NFL-deildin að trufla heimaleik hjá Tottenham Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. ágúst 2018 10:30 Frá leik New Orleans Saints og Miami Dolphins á Wembley. Vísir/Getty Það er allt á öðrum endanum hjá heimavallarráði Tottenham þar sem enska félagið er í miðjum klíðum við að endurraða heimaleikjum haustsins eftir að ljóst varð að nýr leikvangur félagsins yrði ekki tilbúinn. Nýjasta vandamálið er stórleikurinn við Englandsmeistara Manchester City. Leikur Tottenham og Manchester City átti að fara fram 28. október á nýja Tottenham leikvanginum. Daily Mail segir frá. Tottenham ætlaði að færa leikinn yfir á Wembley, eins og hina heimaleiki sína fram að því að nýr leikvangur er klár, en að þessu sinni var það ekki hægt. Wembley er nefnilega frátekinn sunnudaginn 28. október næstkomandi því þá spila á leikvanginum NFL-liðin Jacksonville Jaguars og Philadelphia Eagles. Nokkrir leikir í ameríska fótboltanum eru nú spilaðir í London á hverju ári.Tottenham Hotspur's Premier League match against Manchester City is now likely to be pushed to the night of Monday October 29, a day after its scheduled kickoff. The game will take place at Wembley. (Daily Mail) pic.twitter.com/lRLRAXRbeA — Hotspur Hacker (@HotspurHacker) August 20, 2018Lausnin er því að færa leik Tottenham og Manchester City til mánudagsins en Tottenham þarf samþykki fyrir því og ekki bara frá ensku úrvalsdeildinni. Manchester City þarf að samþykkja þessa breytingu og þá er leikurinn líka í beinni á Sky Sports. Það er nóg að leikjum hjá Manchester City á þessum tíma og því gæti þetta kallað á tilfærslur á næstu leikjum liðsins sem eru í enska deildabikarnum og ensku deildinni. Inn í þetta blandast síðan Meistaradeildardrátturinn og hversu löng ferðalög og hvaða leikdagar bíða liðanna þar. Það er þröngt á leikjaplani liðanna tveggja og því er þessi truflun frá NFL-deildinni að gera Tottenham lífið leitt. Þessari breytingu fylgir þessu líka annað vandamál því það mun reyna verulega á starfsmenn Wembley að gera leikvanginn klárann fyrir knattspyrnuleik aðeins sólarhring eftir að amerískur fótboltaleikur fór fram á honum. Enski boltinn NFL Mest lesið Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Sport Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti Olga ætlar ekki í slag við Willum Sport Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Sport Eygló Fanndal Evrópumeistari Sport Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti „Hugur minn er bara hjá henni“ Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Íslenski boltinn Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Sport Fleiri fréttir Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Van Dijk fær 68 milljónir á viku Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Newcastle upp í þriðja sætið Onana byrjar gegn Lyon en tímabilinu lokið hjá Zirkzee Van Dijk býst við mjög viðburðaríku sumri hjá Liverpool Chelsea eyddi tíu milljörðum í umboðsmenn Lélegasta lið Man United frá upphafi ensku úrvalsdeildarinnar Þjálfari Newcastle að jafna sig eftir lungnabólgu Rory vill veita leikmönnum Man United innblástur Stjórinn fór á barinn með stuðningsmönnunum eftir leik „Einbeitum okkur að fimmtudeginum“ Slæmur dagur hjá Rauðu djöflunum á St. James Park Náðu ekki tveimur titlum á tveimur dögum Sancho bjargaði andliti Chelsea gegn Ipswich Van Dijk skoraði undir lokin og Liverpool með níu fingur á bikarnum Fjórði sigur Úlfanna í röð Enginn komið að fleiri mörkum á 38 leikja tímabili en Salah Hörð keppni um Delap í sumar Onana ekki með gegn Newcastle „Hann hefði getað fótbrotið mig“ Howe lagður inn á spítala og missir af leiknum Skytturnar skildu jafnar við Býflugurnar Sjá meira
Það er allt á öðrum endanum hjá heimavallarráði Tottenham þar sem enska félagið er í miðjum klíðum við að endurraða heimaleikjum haustsins eftir að ljóst varð að nýr leikvangur félagsins yrði ekki tilbúinn. Nýjasta vandamálið er stórleikurinn við Englandsmeistara Manchester City. Leikur Tottenham og Manchester City átti að fara fram 28. október á nýja Tottenham leikvanginum. Daily Mail segir frá. Tottenham ætlaði að færa leikinn yfir á Wembley, eins og hina heimaleiki sína fram að því að nýr leikvangur er klár, en að þessu sinni var það ekki hægt. Wembley er nefnilega frátekinn sunnudaginn 28. október næstkomandi því þá spila á leikvanginum NFL-liðin Jacksonville Jaguars og Philadelphia Eagles. Nokkrir leikir í ameríska fótboltanum eru nú spilaðir í London á hverju ári.Tottenham Hotspur's Premier League match against Manchester City is now likely to be pushed to the night of Monday October 29, a day after its scheduled kickoff. The game will take place at Wembley. (Daily Mail) pic.twitter.com/lRLRAXRbeA — Hotspur Hacker (@HotspurHacker) August 20, 2018Lausnin er því að færa leik Tottenham og Manchester City til mánudagsins en Tottenham þarf samþykki fyrir því og ekki bara frá ensku úrvalsdeildinni. Manchester City þarf að samþykkja þessa breytingu og þá er leikurinn líka í beinni á Sky Sports. Það er nóg að leikjum hjá Manchester City á þessum tíma og því gæti þetta kallað á tilfærslur á næstu leikjum liðsins sem eru í enska deildabikarnum og ensku deildinni. Inn í þetta blandast síðan Meistaradeildardrátturinn og hversu löng ferðalög og hvaða leikdagar bíða liðanna þar. Það er þröngt á leikjaplani liðanna tveggja og því er þessi truflun frá NFL-deildinni að gera Tottenham lífið leitt. Þessari breytingu fylgir þessu líka annað vandamál því það mun reyna verulega á starfsmenn Wembley að gera leikvanginn klárann fyrir knattspyrnuleik aðeins sólarhring eftir að amerískur fótboltaleikur fór fram á honum.
Enski boltinn NFL Mest lesið Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Sport Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti Olga ætlar ekki í slag við Willum Sport Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Sport Eygló Fanndal Evrópumeistari Sport Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti „Hugur minn er bara hjá henni“ Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Íslenski boltinn Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Sport Fleiri fréttir Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Van Dijk fær 68 milljónir á viku Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Newcastle upp í þriðja sætið Onana byrjar gegn Lyon en tímabilinu lokið hjá Zirkzee Van Dijk býst við mjög viðburðaríku sumri hjá Liverpool Chelsea eyddi tíu milljörðum í umboðsmenn Lélegasta lið Man United frá upphafi ensku úrvalsdeildarinnar Þjálfari Newcastle að jafna sig eftir lungnabólgu Rory vill veita leikmönnum Man United innblástur Stjórinn fór á barinn með stuðningsmönnunum eftir leik „Einbeitum okkur að fimmtudeginum“ Slæmur dagur hjá Rauðu djöflunum á St. James Park Náðu ekki tveimur titlum á tveimur dögum Sancho bjargaði andliti Chelsea gegn Ipswich Van Dijk skoraði undir lokin og Liverpool með níu fingur á bikarnum Fjórði sigur Úlfanna í röð Enginn komið að fleiri mörkum á 38 leikja tímabili en Salah Hörð keppni um Delap í sumar Onana ekki með gegn Newcastle „Hann hefði getað fótbrotið mig“ Howe lagður inn á spítala og missir af leiknum Skytturnar skildu jafnar við Býflugurnar Sjá meira