita að kolvetni á Drekasvæðinu. Svipað og að kaupa sér vídeóleigu rétt áður en sá markaður hætti að vera til.Horfumst í augu við orðinn hlut Fyrr á þessu ári rann síðasta sérleyfið til olíuleitar úr gildi. Til að sýna að Íslandi sé full alvara í baráttunni gegn loftslagsbreytingum eigum við að horfast í augu við orðinn hlut og setja tappann í. Sammælumst um að sú olía sem kann að vera undir hafsbotni verði þar óhreyfð um aldur og ævi.
Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun
Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar
Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar
Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar
Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar
Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun
Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun