Yfir hálfs árs bið eftir Nissan Leaf rafbílnum Sigurður Mikael Jónsson skrifar 28. ágúst 2018 07:00 Nissan Leaf rafbílarnir hafa rokselst en verðandi eigendur þurfa að bíða. Toyota „Það hefur verið slegist um hvert eintak, sem er jákvætt, en ég held að þetta fari að detta í eðlilegra horf á næsta ári,“ segir Brynjar E. Óskarsson, vörumerkjastjóri Nissan hjá bílaumboðinu BL. Mikil eftirspurn er eftir nýjum Nissan Leaf rafbíl og afhendingartími getur verið allt að 6-7 mánuðir. Mikil umræða skapaðist um langan afhendingartíma rafbílanna í spjallhópi Nissan Leaf eigenda á Facebook um helgina en bílarnir eru vinsælustu og mest seldu rafbílar landsins og þótt víðar væri leitað. Ný útgáfa af Nissan Leaf, með nýju útliti og stærri rafhlöðu, var kynnt í apríl síðastliðnum og voru hundruð forpantana gerðar hér á landi. Verðandi rafbílaeigendur sem pöntuðu bíl í apríl hafa nú nokkrir fengið upplýsingar um seinkun fram í nóvember. Margir eru skiljanlega svekktir yfir langri bið og töfum sem orðið hafa en Brynjar segir þær eiga sér eðlilegar skýringar. „Það er hárrétt að það eru aðilar sem eru að lenda í aukabiðtíma sem helgast af því almennt að eftirspurnin er tvöföld á við framleiðslugetuna á bílnum yfir höfuð. Ísland er þrátt fyrir þetta framarlega í magni sem við fáum, markaðir eins og Írland eru að fá svipað marga bíla og við,“ segir Brynjar. Hann kveður BL hafa verið að berjast fyrir því að koma afhendingu bílanna á rétt ról. Breyting framleiðandans á uppgefinni framleiðsluáætlun í apríl hafi hins vegar verið ófyrirséð. Nú horfi þó til betri vegar og framleiðsla verið aukin á ný. Biðtíminn er þó langur. „Ef þú ætlar að panta bíl hjá okkur núna er 6-7 mánaða bið. En við sjáum fram á að allir sem áttu pantaða bíla frá kynningunni í apríl fram í júní fái bíla á árinu. Það er búið að festa framleiðslu á okkur og þá verður þetta komið í 300 bíla, sem er nánast jafnmörg eintök og við afhentum af gamla bílnum á þremur og hálfu ári.“ Birtist í Fréttablaðinu Bílar Neytendur Orkumál Tengdar fréttir Hringvegurinn allur orðinn fær rafbílum Með nýrri hleðslustöð á Mývatni eru ekki meira en 100 kílómetrar á milli hleðslustöðva á hringveginum. Flestir rafbílar geta ekið hringveginn án teljandi vandræða. Umhverfisráðherra segir þetta mikilvægt skref í átt að orkuskiptum 26. mars 2018 08:00 Forstjóri Orkuveitunnar spáir 100.000 rafbílum fyrir 2030 100.000 fólksbílar taka 1,5% af því rafmagni sem framleitt er í dag. Enginn ótti er um orkuskort. 23. mars 2018 20:00 Bílasalar á Ísland og í Skandinavíu sagðir tala niður rafbíla Áhugasamir kaupendur fá í langflestum tilfellum engar upplýsingar um rafbíla þegar þeir leita til bílaumboða á Norðurlöndunum. 24. maí 2018 10:47 Mest lesið Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Viðskipti innlent Unga fólkið greinilega að hugsa um sjálfbærnimálin Atvinnulíf Verð enn lægst í Prís Neytendur Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Viðskipti innlent „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Viðskipti erlent Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ Viðskipti erlent Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Viðskipti innlent „Hvernig hefðu amma og afi gert þetta?“ Atvinnulíf Northvolt í þrot Viðskipti erlent Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Trump-tollar geti haft óbein áhrif á Íslendinga Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Spá því að stýrivextir verði lækkaðir um 25 punkta Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Skarphéðinn til Sagafilm Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Sjálfkjörið í stjórn Símans Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Ráðinn fjármálastjóri Origo Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Segja upp 52 sjómönnum Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Frá Seðlabankanum í sýndarheima CCP Hagnaður jókst um tæpan helming milli ára Truflanir á greiðsluhirðingu Rapyd Sjá meira
