Hvers vegna ættir þú að skrá barnið þitt í sund? Guðmundur Hafþórsson skrifar 17. ágúst 2018 09:17 Nú þegar skólar fara að hefjast á ný þarf að huga að því hvað er gott fyrir börnin okkar. Við vitum öll að svefn, mataræði, hreyfing eru mikilvægir þættir að góðum dögum í lífi okkar og við viljum að sjálfsögðu að börnum okkar líði vel rétt eins og okkur. Ég ætla að telja upp nokkrar ástæður þess að það er mikilvægt og í raun lífsnauðsynlegt að skrá börn í sundnámskeið.1. Undirbúningur fyrir lífið. Börnin hefja skólagöngu sína á milli 5 og 6 ára aldurs. Þessi fyrstu 10 ár í skólagöngu barnsins er krafa að börnin fái 2 tíma í íþróttum á viku og 1 tíma í sundkennslu. Þessu er svo mismunandi háttað eftir skólum og bæjarfélögum. Því miður er það þannig að oftar en ekki koma börnin nokkuð illa synd eftir skólagöngu enda er lítill tími fyrir kennarana til að virkilega kenna börnunum. 40 mínútna tími verður aldrei nema rétt um 10 – 15 mínútna tími sökum þess að börnum er hleypt seint úr tíma, það þarf að sturta sig og koma sér út og svo þarf að vera komin í næsta tíma á réttum tíma þannig að kennari þarf að hleypa upp úr lauginni 10 – 15 mínútum snemma. Með því að skrá barnið þitt í sund hjá félagi þá tryggir þú því örugga kennslu, hreyfingu sem fylgir því allt lífið enda hægt að synda alla ævi. Öryggi í vatni þannig að þægilegra er til dæmis að fara í sumarferðir erlendis. Ef barn/fullorðin dettur út fyrir á bát/skipi eru meiri líkur á að geta bjargað sér í sjónum ef sundkunnátta er í lagi.2. Hreyfing fyrir ævina. Sund er íþrótt sem hægt er að stunda alla ævi. Hreyfing í vatni er mjúk hreyfing og hreyfing þar sem líkamanum líður einna best. Að stunda sund til heilsubótar hefur áhrif á allan líkamann enda verið að vinna með nánast alla vöðva líkamans. Þetta er fullkomin heilsurækt þar sem ekki þarf á dýrum búnaði að halda og þú getur brennt um 500 kcal á klukkustundar rólegu sundi og auðvitað hægt að bæta í með meiri ákefð.3. Eykur liðleika. Við erum mikið á hreyfingu og börnin þá sérstaklega, mikið um hlaup, hopp og skopp og álag á bein og liðamót. Sund er mjúk hreyfing og í laugum landsins þar sem hitastig er 27 – 30 gráður þá ná vöðvarnir góðri slökun og hjálpar sundið til við að teygja á mikilvægum vöðvum líkamans.4. Bætir líkamsstöðuna. Við vitum það öll að börnin rétt eins og við hin sitjum of mikið, skólastofur og svo oft á tíðum eru ófáir tímar sem fara í það að vera fyrir framan tölvuna eða vera í símanum. Eins og áður segir er sund mjúk hreyfing sem styrkir liðamót og réttir úr hryggjarsúlunni og er einhver besta hreyfing til að fyrirbyggja bakvandamál. „hversu oft sagði mamma þín þér „réttu úr þér“ í æsku“ Ég hvet þig því að huga að heilsunni hjá þér og barninu þínu. Með bestu kveðju Guðmundur Hafþórsson Yfirþjálfari Sundfélagsins Ægis Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Þriggja stiga þögn Bjarni Karlsson Skoðun Hvers vegna sífellt fleiri sækjast eftir einveru Ingrid Kuhlman Skoðun Nú þarf að gyrða sig í brók Gunnlaugur Stefánsson Skoðun Gegn hernaði hvers konar Gunnar Björgvinsson Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson Skoðun Verndun vatns og stjórn vatnamála Ólafur Arnar Jónsson,Sigurður Guðjónsson Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun Lesblindir og stuðningur í skólum Snævar Ívarsson Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun Skoðun Skoðun Verndun vatns og stjórn vatnamála Ólafur Arnar Jónsson,Sigurður Guðjónsson skrifar Skoðun Gegn hernaði hvers konar Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Hvers vegna sífellt fleiri sækjast eftir einveru Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þriggja stiga þögn Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Nú þarf að gyrða sig í brók Gunnlaugur Stefánsson skrifar Skoðun Lesblindir og stuðningur í skólum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun Rýnt í stöðu kvenna með örorkulífeyri Huld Magnúsdóttir skrifar Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar Skoðun Olíuleit á Drekasvæði - tilvistarleit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Kosningar í september Guðveig Lind Eyglóardóttir skrifar Skoðun Þegar orkuöflun er sett á ís - dæmið frá Suður-Afríku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í Kópavogi í fyrsta sæti Halla Björg Evans skrifar Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson skrifar Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar Skoðun Munar þig um 5-7 milljónir árlega? Jón Pétur Zimzen skrifar Skoðun Keldnaland – fjölmenn hverfi í mótun Þorsteinn R. Hermannsson skrifar Skoðun Eflum traustið Helgi Áss Grétarsson,Marta Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar Skoðun Hver er kjarninn í samfélagi sem selur hjarta sitt? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson skrifar Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og ókurteisi Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Yfir hverju er verið að brosa? Árni Kristjánsson skrifar Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld sem fjárfestatenglar Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason skrifar Sjá meira
Nú þegar skólar fara að hefjast á ný þarf að huga að því hvað er gott fyrir börnin okkar. Við vitum öll að svefn, mataræði, hreyfing eru mikilvægir þættir að góðum dögum í lífi okkar og við viljum að sjálfsögðu að börnum okkar líði vel rétt eins og okkur. Ég ætla að telja upp nokkrar ástæður þess að það er mikilvægt og í raun lífsnauðsynlegt að skrá börn í sundnámskeið.1. Undirbúningur fyrir lífið. Börnin hefja skólagöngu sína á milli 5 og 6 ára aldurs. Þessi fyrstu 10 ár í skólagöngu barnsins er krafa að börnin fái 2 tíma í íþróttum á viku og 1 tíma í sundkennslu. Þessu er svo mismunandi háttað eftir skólum og bæjarfélögum. Því miður er það þannig að oftar en ekki koma börnin nokkuð illa synd eftir skólagöngu enda er lítill tími fyrir kennarana til að virkilega kenna börnunum. 40 mínútna tími verður aldrei nema rétt um 10 – 15 mínútna tími sökum þess að börnum er hleypt seint úr tíma, það þarf að sturta sig og koma sér út og svo þarf að vera komin í næsta tíma á réttum tíma þannig að kennari þarf að hleypa upp úr lauginni 10 – 15 mínútum snemma. Með því að skrá barnið þitt í sund hjá félagi þá tryggir þú því örugga kennslu, hreyfingu sem fylgir því allt lífið enda hægt að synda alla ævi. Öryggi í vatni þannig að þægilegra er til dæmis að fara í sumarferðir erlendis. Ef barn/fullorðin dettur út fyrir á bát/skipi eru meiri líkur á að geta bjargað sér í sjónum ef sundkunnátta er í lagi.2. Hreyfing fyrir ævina. Sund er íþrótt sem hægt er að stunda alla ævi. Hreyfing í vatni er mjúk hreyfing og hreyfing þar sem líkamanum líður einna best. Að stunda sund til heilsubótar hefur áhrif á allan líkamann enda verið að vinna með nánast alla vöðva líkamans. Þetta er fullkomin heilsurækt þar sem ekki þarf á dýrum búnaði að halda og þú getur brennt um 500 kcal á klukkustundar rólegu sundi og auðvitað hægt að bæta í með meiri ákefð.3. Eykur liðleika. Við erum mikið á hreyfingu og börnin þá sérstaklega, mikið um hlaup, hopp og skopp og álag á bein og liðamót. Sund er mjúk hreyfing og í laugum landsins þar sem hitastig er 27 – 30 gráður þá ná vöðvarnir góðri slökun og hjálpar sundið til við að teygja á mikilvægum vöðvum líkamans.4. Bætir líkamsstöðuna. Við vitum það öll að börnin rétt eins og við hin sitjum of mikið, skólastofur og svo oft á tíðum eru ófáir tímar sem fara í það að vera fyrir framan tölvuna eða vera í símanum. Eins og áður segir er sund mjúk hreyfing sem styrkir liðamót og réttir úr hryggjarsúlunni og er einhver besta hreyfing til að fyrirbyggja bakvandamál. „hversu oft sagði mamma þín þér „réttu úr þér“ í æsku“ Ég hvet þig því að huga að heilsunni hjá þér og barninu þínu. Með bestu kveðju Guðmundur Hafþórsson Yfirþjálfari Sundfélagsins Ægis
Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun
Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun
Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar
Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar
Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar
Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar
Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun
Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun