Sá borgi sem brýtur – óráð í nýjum umferðarlögum Jóhannes Þór Skúlason skrifar 13. ágúst 2018 16:19 Þess má vænta að í haust verði frumvarp til nýrra umferðarlaga lagt fyrir Alþingi, en frumvarpið hefur verið í umsagnarferli að undanförnu. Þegar frumvarpið kom til umsagnar öðru sinni, í samráðsgátt stjórnvalda, olli það miklum vonbrigðum að athugasemdir Samtaka ferðaþjónustunnar og fleiri aðila við ákvæði 93. gr. þess skyldu ekki hafa verið teknar til greina, en þar er gert ráð fyrir því að heimilt sé að gera eiganda ökutækis sekt fyrir brot sem ökumaður annar en eigandi veldur og mynduð eru í löggæslumyndavélum. Samtök ferðaþjónustunnar hafa ítrekað komið því á framfæri opinberlega, sem og í beinum samskiptum við stjórnvöld, hversu íþyngjandi slík sektarákvæði munu reynast fyrir bílaleigur verði þau samþykkt. Sennilega fá leigutakar bílaleigubifreiða hvergi meðal nágrannalanda okkar betri upplýsingar um hraðaksturstakmarkanir og skynsamlega hegðun á vegunum en hér á Íslandi. Upplýsingar um hraðatakmörk eru áberandi á stýri eða mælaborði og bílaleigur leggja kapp á að kynna hverjum leigutaka hraðatakmörk og aðrar sérstakar aðstæður við akstur á þjóðvegum hér á landi. Það verður því ekki við íslenskar bílaleigur sakast um varðandi upplýsingagjöf um öryggisatriði. Á endanum er það hins vegar ætíð ökumaðurinn sem tekur ákvörðun um hraða ökutækisins og ábyrgðin á brotum gegn hraðatakmörkunum hlýtur því eðlilega að vera hans. Það hefur hingað til verið talin eðlileg refsiregla í íslensku réttarfari að sá borgi sem brjóti. Svona sektarákvæði, þar sem öðrum aðila er gert að taka út refsingu fyrir hönd þess sem brýtur, á sér enga hliðstæðu í íslensku réttarfari.Ekki setja lög sem vitað er að virka ekki Stjórnvöld virðast álíta að auðvelt sé fyrir bílaleigur að innheimta sektargreiðslur frá ferðamönnum sem leigja af þeim bíla vegna þess að þeir leggi fram kreditkort til greiðslu og/eða tryggingar leigunni. Því hljóti að vera einfalt að skrá greiðsluna á viðkomandi kort eftir á, jafnvel eftir að viðkomandi ferðamaður er farinn af landi brott. Gallinn er að þetta er ekki rétt. Reynsla bílaleigufyrirtækja, sem staðfest er af kreditkortafyrirtækjum, er að kortaskilmálar veita korthafanum skýran rétt til að hafna slíkum greiðslum sem ekki eru samþykktar með undirskrift eða PIN-númeri korthafa. Raunin verður því sú að bílaleigurnar sitja uppi með ábyrgð á rúmlega hundrað milljóna sektargreiðslum sem ómögulegt er að innheimta frá þeim sem í raun voru valdir að lögbrotunum. Það er mikilvægt fyrir samfélagið allt að koma böndum á hraðakstur og skiljanlegt að ríkið vilji í leiðinni ná inn fjármunum sem því fylgja frá erlendum ferðamönnum eins og öðrum. Til þess þarf þá að setja reglur sem virka og geta stuðlað að auknu umferðaröryggi. Í núverandi mynd gera sektarheimildir 93. gr. frumvarpsins í raun ekkert nema að íþyngja fyrirtækjum í rekstri og gera fyrirtækin ábyrg fyrir brotum sem þau hafa enga möguleika til að fylgjast með eða koma í veg fyrir með öðru en eðlilegri upplýsingagjöf fyrir fram. Samtök ferðaþjónustunnar skora á stjórnvöld að taka tillit til þeirra skýru og málefnalegu athugasemda sem komið hafa fram og fella ákvæði 93. gr. út úr frumvarpi til nýrra umferðarlaga, í stað þess að lögfesta íþyngjandi ákvæði þrátt fyrir að vitað sé að þau virka ekki í raun.Höfundur er framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jóhannes Þór Skúlason Mest lesið Hunsuðu menntamálin – en ætla nú að bjarga þeim Sigurður Kári Harðarson Skoðun Húsnæðisbæturnar sem hurfu Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir Skoðun 76 dagar Erlingur Sigvaldason Skoðun Hjartans mál í kennslu Sigurður Árni Reynisson Skoðun Í minningu körfuboltahetja Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun Skoðun Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar Skoðun 76 dagar Erlingur Sigvaldason skrifar Skoðun Í minningu körfuboltahetja Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Húsnæðisbæturnar sem hurfu Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar Skoðun Hjartans mál í kennslu Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hunsuðu menntamálin – en ætla nú að bjarga þeim Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjallar og lyklaborðið Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar Skoðun „Stóra fallega frumvarpið“ hans Trump Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Verndun vatns og stjórn vatnamála Ólafur Arnar Jónsson,Sigurður Guðjónsson skrifar Skoðun Gegn hernaði hvers konar Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Hvers vegna sífellt fleiri sækjast eftir