„Það hefur verið slegist um hvert eintak, sem er jákvætt, en ég held að þetta fari að detta í eðlilegra horf á næsta ári,“ segir Brynjar E. Óskarsson, vörumerkjastjóri Nissan hjá bílaumboðinu BL. Mikil eftirspurn er eftir nýjum Nissan Leaf rafbíl og afhendingartími getur verið allt að 6-7 mánuðir. Mikil umræða skapaðist um langan afhendingartíma rafbílanna í spjallhópi Nissan Leaf eigenda á Facebook um helgina en bílarnir eru vinsælustu og mest seldu rafbílar landsins og þótt víðar væri leitað. Ný útgáfa af Nissan Leaf, með nýju útliti og stærri rafhlöðu, var kynnt í apríl síðastliðnum og voru hundruð forpantana gerðar hér á landi. Verðandi rafbílaeigendur sem pöntuðu bíl í apríl hafa nú nokkrir fengið upplýsingar um seinkun fram í nóvember. Margir eru skiljanlega svekktir yfir langri bið og töfum sem orðið hafa en Brynjar segir þær eiga sér eðlilegar skýringar. „Það er hárrétt að það eru aðilar sem eru að lenda í aukabiðtíma sem helgast af því almennt að eftirspurnin er tvöföld á við framleiðslugetuna á bílnum yfir höfuð. Ísland er þrátt fyrir þetta framarlega í magni sem við fáum, markaðir eins og Írland eru að fá svipað marga bíla og við,“ segir Brynjar. Hann kveður BL hafa verið að berjast fyrir því að koma afhendingu bílanna á rétt ról. Breyting framleiðandans á uppgefinni framleiðsluáætlun í apríl hafi hins vegar verið ófyrirséð. Nú horfi þó til betri vegar og framleiðsla verið aukin á ný. Biðtíminn er þó langur. „Ef þú ætlar að panta bíl hjá okkur núna er 6-7 mánaða bið. En við sjáum fram á að allir sem áttu pantaða bíla frá kynningunni í apríl fram í júní fái bíla á árinu. Það er búið að festa framleiðslu á okkur og þá verður þetta komið í 300 bíla, sem er nánast jafnmörg eintök og við afhentum af gamla bílnum á þremur og hálfu ári.“
Birtist í Fréttablaðinu Bílar Neytendur Orkumál Tengdar fréttir Hringvegurinn allur orðinn fær rafbílum Með nýrri hleðslustöð á Mývatni eru ekki meira en 100 kílómetrar á milli hleðslustöðva á hringveginum. Flestir rafbílar geta ekið hringveginn án teljandi vandræða. Umhverfisráðherra segir þetta mikilvægt skref í átt að orkuskiptum 26. mars 2018 08:00 Forstjóri Orkuveitunnar spáir 100.000 rafbílum fyrir 2030 100.000 fólksbílar taka 1,5% af því rafmagni sem framleitt er í dag. Enginn ótti er um orkuskort. 23. mars 2018 20:00 Bílasalar á Ísland og í Skandinavíu sagðir tala niður rafbíla Áhugasamir kaupendur fá í langflestum tilfellum engar upplýsingar um rafbíla þegar þeir leita til bílaumboða á Norðurlöndunum. 24. maí 2018 10:47 Mest lesið Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Viðskipti innlent Unga fólkið greinilega að hugsa um sjálfbærnimálin Atvinnulíf Verð enn lægst í Prís Neytendur Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Viðskipti innlent „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Viðskipti erlent Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ Viðskipti erlent Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Viðskipti innlent „Hvernig hefðu amma og afi gert þetta?“ Atvinnulíf Northvolt í þrot Viðskipti erlent Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Trump-tollar geti haft óbein áhrif á Íslendinga Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Spá því að stýrivextir verði lækkaðir um 25 punkta Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Skarphéðinn til Sagafilm Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Sjálfkjörið í stjórn Símans Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Ráðinn fjármálastjóri Origo Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Segja upp 52 sjómönnum Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Frá Seðlabankanum í sýndarheima CCP Hagnaður jókst um tæpan helming milli ára Truflanir á greiðsluhirðingu Rapyd Sjá meira
Hringvegurinn allur orðinn fær rafbílum Með nýrri hleðslustöð á Mývatni eru ekki meira en 100 kílómetrar á milli hleðslustöðva á hringveginum. Flestir rafbílar geta ekið hringveginn án teljandi vandræða. Umhverfisráðherra segir þetta mikilvægt skref í átt að orkuskiptum 26. mars 2018 08:00
Forstjóri Orkuveitunnar spáir 100.000 rafbílum fyrir 2030 100.000 fólksbílar taka 1,5% af því rafmagni sem framleitt er í dag. Enginn ótti er um orkuskort. 23. mars 2018 20:00
Bílasalar á Ísland og í Skandinavíu sagðir tala niður rafbíla Áhugasamir kaupendur fá í langflestum tilfellum engar upplýsingar um rafbíla þegar þeir leita til bílaumboða á Norðurlöndunum. 24. maí 2018 10:47