Lítið breytt útgáfa af villandi auglýsingu Jóhann Óli Eiðsson skrifar 13. ágúst 2018 06:00 Hluti auglýsingarinnar sem birtist á síðu 3 í Fréttablaðinu síðastliðinn fimmtudag. Fullyrðingin "50% rafdrifinn“ var úrskurðuð villandi af Neytendastofu í júní. Skjáskot Toyota á Íslandi fullyrðir í nýrri auglýsingu að Hybrid-bifreiðar framleiðandans séu fimmtíu prósent rafdrifnar. Auglýsingin er lítið breytt frá fyrri auglýsingu fyrir sömu bíltegund en Neytendastofa bannaði frekari notkun þeirra þar sem þær þóttu villandi. Framkvæmdastjóri Neytendasamtakanna vonast til þess að Neytendastofa bregðist hratt við og ákveði hvort framsetningin nú sé fullnægjandi. Hybrid-bifreiðar Toyota eru þannig úr garði gerðar að þær brenna jarðefnaeldsneyti til að búa til rafmagn sem hægt er að nýta til að drífa bílinn áfram. Ekki er hægt að stinga bifreiðunum í hleðslu. Í febrúar barst Neytendastofu kvörtun vegna auglýsinga fyrirtækisins um slíka bíla þar sem fullyrt var að þeir væru fimmtíu prósent rafdrifnir. Í ákvörðun Neytendastofu dagsettri í júní segir að fullyrðingu Toyota fylgi engar skýringar og þá komi í auglýsingunni ekki fram neinar forsendur fyrir rannsóknunum þar að baki. Frekari skýringar komu fram á heimasíðu fyrirtækisins en auglýsingin var metin villandi engu að síður þar sem hún þótti margræð. Fyrirtækinu var bannað að birta auglýsinguna af þeim sökum. Svipuð auglýsing hefur birst að undanförnu. Fullyrðingin „50% rafdrifinn“ er nú stjörnumerkt en neðst í auglýsingunni er útskýrt að fullyrðingin byggi á „opinberum mælingum DRIVECO, CARe og ENEA á aksturstíma Hybrid-bíla í blönduðum akstri, án aðkomu bensínvélar“. Vísað er á heimasíðu Toyota á Íslandi til frekari skýringar.Brynhildur Pétursdóttir, framkvæmdastjóri Neytendasamtakanna.„Fyrir mér er þetta svolítið eins og fullyrðingin um léttöl í bjórauglýsingum,“ segir Brynhildur Pétursdóttir framkvæmdastjóri Neytendasamtakanna. Brynhildur segir að þetta sé ekki í fyrsta skipti sem auglýsing sé úrskurðuð villandi. Vandamálið sé hins vegar að auglýsingaherferð sé oft löngu búin þegar niðurstaða liggur fyrir hjá Neytendastofu. Þá séu viðurlögin séu oft lítil sem engin og hvata skorti til að fara eftir lögum. „Mér finnst svolítið gróft að fyrirtækið haldi áfram með þessum hætti. Það er mikilvægt að Neytendastofa skoði hvort þessi neðanmálsgrein, sem bætt var við auglýsinguna, sé fullnægjandi og hvort framsetningin sé enn villandi fyrir hinn almenna neytanda,“ segir Brynhildur. „Við höfum ekki enn fengið ábendingu um þessa tilteknu útgáfu af auglýsingunni,“ segir Tryggvi Axelsson forstjóri Neytendastofu. Birtist í Fréttablaðinu Bílar Neytendur Tengdar fréttir Villandi fullyrðingar Toyota Neytendastofa telur fullyrðingar Toyota, um að Hybrid bifreiðar fyrirtækisins séu 50% rafdrifnar, vera villandi. 2. júlí 2018 11:17 Mest lesið Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Viðskipti innlent Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Viðskipti innlent Danir lengra komnir í að nýta spuna á vinnustöðum Atvinnulíf Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk Viðskipti innlent Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Viðskipti innlent Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent „Algjört siðleysi“ Neytendur Fleiri fréttir Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Sjá meira
Toyota á Íslandi fullyrðir í nýrri auglýsingu að Hybrid-bifreiðar framleiðandans séu fimmtíu prósent rafdrifnar. Auglýsingin er lítið breytt frá fyrri auglýsingu fyrir sömu bíltegund en Neytendastofa bannaði frekari notkun þeirra þar sem þær þóttu villandi. Framkvæmdastjóri Neytendasamtakanna vonast til þess að Neytendastofa bregðist hratt við og ákveði hvort framsetningin nú sé fullnægjandi. Hybrid-bifreiðar Toyota eru þannig úr garði gerðar að þær brenna jarðefnaeldsneyti til að búa til rafmagn sem hægt er að nýta til að drífa bílinn áfram. Ekki er hægt að stinga bifreiðunum í hleðslu. Í febrúar barst Neytendastofu kvörtun vegna auglýsinga fyrirtækisins um slíka bíla þar sem fullyrt var að þeir væru fimmtíu prósent rafdrifnir. Í ákvörðun Neytendastofu dagsettri í júní segir að fullyrðingu Toyota fylgi engar skýringar og þá komi í auglýsingunni ekki fram neinar forsendur fyrir rannsóknunum þar að baki. Frekari skýringar komu fram á heimasíðu fyrirtækisins en auglýsingin var metin villandi engu að síður þar sem hún þótti margræð. Fyrirtækinu var bannað að birta auglýsinguna af þeim sökum. Svipuð auglýsing hefur birst að undanförnu. Fullyrðingin „50% rafdrifinn“ er nú stjörnumerkt en neðst í auglýsingunni er útskýrt að fullyrðingin byggi á „opinberum mælingum DRIVECO, CARe og ENEA á aksturstíma Hybrid-bíla í blönduðum akstri, án aðkomu bensínvélar“. Vísað er á heimasíðu Toyota á Íslandi til frekari skýringar.Brynhildur Pétursdóttir, framkvæmdastjóri Neytendasamtakanna.„Fyrir mér er þetta svolítið eins og fullyrðingin um léttöl í bjórauglýsingum,“ segir Brynhildur Pétursdóttir framkvæmdastjóri Neytendasamtakanna. Brynhildur segir að þetta sé ekki í fyrsta skipti sem auglýsing sé úrskurðuð villandi. Vandamálið sé hins vegar að auglýsingaherferð sé oft löngu búin þegar niðurstaða liggur fyrir hjá Neytendastofu. Þá séu viðurlögin séu oft lítil sem engin og hvata skorti til að fara eftir lögum. „Mér finnst svolítið gróft að fyrirtækið haldi áfram með þessum hætti. Það er mikilvægt að Neytendastofa skoði hvort þessi neðanmálsgrein, sem bætt var við auglýsinguna, sé fullnægjandi og hvort framsetningin sé enn villandi fyrir hinn almenna neytanda,“ segir Brynhildur. „Við höfum ekki enn fengið ábendingu um þessa tilteknu útgáfu af auglýsingunni,“ segir Tryggvi Axelsson forstjóri Neytendastofu.
Birtist í Fréttablaðinu Bílar Neytendur Tengdar fréttir Villandi fullyrðingar Toyota Neytendastofa telur fullyrðingar Toyota, um að Hybrid bifreiðar fyrirtækisins séu 50% rafdrifnar, vera villandi. 2. júlí 2018 11:17 Mest lesið Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Viðskipti innlent Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Viðskipti innlent Danir lengra komnir í að nýta spuna á vinnustöðum Atvinnulíf Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk Viðskipti innlent Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Viðskipti innlent Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent „Algjört siðleysi“ Neytendur Fleiri fréttir Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Sjá meira
Villandi fullyrðingar Toyota Neytendastofa telur fullyrðingar Toyota, um að Hybrid bifreiðar fyrirtækisins séu 50% rafdrifnar, vera villandi. 2. júlí 2018 11:17