einveru Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þriggja stiga þögn Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Nú þarf að gyrða sig í brók Gunnlaugur Stefánsson skrifar Skoðun Lesblindir og stuðningur í skólum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun Rýnt í stöðu kvenna með örorkulífeyri Huld Magnúsdóttir skrifar Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar Skoðun Olíuleit á Drekasvæði - tilvistarleit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Kosningar í september Guðveig Lind Eyglóardóttir skrifar Skoðun Þegar orkuöflun er sett á ís - dæmið frá Suður-Afríku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í Kópavogi í fyrsta sæti Halla Björg Evans skrifar Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson skrifar Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar Sjá meira
Þess má vænta að í haust verði frumvarp til nýrra umferðarlaga lagt fyrir Alþingi, en frumvarpið hefur verið í umsagnarferli að undanförnu. Þegar frumvarpið kom til umsagnar öðru sinni, í samráðsgátt stjórnvalda, olli það miklum vonbrigðum að athugasemdir Samtaka ferðaþjónustunnar og fleiri aðila við ákvæði 93. gr. þess skyldu ekki hafa verið teknar til greina, en þar er gert ráð fyrir því að heimilt sé að gera eiganda ökutækis sekt fyrir brot sem ökumaður annar en eigandi veldur og mynduð eru í löggæslumyndavélum. Samtök ferðaþjónustunnar hafa ítrekað komið því á framfæri opinberlega, sem og í beinum samskiptum við stjórnvöld, hversu íþyngjandi slík sektarákvæði munu reynast fyrir bílaleigur verði þau samþykkt. Sennilega fá leigutakar bílaleigubifreiða hvergi meðal nágrannalanda okkar betri upplýsingar um hraðaksturstakmarkanir og skynsamlega hegðun á vegunum en hér á Íslandi. Upplýsingar um hraðatakmörk eru áberandi á stýri eða mælaborði og bílaleigur leggja kapp á að kynna hverjum leigutaka hraðatakmörk og aðrar sérstakar aðstæður við akstur á þjóðvegum hér á landi. Það verður því ekki við íslenskar bílaleigur sakast um varðandi upplýsingagjöf um öryggisatriði. Á endanum er það hins vegar ætíð ökumaðurinn sem tekur ákvörðun um hraða ökutækisins og ábyrgðin á brotum gegn hraðatakmörkunum hlýtur því eðlilega að vera hans. Það hefur hingað til verið talin eðlileg refsiregla í íslensku réttarfari að sá borgi sem brjóti. Svona sektarákvæði, þar sem öðrum aðila er gert að taka út refsingu fyrir hönd þess sem brýtur, á sér enga hliðstæðu í íslensku réttarfari.Ekki setja lög sem vitað er að virka ekki Stjórnvöld virðast álíta að auðvelt sé fyrir bílaleigur að innheimta sektargreiðslur frá ferðamönnum sem leigja af þeim bíla vegna þess að þeir leggi fram kreditkort til greiðslu og/eða tryggingar leigunni. Því hljóti að vera einfalt að skrá greiðsluna á viðkomandi kort eftir á, jafnvel eftir að viðkomandi ferðamaður er farinn af landi brott. Gallinn er að þetta er ekki rétt. Reynsla bílaleigufyrirtækja, sem staðfest er af kreditkortafyrirtækjum, er að kortaskilmálar veita korthafanum skýran rétt til að hafna slíkum greiðslum sem ekki eru samþykktar með undirskrift eða PIN-númeri korthafa. Raunin verður því sú að bílaleigurnar sitja uppi með ábyrgð á rúmlega hundrað milljóna sektargreiðslum sem ómögulegt er að innheimta frá þeim sem í raun voru valdir að lögbrotunum. Það er mikilvægt fyrir samfélagið allt að koma böndum á hraðakstur og skiljanlegt að ríkið vilji í leiðinni ná inn fjármunum sem því fylgja frá erlendum ferðamönnum eins og öðrum. Til þess þarf þá að setja reglur sem virka og geta stuðlað að auknu umferðaröryggi. Í núverandi mynd gera sektarheimildir 93. gr. frumvarpsins í raun ekkert nema að íþyngja fyrirtækjum í rekstri og gera fyrirtækin ábyrg fyrir brotum sem þau hafa enga möguleika til að fylgjast með eða koma í veg fyrir með öðru en eðlilegri upplýsingagjöf fyrir fram. Samtök ferðaþjónustunnar skora á stjórnvöld að taka tillit til þeirra skýru og málefnalegu athugasemda sem komið hafa fram og fella ákvæði 93. gr. út úr frumvarpi til nýrra umferðarlaga, í stað þess að lögfesta íþyngjandi ákvæði þrátt fyrir að vitað sé að þau virka ekki í raun.Höfundur er framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar.
Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun
Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun
Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar
Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar
Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson skrifar
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar
Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar
Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun
Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun