Ellefu vikna bið eftir gjaldskrá póstsins Jóhann Óli Eiðsson skrifar 17. ágúst 2018 07:00 Bréfsendingum hefur fækkað um meira en helming á áratug. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR Í upphafi árs lagði Póst- og fjarskiptastofnun (PFS) fyrir Íslandspóst ohf. að endurskoða gjaldskrá sína innan einkaréttar eigi síðar en 1. júní 2018. Ný gjaldskrá vegna ákvörðunarinnar hefur ekki enn verið birt. Málið er sem stendur í ferli hjá PFS. Á haustmánuðum síðasta árs tilkynnti Íslandspóstur PFS þá fyrirætlun sína að fækka dreifingardögum bréfpósts í þéttbýli frá og með 1. febrúar þessa árs. Ástæðan var breytt rekstrarumhverfi en á sama tíma og íbúum hefur fjölgað hefur gífurlegur samdráttur verið í bréfsendingum innan einkaréttar. Bréfsendingar hafa dregist saman um rúmlega helming síðan árið 2007. Verð bréfpósts hefur því hækkað verulega umfram eðlilegar kostnaðarhækkanir undanfarin ár. Til dæmis má nefna að frá því í október 2011 hefur verð fyrir bréfpóst innanlands hækkað um ríflega hundrað prósent en önnur þjónusta Íslandspósts hækkað öllu minna. Verð á pakkasendingum hefur til að mynda hækkað um tæplega sjöttung á sama tímabili. Þrátt fyrir þjónustuskerðingu hugðist Íslandspóstur halda sömu verðskrá fyrir bréf innan einkaréttar. Á þetta féllst PFS ekki. Í ákvörðun stofnunarinnar frá 23. janúar segir meðal annars að „PFS [telji] að það hagræði sem ÍSP telur að verði við breytingarnar eigi að skila sér til þeirra notenda þjónustunnar sem við á hverju sinni“. Af þeim sökum var lagt fyrir Íslandspóst að ljúka endurskoðun á gjaldskrá innan einkaréttar fyrir 1. júní 2018 og senda PFS hana til samþykktar.Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda„Ákvörðunin var afdráttarlaus um það að Íslandspóstur ætti að endurskoða gjaldskrána eigi síðar en 1. júní. Nú hefur það dregist í tvo og hálfan mánuð. Það þýðir einfaldlega að notendur þjónustunnar eru að borga of mikið fyrir hana,“ segir Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda. Ólafur bendir á að breytingin á dreifingardögunum hafi tekið gildi í byrjun árs og því hafi hagræðið af breytingunum skilað sér þangað þrátt fyrir ákvörðun PFS. „Þetta er því miður enn eitt dæmið um að Íslandspóstur haldi uppi verðlagningu á þjónustu sem er í einkarétti. Á sama tíma er verðskrá fyrir samkeppnisrekstur einkennilega lág og hefur lítið breyst,“ segir Ólafur. Hann bætir því við að miðað við ákvörðun PFS hafi notendur mátt vænta þess að það yrði verðbreyting þann 1. júní. Að sú breyting sé að dragast á langinn sé fullkomlega óviðunandi. „Við hvetjum PFS til að taka fastar á þessum samkeppnisháttum Íslandspósts. Að okkar mati hefur stofnunin ekki staðið sig nógu vel við að fylgja eftir lögum og reglum og eigin ákvörðunum,“ segir Ólafur. Tillögur að breyttri verðskrá Íslandspósts bárust PFS tæpum mánuði síðar en ákvörðunin kvað á um. Hrafnkell V. Gíslason, forstjóri PFS, segir að í ákvörðuninni hafi ekki falist að birta ætti nýja verðskrá 1. júní heldur senda hana þá til PFS. Málið sé nú til meðferðar hjá stofnuninni. Birtist í Fréttablaðinu Neytendur Mest lesið Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Viðskipti innlent Mjög leiðinlegt mál en tilboðið hafi aldrei verið samþykkt Neytendur Ekkja í Hafnarfirði missti af íbúð þrátt fyrir samþykki Neytendur Ferðamaður sem sá Þingvelli í myrkri fær endurgreitt að hluta Neytendur Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Viðskipti innlent Ekki ósanngjarnt af flugfélagi að láta viðskiptavin greiða eigin mistök Neytendur Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Viðskipti innlent Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Viðskipti innlent Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Viðskipti innlent Segir búið að „dauðadæma Vefjuna“ vegna ummæla Reynis Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Frá Reitum til Atlas verktaka Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Sjá meira
Í upphafi árs lagði Póst- og fjarskiptastofnun (PFS) fyrir Íslandspóst ohf. að endurskoða gjaldskrá sína innan einkaréttar eigi síðar en 1. júní 2018. Ný gjaldskrá vegna ákvörðunarinnar hefur ekki enn verið birt. Málið er sem stendur í ferli hjá PFS. Á haustmánuðum síðasta árs tilkynnti Íslandspóstur PFS þá fyrirætlun sína að fækka dreifingardögum bréfpósts í þéttbýli frá og með 1. febrúar þessa árs. Ástæðan var breytt rekstrarumhverfi en á sama tíma og íbúum hefur fjölgað hefur gífurlegur samdráttur verið í bréfsendingum innan einkaréttar. Bréfsendingar hafa dregist saman um rúmlega helming síðan árið 2007. Verð bréfpósts hefur því hækkað verulega umfram eðlilegar kostnaðarhækkanir undanfarin ár. Til dæmis má nefna að frá því í október 2011 hefur verð fyrir bréfpóst innanlands hækkað um ríflega hundrað prósent en önnur þjónusta Íslandspósts hækkað öllu minna. Verð á pakkasendingum hefur til að mynda hækkað um tæplega sjöttung á sama tímabili. Þrátt fyrir þjónustuskerðingu hugðist Íslandspóstur halda sömu verðskrá fyrir bréf innan einkaréttar. Á þetta féllst PFS ekki. Í ákvörðun stofnunarinnar frá 23. janúar segir meðal annars að „PFS [telji] að það hagræði sem ÍSP telur að verði við breytingarnar eigi að skila sér til þeirra notenda þjónustunnar sem við á hverju sinni“. Af þeim sökum var lagt fyrir Íslandspóst að ljúka endurskoðun á gjaldskrá innan einkaréttar fyrir 1. júní 2018 og senda PFS hana til samþykktar.Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda„Ákvörðunin var afdráttarlaus um það að Íslandspóstur ætti að endurskoða gjaldskrána eigi síðar en 1. júní. Nú hefur það dregist í tvo og hálfan mánuð. Það þýðir einfaldlega að notendur þjónustunnar eru að borga of mikið fyrir hana,“ segir Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda. Ólafur bendir á að breytingin á dreifingardögunum hafi tekið gildi í byrjun árs og því hafi hagræðið af breytingunum skilað sér þangað þrátt fyrir ákvörðun PFS. „Þetta er því miður enn eitt dæmið um að Íslandspóstur haldi uppi verðlagningu á þjónustu sem er í einkarétti. Á sama tíma er verðskrá fyrir samkeppnisrekstur einkennilega lág og hefur lítið breyst,“ segir Ólafur. Hann bætir því við að miðað við ákvörðun PFS hafi notendur mátt vænta þess að það yrði verðbreyting þann 1. júní. Að sú breyting sé að dragast á langinn sé fullkomlega óviðunandi. „Við hvetjum PFS til að taka fastar á þessum samkeppnisháttum Íslandspósts. Að okkar mati hefur stofnunin ekki staðið sig nógu vel við að fylgja eftir lögum og reglum og eigin ákvörðunum,“ segir Ólafur. Tillögur að breyttri verðskrá Íslandspósts bárust PFS tæpum mánuði síðar en ákvörðunin kvað á um. Hrafnkell V. Gíslason, forstjóri PFS, segir að í ákvörðuninni hafi ekki falist að birta ætti nýja verðskrá 1. júní heldur senda hana þá til PFS. Málið sé nú til meðferðar hjá stofnuninni.
Birtist í Fréttablaðinu Neytendur Mest lesið Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Viðskipti innlent Mjög leiðinlegt mál en tilboðið hafi aldrei verið samþykkt Neytendur Ekkja í Hafnarfirði missti af íbúð þrátt fyrir samþykki Neytendur Ferðamaður sem sá Þingvelli í myrkri fær endurgreitt að hluta Neytendur Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Viðskipti innlent Ekki ósanngjarnt af flugfélagi að láta viðskiptavin greiða eigin mistök Neytendur Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Viðskipti innlent Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Viðskipti innlent Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Viðskipti innlent Segir búið að „dauðadæma Vefjuna“ vegna ummæla Reynis Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Frá Reitum til Atlas verktaka Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Sjá meira