Stýrivextir Argentínu hækkaðir í 60 prósent Samúel Karl Ólason skrifar 30. ágúst 2018 23:17 Það sem af er þessu ári hefur pesóinn tapað um helmingi af virði sínu. Vísir/AP Seðlabanki Argentínu hafa hækkað stýrivexti þar í landi upp í 60 prósent og er ríkið með hæstu stýrivexti í heiminum eftir fimmtán prósentustiga hækkun. Markmið hækkunarinnar er að byggja upp traust á efnahagi Argentínu og tryggja gjaldmiðil landsins í sessi. Argentínski pesóinn lækkaði í virði um rúm tíu prósent í dag, þrátt fyrir aðgerðir seðlabankans og er það mesta lækkun gjaldmiðilsins frá 2015. Verðbólga í Argentínu er 30 prósent og það sem af er þessu ári hefur pesóinn tapað um helmingi af virði sínu.Ríkisstjórn Argentínu hefur sömuleiðis leitað eftir hjálp frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum og beðið um að 50 milljarða dala láni til ríkisins verði flýtt. Vonast var til að það myndi bæta ástandið. Argentína er hins vegar verulega skuldsett og skuldar mikið í dölum. Dalurinn hefur verið að styrkjast að undanförnu og er því erfiðara fyrir ríkið að greiða af skuldum sínum. Lánbeiðnin virðist þó ekki hafa hjálpað. Þess í stað hafa áhyggjur af því að Argentína geti ekki greitt skuldir sínar aukist meðal fjárfesta. Fjárfestar telja nú, samkvæmt miðlum ytra, að ríkisskuldabréf Argentínu séu í öðru sæti yfir verstu ríkisskuldabréfin til að fjárfesta í á heimsvísu. Argentína Mest lesið Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Viðskipti innlent Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Viðskipti innlent Steinhissa á MR og rifjar lúmskt upp sjónvarpsleysið á fimmtudögum Atvinnulíf Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Viðskipti innlent Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Viðskipti innlent Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Viðskipti innlent ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Viðskipti innlent Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira
Seðlabanki Argentínu hafa hækkað stýrivexti þar í landi upp í 60 prósent og er ríkið með hæstu stýrivexti í heiminum eftir fimmtán prósentustiga hækkun. Markmið hækkunarinnar er að byggja upp traust á efnahagi Argentínu og tryggja gjaldmiðil landsins í sessi. Argentínski pesóinn lækkaði í virði um rúm tíu prósent í dag, þrátt fyrir aðgerðir seðlabankans og er það mesta lækkun gjaldmiðilsins frá 2015. Verðbólga í Argentínu er 30 prósent og það sem af er þessu ári hefur pesóinn tapað um helmingi af virði sínu.Ríkisstjórn Argentínu hefur sömuleiðis leitað eftir hjálp frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum og beðið um að 50 milljarða dala láni til ríkisins verði flýtt. Vonast var til að það myndi bæta ástandið. Argentína er hins vegar verulega skuldsett og skuldar mikið í dölum. Dalurinn hefur verið að styrkjast að undanförnu og er því erfiðara fyrir ríkið að greiða af skuldum sínum. Lánbeiðnin virðist þó ekki hafa hjálpað. Þess í stað hafa áhyggjur af því að Argentína geti ekki greitt skuldir sínar aukist meðal fjárfesta. Fjárfestar telja nú, samkvæmt miðlum ytra, að ríkisskuldabréf Argentínu séu í öðru sæti yfir verstu ríkisskuldabréfin til að fjárfesta í á heimsvísu.
Argentína Mest lesið Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Viðskipti innlent Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Viðskipti innlent Steinhissa á MR og rifjar lúmskt upp sjónvarpsleysið á fimmtudögum Atvinnulíf Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Viðskipti innlent Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Viðskipti innlent Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Viðskipti innlent ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Viðskipti innlent Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira
Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent
Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent