Sjálfhverfa kynslóðin Þórlindur Kjartansson skrifar 7. september 2018 07:00 Þetta unga fólk nú til dags ber ekki virðingu fyrir neinu og hefur ekki metnað fyrir nokkrum sköpuðum hlut. Það er ekki skrýtið þar sem það er algjörlega ofdekrað upp til hópa og hefur aldrei þurft að taka til hendinni, leggja nokkuð raunverulegt af mörkunum hvorki til heimilis eða vinnu eða bera ábyrgð á nokkrum hlut. Þetta er glötuð kynslóð, týnt fólk.Glötuð kynslóð Í bókinni „Veisla í farangrinum“ eftir Ernest Hemingway, í þýðingu Halldórs Laxness, segir einmitt frá einni svona „glataðri kynslóð“ sem miðaldra fólk hneykslaðist á. Þetta var á þriðja áratugnum í París. Ungu mennirnir höfðu allir komist hjá því að læra mannasiði, þjónustulund og almenna færni til sjálfsbjargar með því einu að fara frekar í heimsstyrjöld. Þar drápust reyndar margir og enn fleiri misstu heilsu og vit, en þeir sem aftur snéru sæmilega heilir voru víst liðónýtir upp til hópa líka. Algjört forréttindapakk, hugsaði ekki um neitt annað en sjálft sig og eigið rassgat. Það voru auðvitað ekki ungu mennirnir sjálfir sem ákváðu að fara í stríð. Þeim var bara sagt að gera það. Og þeir sem drápust gerðu það reyndar ekki endilega til þess að upphefja sjálfa sig persónulega—heldur oftast bara í einhverju feigðarflani sem óhæfir en hábornir hershöfðingjar létu sér detta í hug til þess að baða sjálfa sig og nöfn ætta sinna í hetjuljóma fyrir sagnfræðibækur framtíðarinnar. Það voru samt að sjálfsögðu ekki hershöfðingjarnir og stjórnmálamennirnir sem voru sjálfhverfir og glataðir. Nei, ó nei. Það var einmitt unga fólkið sem engu fékk ráðið um hvort því væri slátrað á vígvellinum eða fengi náðarsamlegast að fara aftur heim til að vinna í bílaverkstæðum og bakaríum Parísarborgar við að uppfylla óskir og þarfir hinna ósérhlífnu eldri kynslóða. Þar var nú aldeilis að finna ómengaðan hóp af ræflum og roðhænsnum sem aldrei myndu gera nokkrum gagn.Gáfuð kynslóð Hafi forfeður okkar sem fæddust í kringum aldamótin 1900 verið lélegir; hvað má þá segja um gufurnar og lúðulakana sem komu í heiminn í kringum aldamótin 2000? Ó sei sei og hjálpi mér, hlýtur maður að segja. Að sjá þetta fólk starandi ofan í símana sína að fótósjoppa „sjálfur“ daginn út og inn til þess að safna lækum á instasnappinu. Þvílík sjálfsdýrkun. Þá hlýtur hún að vera skárri kynslóðin sem ól af sér núverandi forseta Bandaríkjanna—valdamesta mann sinnar kynslóðar—manninn sem ákvað að fórna sér í hárri elli til þess að tryggja bjarta framtíð fyrir yngri kynslóðirnar. Og hvað má þá segja um hetjulund eldri kynslóðanna í Bretlandi sem börðust með kjafti og klóm til þess að losa þjóðina undan samstarfinu í Evrópusambandinu—jafnvel þótt hinar fávísu ungu kynslóðir, sem vissulega þurfa að lifa mun lengur með afleiðingunum—séu gjörsamlega ósammála. 71% kjósenda undir 24 ára og 54% kjósenda milli 25 og 49 ára vildu vera áfram í ESB. En gömlu óeigingjörnu og fórnfúsu viskubrunnarnir fengu að ráða. Meira að segja hér á Íslandi höfum við dæmi um hópa fólks úr eldri kynslóðum sem hafa tekið að sér að reyna að hafa vit fyrir öllum þeim sem í barnaskap sínum halda að Íslandi kunni að vera ágætlega borgið í opnu og frjálsu sambandi við Evrópu í gegnum EES-samninginn. Ég segi bara: Takk kærlega fyrir umhyggjuna … en, nei takk, við erum bara alveg með þetta sjálf núna.Óeigingjarna kynslóðin Auðvitað er engin leið að alhæfa um eðliskosti eða galla heilla kynslóða. Það eina sem kalla má víst er að eldri kynslóðum gengur gjarnan illa að skilja þær yngri—og þær eldri fá yfirleitt að ráða alltof miklu alltof lengi. Það er nefnilega þannig, að þótt innan hverrar kynslóðar rúmist gjörvallt róf mannlegrar snilldar, gæsku, illsku og heimsku, þá má stundum greina sameiginlega drætti. Og ef það ætti að hengja merkimiða á fólkið sem nú er á þrítugsaldri og upp undir 35 ára þá væri óeigingjarna kynslóðin klárlega réttnefni. Rannsóknir á lífsviðhorfi fólks sýna að ungt fólk í dag er upptekið af því að fara vel og sparlega með umhverfi sitt, það velur sér vinnustaði út frá tilgangi fremur en launakjörum, það hlýðir ekki valdboði í blindni en leggur sjálfstætt mat á það hverjir hljóta virðingu þeirra—og þótt það treysti ekki stofnunum og stjórnmálamönnum þá treystir það manneskjum. Þetta er kynslóðin sem vill láta gott af sér leiða, vill ekki meiða, ekki þvælast fyrir, ekki sólunda náttúrunni eða njóta tilverunnar á kostnað annarra. Þetta er kynslóðin sem virðir einstaklinga, gæti ekki verið meira sama um kynhneigð, litarhaft, uppruna eða trúarskoðanir fólks. Þessi kynslóð gerir almennt ekki grín að þeim sem eru öðruvísi og þykist ekki hafa svörin við öllu. Þetta er ekki afturför heldur framfarir. Leyfum þeim að njóta sín. