Opið bréf til formanns VR Starri Reynisson skrifar 13. ágúst 2018 07:00 Sæll Ragnar. Ég er 23 ára gamall námsmaður á leigumarkaði, en sökum þess að ég vil ekki hætta mér út í námslánakerfið þá vinn ég samhliða námi sem verslunarmaður. Sem verslunarmaður tilheyri ég Verslunarmannafélagi Reykjavíkur, þar sem þú ert formaður. Ég vinn allan ársins hring, en eðli málsins samkvæmt vinn ég meira á sumrin en á veturna, þar sem á veturna þarf ég að hafa meiri tíma aflögu til þess að sinna náminu. Það er fjöldinn allur af fólki í svipaðri stöðu og ég, margir sem vinna allt árið en sumir sem hafa tök á því að vinna bara á sumrin. Mörg störfum við sem kvöld-, helgar- eða afleysingastarfsfólk í verslunum, en öll þurfum við að nýta þau frí sem við fáum frá skóla til þess að vinna og leggja fyrir. Fyrir fólk í þessari stöðu geta svokallaðir rauðir dagar, eða stórhátíðardagar, skipt gífurlegu máli. Það hefur a.m.k. töluverð áhrif á minn launaseðil þegar ég næ vakt á stórhátiðarkaupi, en það er almennt slegist um þær vaktir á mínum vinnustað. Nú skömmu fyrir verslunarmannahelgi gafst þú, sem formaður VR, út yfirlýsingu þess efnis að þú vildir að frídagur verslunarmanna stæði undir nafni og allar verslanir væru lokaðar á þeim degi, sem og öðrum stórhátíðardögum. Ég finn ekki neina þörf hjá mér til þess að vera í fríi á frídegi verslunarmanna, 1.maí eða aðfangadag. Það sem ég hef hins vegar þörf fyrir er stórhátíðarkaupið sem ég er á þá daga, það gerir mér kleift að leggja fyrir ef það skyldi harðna í ári, og stundum hjálpar það mér einfaldlega að ná endum saman í lok mánaðar. Hvers vegna vilt þú, aðili sem á að gæta minna hagsmuna, taka af mér þann möguleika að vinna á stórhátíðardögum? Eftir að hafa hlustað á þinn málflutning síðustu vikur kemst ég ekki hjá því að spyrja hvort þú sért í raun og veru að berjast fyrir hagsmunum félagsmanna VR eða hvort þú sért einfaldlega að slengja fram hástemdum yfirlýsingum sem hljóma vel í fjölmiðlum og láta þig líta vel út. Er þér treystandi til þess að leiða kjarabaráttu ef þú getur ekki horft til hagsmuna allra þinna umbjóðenda? Ert þú formaður allra félagsmanna, eða bara sumra? Þú ert í það minnsta ekki minn formaður, ekki síst vegna þess að það er engan veginn mér í hag að mér sé bannað að vinna á frídegi verslunarmanna. Virðingarfyllst, Starri Reynisson Félagsmaður í VR Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Starri Reynisson Tengdar fréttir Hvetur neytendur til að versla á öðrum dögum ársins Formaður VR segir dapurlegt að verslanir bjóði upp á ýmis hátíðartilboð í tilefni frídags verslunarmanna. 6. ágúst 2018 12:19 Mest lesið Nú er nóg komið af aðdróttunum og afvegaleiðingum körfuboltaþjálfarans Viðar Halldórsson Skoðun Nú þurfa foreldrar að vera hugrakkir Jón Pétur Zimsen Skoðun Landsvirkjun semur lög um bráðabirgðavirkjanir Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Hjúkrunarheimili eða heimaþjónusta? –horfa verður á heildarmyndina Halldór S. Guðmundsson,Sigurveig H. Sigurðardóttir,Sirrý Sif Sigurlaugardóttir Skoðun Atlaga gegn trans fólki er atlaga gegn mannréttindum Drífa Snædal, Bjarndís Helga Tómasdóttir Skoðun Útúrsnúningur um „gigg-hagkerfið“ Finnbjörn A. Hermannsson Skoðun Við erum ennþá minni fiskur nú! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Brýn þörf á auknum fjárveitingum vegna sjávarflóða Anton Guðmundsson Skoðun Sjálfbærni í stað sóunar Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Árangur Eden stefnunnar - fimmtán ára saga á Íslandi Sigrún Huld Þorgrímsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Mikilvægi tjáningar erfiðrar reynslu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Ný sýn á almenningssjónvarp í almannaþágu, eða hvað? Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili eða heimaþjónusta? –horfa verður á heildarmyndina Halldór S. Guðmundsson,Sigurveig H. Sigurðardóttir,Sirrý Sif Sigurlaugardóttir skrifar Skoðun Nú þurfa foreldrar að vera hugrakkir Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Að vera manneskja Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Útúrsnúningur um „gigg-hagkerfið“ Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Árangur Eden stefnunnar - fimmtán ára saga á Íslandi Sigrún Huld Þorgrímsdóttir skrifar Skoðun Nú er nóg komið af aðdróttunum og afvegaleiðingum körfuboltaþjálfarans Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Brýn þörf á auknum fjárveitingum vegna sjávarflóða Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfbærni í stað sóunar Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Landsvirkjun semur lög um bráðabirgðavirkjanir Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Atlaga gegn trans fólki er atlaga gegn mannréttindum Drífa Snædal, Bjarndís Helga Tómasdóttir skrifar Skoðun Við erum ennþá minni fiskur nú! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Heimur skorts eða gnægða? Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Vígvellir barna eru víða Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Narsissismi í hnotskurn Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm skrifar Skoðun Palestína í Eurovision Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er burðarás í íslensku efnahagslífi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Hversu lítill fiskur yrðum við? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðin vill eitt, Kristrún annað Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Lélegir íslenskir læknar...eru ekki til! Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Þriðji kafli: Skálmöld Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Valkyrjurnar verða að losa okkur við Rapyd Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Söngur Ísraels og RÚV Ingólfur Gíslason. skrifar Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar Skoðun Uppiskroppa með umræðuefni í málþófi? Talið um Gaza! Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Kærleikurinn pikkaði í mig Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar Sjá meira
Sæll Ragnar. Ég er 23 ára gamall námsmaður á leigumarkaði, en sökum þess að ég vil ekki hætta mér út í námslánakerfið þá vinn ég samhliða námi sem verslunarmaður. Sem verslunarmaður tilheyri ég Verslunarmannafélagi Reykjavíkur, þar sem þú ert formaður. Ég vinn allan ársins hring, en eðli málsins samkvæmt vinn ég meira á sumrin en á veturna, þar sem á veturna þarf ég að hafa meiri tíma aflögu til þess að sinna náminu. Það er fjöldinn allur af fólki í svipaðri stöðu og ég, margir sem vinna allt árið en sumir sem hafa tök á því að vinna bara á sumrin. Mörg störfum við sem kvöld-, helgar- eða afleysingastarfsfólk í verslunum, en öll þurfum við að nýta þau frí sem við fáum frá skóla til þess að vinna og leggja fyrir. Fyrir fólk í þessari stöðu geta svokallaðir rauðir dagar, eða stórhátíðardagar, skipt gífurlegu máli. Það hefur a.m.k. töluverð áhrif á minn launaseðil þegar ég næ vakt á stórhátiðarkaupi, en það er almennt slegist um þær vaktir á mínum vinnustað. Nú skömmu fyrir verslunarmannahelgi gafst þú, sem formaður VR, út yfirlýsingu þess efnis að þú vildir að frídagur verslunarmanna stæði undir nafni og allar verslanir væru lokaðar á þeim degi, sem og öðrum stórhátíðardögum. Ég finn ekki neina þörf hjá mér til þess að vera í fríi á frídegi verslunarmanna, 1.maí eða aðfangadag. Það sem ég hef hins vegar þörf fyrir er stórhátíðarkaupið sem ég er á þá daga, það gerir mér kleift að leggja fyrir ef það skyldi harðna í ári, og stundum hjálpar það mér einfaldlega að ná endum saman í lok mánaðar. Hvers vegna vilt þú, aðili sem á að gæta minna hagsmuna, taka af mér þann möguleika að vinna á stórhátíðardögum? Eftir að hafa hlustað á þinn málflutning síðustu vikur kemst ég ekki hjá því að spyrja hvort þú sért í raun og veru að berjast fyrir hagsmunum félagsmanna VR eða hvort þú sért einfaldlega að slengja fram hástemdum yfirlýsingum sem hljóma vel í fjölmiðlum og láta þig líta vel út. Er þér treystandi til þess að leiða kjarabaráttu ef þú getur ekki horft til hagsmuna allra þinna umbjóðenda? Ert þú formaður allra félagsmanna, eða bara sumra? Þú ert í það minnsta ekki minn formaður, ekki síst vegna þess að það er engan veginn mér í hag að mér sé bannað að vinna á frídegi verslunarmanna. Virðingarfyllst, Starri Reynisson Félagsmaður í VR
Hvetur neytendur til að versla á öðrum dögum ársins Formaður VR segir dapurlegt að verslanir bjóði upp á ýmis hátíðartilboð í tilefni frídags verslunarmanna. 6. ágúst 2018 12:19
Hjúkrunarheimili eða heimaþjónusta? –horfa verður á heildarmyndina Halldór S. Guðmundsson,Sigurveig H. Sigurðardóttir,Sirrý Sif Sigurlaugardóttir Skoðun
Atlaga gegn trans fólki er atlaga gegn mannréttindum Drífa Snædal, Bjarndís Helga Tómasdóttir Skoðun
Skoðun Hjúkrunarheimili eða heimaþjónusta? –horfa verður á heildarmyndina Halldór S. Guðmundsson,Sigurveig H. Sigurðardóttir,Sirrý Sif Sigurlaugardóttir skrifar
Skoðun Nú er nóg komið af aðdróttunum og afvegaleiðingum körfuboltaþjálfarans Viðar Halldórsson skrifar
Skoðun Atlaga gegn trans fólki er atlaga gegn mannréttindum Drífa Snædal, Bjarndís Helga Tómasdóttir skrifar
Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm skrifar
Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar
Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Hjúkrunarheimili eða heimaþjónusta? –horfa verður á heildarmyndina Halldór S. Guðmundsson,Sigurveig H. Sigurðardóttir,Sirrý Sif Sigurlaugardóttir Skoðun
Atlaga gegn trans fólki er atlaga gegn mannréttindum Drífa Snædal, Bjarndís Helga Tómasdóttir Skoðun