Hersýningu Trump frestað til næsta árs Samúel Karl Ólason skrifar 17. ágúst 2018 07:44 Donald og Melania Trump að fylgjast með hersýningu á Bastilludaginn í París í fyrra. Emmanuel Macron, forseti Frakklands, er þarna líka. Vísir/GETTY Hersýningu sem Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, fór fram á að halda skyldi í Washington DC hefur verið frestað frá nóvember til næsta árs hið minnsta. Þegar Trump var í Frakklandi á Bastilludaginn í fyrra varð hann vitni af hersýningu franska hersins og í kjölfarið sagði hann að Bandaríkin gætu gert betri og flottari sýningu. Engin hefð er fyrir hersýningum sem þessum í Bandaríkjunum. Síðasta hersýning Bandaríkjanna var árið 1991 í kjölfar þess að herinn rak her Saddam Hussein úr Kúveit. Hernaðaryfirvöld Bandaríkjanna birtu í gær yfirlit yfir hersýninguna þar sem í ljós kom að hún verður rúmlega þrefalt dýrari en hún átti upprunalega að kosta. Nú er áætlað að hún muni kosta um 92 milljónir dala. Þegar beiðni Hvíta hússins var opinberuð í febrúar áætlaði herinn að sýningin myndi kosta tíu til 30 milljónir dala. Gagnrýnendur segja hersýningu vera sóun á opinberu fé og hafa þingmenn sagt að slíkar sýningar eigi sér nánast eingöngu stað í einræðisríkjum. Þá hafa borgaryfirvöld Washington DC einnig sagst vera andsnúin hersýningu þar.Samkvæmt umfjöllun BBC hafa fjölmiðlar í Bandaríkjunum einnig bent á að Trump stöðvaði sameiginlegar æfingar herafla Bandaríkjanna og Suður-Kóreu í kjölfar fundar hans og Kim Jong-un, einræðisherra Norður-Kóreu. Þá sagði Trump að það myndi spara ríkinu verulegar fjárhæðir. Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Trump vill hersýningu eins og Frakkar Bandaríkjaforsetinn Donald Trump hefur beðið varnarmálaráðuneytið að skipuleggja hersýningu í höfuðborg landsins. 7. febrúar 2018 06:42 Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Erlent Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Erlent Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Bylgja Dís er látin Innlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Útsending komin í lag Innlent Fleiri fréttir Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Sjá meira
Hersýningu sem Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, fór fram á að halda skyldi í Washington DC hefur verið frestað frá nóvember til næsta árs hið minnsta. Þegar Trump var í Frakklandi á Bastilludaginn í fyrra varð hann vitni af hersýningu franska hersins og í kjölfarið sagði hann að Bandaríkin gætu gert betri og flottari sýningu. Engin hefð er fyrir hersýningum sem þessum í Bandaríkjunum. Síðasta hersýning Bandaríkjanna var árið 1991 í kjölfar þess að herinn rak her Saddam Hussein úr Kúveit. Hernaðaryfirvöld Bandaríkjanna birtu í gær yfirlit yfir hersýninguna þar sem í ljós kom að hún verður rúmlega þrefalt dýrari en hún átti upprunalega að kosta. Nú er áætlað að hún muni kosta um 92 milljónir dala. Þegar beiðni Hvíta hússins var opinberuð í febrúar áætlaði herinn að sýningin myndi kosta tíu til 30 milljónir dala. Gagnrýnendur segja hersýningu vera sóun á opinberu fé og hafa þingmenn sagt að slíkar sýningar eigi sér nánast eingöngu stað í einræðisríkjum. Þá hafa borgaryfirvöld Washington DC einnig sagst vera andsnúin hersýningu þar.Samkvæmt umfjöllun BBC hafa fjölmiðlar í Bandaríkjunum einnig bent á að Trump stöðvaði sameiginlegar æfingar herafla Bandaríkjanna og Suður-Kóreu í kjölfar fundar hans og Kim Jong-un, einræðisherra Norður-Kóreu. Þá sagði Trump að það myndi spara ríkinu verulegar fjárhæðir.
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Trump vill hersýningu eins og Frakkar Bandaríkjaforsetinn Donald Trump hefur beðið varnarmálaráðuneytið að skipuleggja hersýningu í höfuðborg landsins. 7. febrúar 2018 06:42 Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Erlent Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Erlent Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Bylgja Dís er látin Innlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Útsending komin í lag Innlent Fleiri fréttir Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Sjá meira
Trump vill hersýningu eins og Frakkar Bandaríkjaforsetinn Donald Trump hefur beðið varnarmálaráðuneytið að skipuleggja hersýningu í höfuðborg landsins. 7. febrúar 2018 06:42