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Þórlindur Kjartansson Mest lesið Þriggja stiga þögn Bjarni Karlsson Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson Skoðun Hvers vegna sífellt fleiri sækjast eftir einveru Ingrid Kuhlman Skoðun Nú þarf að gyrða sig í brók Gunnlaugur Stefánsson Skoðun Gegn hernaði hvers konar Gunnar Björgvinsson Skoðun Verndun vatns og stjórn vatnamála Ólafur Arnar Jónsson,Sigurður Guðjónsson Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun Lesblindir og stuðningur í skólum Snævar Ívarsson Skoðun „Stóra fallega frumvarpið“ hans Trump Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun Skoðun Skoðun „Stóra fallega frumvarpið“ hans Trump Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Verndun vatns og stjórn vatnamála Ólafur Arnar Jónsson,Sigurður Guðjónsson skrifar Skoðun Gegn hernaði hvers konar Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Hvers vegna sífellt fleiri sækjast eftir einveru Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þriggja stiga þögn Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Nú þarf að gyrða sig í brók Gunnlaugur Stefánsson skrifar Skoðun Lesblindir og stuðningur í skólum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun Rýnt í stöðu kvenna með örorkulífeyri Huld Magnúsdóttir skrifar Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar Skoðun Olíuleit á Drekasvæði - tilvistarleit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Kosningar í september Guðveig Lind Eyglóardóttir skrifar Skoðun Þegar orkuöflun er sett á ís - dæmið frá Suður-Afríku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í Kópavogi í fyrsta sæti Halla Björg Evans skrifar Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson skrifar Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar Skoðun Munar þig um 5-7 milljónir árlega? Jón Pétur Zimzen skrifar Skoðun Keldnaland – fjölmenn hverfi í mótun Þorsteinn R. Hermannsson skrifar Skoðun Eflum traustið Helgi Áss Grétarsson,Marta Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar Skoðun Hver er kjarninn í samfélagi sem selur hjarta sitt? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson skrifar Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og ókurteisi Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Yfir hverju er verið að brosa? Árni Kristjánsson skrifar Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld sem fjárfestatenglar Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason skrifar Sjá meira
Þetta unga fólk nú til dags ber ekki virðingu fyrir neinu og hefur ekki metnað fyrir nokkrum sköpuðum hlut. Það er ekki skrýtið þar sem það er algjörlega ofdekrað upp til hópa og hefur aldrei þurft að taka til hendinni, leggja nokkuð raunverulegt af mörkunum hvorki til heimilis eða vinnu eða bera ábyrgð á nokkrum hlut. Þetta er glötuð kynslóð, týnt fólk.Glötuð kynslóð Í bókinni „Veisla í farangrinum“ eftir Ernest Hemingway, í þýðingu Halldórs Laxness, segir einmitt frá einni svona „glataðri kynslóð“ sem miðaldra fólk hneykslaðist á. Þetta var á þriðja áratugnum í París. Ungu mennirnir höfðu allir komist hjá því að læra mannasiði, þjónustulund og almenna færni til sjálfsbjargar með því einu að fara frekar í heimsstyrjöld. Þar drápust reyndar margir og enn fleiri misstu heilsu og vit, en þeir sem aftur snéru sæmilega heilir voru víst liðónýtir upp til hópa líka. Algjört forréttindapakk, hugsaði ekki um neitt annað en sjálft sig og eigið rassgat. Það voru auðvitað ekki ungu mennirnir sjálfir sem ákváðu að fara í stríð. Þeim var bara sagt að gera það. Og þeir sem drápust gerðu það reyndar ekki endilega til þess að upphefja sjálfa sig persónulega—heldur oftast bara í einhverju feigðarflani sem óhæfir en hábornir hershöfðingjar létu sér detta í hug til þess að baða sjálfa sig og nöfn ætta sinna í hetjuljóma fyrir sagnfræðibækur framtíðarinnar. Það voru samt að sjálfsögðu ekki hershöfðingjarnir og stjórnmálamennirnir sem voru sjálfhverfir og glataðir. Nei, ó nei. Það var einmitt unga fólkið sem engu fékk ráðið um hvort því væri slátrað á vígvellinum eða fengi náðarsamlegast að fara aftur heim til að vinna í bílaverkstæðum og bakaríum Parísarborgar við að uppfylla óskir og þarfir hinna ósérhlífnu eldri kynslóða. Þar var nú aldeilis að finna ómengaðan hóp af ræflum og roðhænsnum sem aldrei myndu gera nokkrum gagn.Gáfuð kynslóð Hafi forfeður okkar sem fæddust í kringum aldamótin 1900 verið lélegir; hvað má þá segja um gufurnar og lúðulakana sem komu í heiminn í kringum aldamótin 2000? Ó sei sei og hjálpi mér, hlýtur maður að segja. Að sjá þetta fólk starandi ofan í símana sína að fótósjoppa „sjálfur“ daginn út og inn til þess að safna lækum á instasnappinu. Þvílík sjálfsdýrkun. Þá hlýtur hún að vera skárri kynslóðin sem ól af sér núverandi forseta Bandaríkjanna—valdamesta mann sinnar kynslóðar—manninn sem ákvað að fórna sér í hárri elli til þess að tryggja bjarta framtíð fyrir yngri kynslóðirnar. Og hvað má þá segja um hetjulund eldri kynslóðanna í Bretlandi sem börðust með kjafti og klóm til þess að losa þjóðina undan samstarfinu í Evrópusambandinu—jafnvel þótt hinar fávísu ungu kynslóðir, sem vissulega þurfa að lifa mun lengur með afleiðingunum—séu gjörsamlega ósammála. 71% kjósenda undir 24 ára og 54% kjósenda milli 25 og 49 ára vildu vera áfram í ESB. En gömlu óeigingjörnu og fórnfúsu viskubrunnarnir fengu að ráða. Meira að segja hér á Íslandi höfum við dæmi um hópa fólks úr eldri kynslóðum sem hafa tekið að sér að reyna að hafa vit fyrir öllum þeim sem í barnaskap sínum halda að Íslandi kunni að vera ágætlega borgið í opnu og frjálsu sambandi við Evrópu í gegnum EES-samninginn. Ég segi bara: Takk kærlega fyrir umhyggjuna … en, nei takk, við erum bara alveg með þetta sjálf núna.Óeigingjarna kynslóðin Auðvitað er engin leið að alhæfa um eðliskosti eða galla heilla kynslóða. Það eina sem kalla má víst er að eldri kynslóðum gengur gjarnan illa að skilja þær yngri—og þær eldri fá yfirleitt að ráða alltof miklu alltof lengi. Það er nefnilega þannig, að þótt innan hverrar kynslóðar rúmist gjörvallt róf mannlegrar snilldar, gæsku, illsku og heimsku, þá má stundum greina sameiginlega drætti. Og ef það ætti að hengja merkimiða á fólkið sem nú er á þrítugsaldri og upp undir 35 ára þá væri óeigingjarna kynslóðin klárlega réttnefni. Rannsóknir á lífsviðhorfi fólks sýna að ungt fólk í dag er upptekið af því að fara vel og sparlega með umhverfi sitt, það velur sér vinnustaði út frá tilgangi fremur en launakjörum, það hlýðir ekki valdboði í blindni en leggur sjálfstætt mat á það hverjir hljóta virðingu þeirra—og þótt það treysti ekki stofnunum og stjórnmálamönnum þá treystir það manneskjum. Þetta er kynslóðin sem vill láta gott af sér leiða, vill ekki meiða, ekki þvælast fyrir, ekki sólunda náttúrunni eða njóta tilverunnar á kostnað annarra. Þetta er kynslóðin sem virðir einstaklinga, gæti ekki verið meira sama um kynhneigð, litarhaft, uppruna eða trúarskoðanir fólks. Þessi kynslóð gerir almennt ekki grín að þeim sem eru öðruvísi og þykist ekki hafa svörin við öllu. Þetta er ekki afturför heldur framfarir. Leyfum þeim að njóta sín.
Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun
Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun
Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar
Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar
Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar
Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar
Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun
Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun