Staðfesta að 2017 var þriðja hlýjasta árið frá upphafi mælinga Kjartan Kjartansson skrifar 1. ágúst 2018 18:39 Þrátlát hitabylgja hefur þjakað Breta og fleiri þjóðir á norðurhveli jarðar í sumar. Vaxandi öfgar í veðurfari eru fylgifiskur loftslagsbreytinga. Vísir/EPA Árið 2017 var það þriðja hlýjasta á jörðinni frá því að mælingar hófust. Aðeins árin 2016 og 2015 hefur meðalhiti jarðar mælst hærri. Styrkur gróðurhúsalofttegunda í lofthjúpnum sem valda hnattrænni hlýnun hefur sömuleiðis aldrei mælst meiri en í fyrra. Þetta kemur fram í nýrri alþjóðlegri skýrslu um loftslag á jörðinni. Haf- og loftslagsstofnun Bandaríkjanna (NOAA) hefur umsjón með skýrslunni en fleiri en fimm hundruð vísindamenn frá 65 löndum lögðu sitt af mörkum til hennar. Meðalhitinn við yfirborð jarðar var 0,38-0,48°C hærri í fyrra en meðaltal áranna 1981 til 2010. Vísindamennirnir segja að það þýði að árið sé annað hvort það annað eða þriðja hlýjasta frá upphafi mælinga upp úr miðri 19. öld. Þess ber að geta að veðurfyrirbrigðið El niño þrýsti hitanum árin 2015 og 2016 enn frekar upp og bættist ofan á þá hnattrænu hlýnun sem menn valda með losun sinni á gróðurhúsalofttegundum, fyrst og fremst með bruna jarðefnaeldsneytis eins og olíu, gass og kola.Styrkur gróðurhúsalofttegunda ekki meiri í 800.000 ár að minnsta kosti Á meðal annarra helstu niðurstaðna skýrslunnar er að styrkur koltvísýrings í lofthjúpi jarðar mældist 405 hlutar af milljón að meðaltali í fyrra. Styrkurinn hefur aldrei mælst hærri frá því að nútímaathuganir á honum hófust fyrir tæpum fjörutíu árum. Á grundvelli ískjarnasýna segja vísindamennirnir að styrkurinn hafi ekki verið hærri í að minnsta kosti 800.000 ár. Yfirborð sjávar hækkar nú um 3,1 sentímera á áratugi að meðaltali. Sjávarstaðan er nú að meðaltali 7,7 sentímetrum hærri en hún var árið 1993. Hámarksútbreiðsla hafíssins á norðurskautinu í fyrra var sú minnsta sem mælst hefur frá því að gervihnattamælingar hófust fyrir 38 árum. Lágmarksútbreiðsla íssins í september var sú áttunda minnsta og um fjórðungi minni en langtímameðaltal. Á suðurskautinu var útbreiðsla hafíss einnig í lágmarki, vel undir meðaltali áranna 1981 til 2010. Útbreiðsla íssins 1. mars í fyrra var sú minnsta sem mælst hefur á einstökum degi frá upphafi mælinga. Loftslagsmál Umhverfismál Tengdar fréttir Hitamet slegin um allt norðurhvel Hásumar er nú á norðurhveli en hitinn á mörgum stöðum hefur verið sérstaklega mikill undanfarið. 4. júlí 2018 15:20 Mesti hiti í 262 ár Á meðan við hér uppi á Íslandi kvörtum yfir kulda og votviðri fárast frændur okkar í Svíþjóð yfir hita og rigningarleysi. 25. júlí 2018 06:00 Hitabylgjurnar óvenju hlýjar vegna loftslagsbreytinga Hitabylgjur hafa riðið yfir Evrópu í sumar og valdið miklum skaða víðs vegar um álfuna. 25. júlí 2018 15:37 Mest lesið Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Innlent Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Innlent Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Innlent Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Innlent Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Innlent Þjóðkirkjan kynnir nýtt merki og vefsíðu Innlent Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Innlent Fleiri fréttir Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Íslendingur í Hong Kong: „Reiðin mun koma“ Líta eigi á lofthelgi Venesúela sem lokaða Stöðva afgreiðslu allra hælisumsókna Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Starfsmannastjóri Selenskís segir af sér Í varðhaldi í Þýskalandi vegna Nord Stream-skemmdarverka Sex til tólf ár í fangelsi fyrir hrottalegt morð með hníf, öxi og sveðju Rannsaka aftöku hermanna á tveimur mönnum í Jenín Belgar óttast að þurfa að endurgreiða Rússum Húsleit hjá starfsmannastjóra Selenskís 128 látnir í Hong Kong og 200 enn saknað Segir hættu á að nauðgunarlöggjöf verði beitt í hefndarskyni Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Sjá meira
Árið 2017 var það þriðja hlýjasta á jörðinni frá því að mælingar hófust. Aðeins árin 2016 og 2015 hefur meðalhiti jarðar mælst hærri. Styrkur gróðurhúsalofttegunda í lofthjúpnum sem valda hnattrænni hlýnun hefur sömuleiðis aldrei mælst meiri en í fyrra. Þetta kemur fram í nýrri alþjóðlegri skýrslu um loftslag á jörðinni. Haf- og loftslagsstofnun Bandaríkjanna (NOAA) hefur umsjón með skýrslunni en fleiri en fimm hundruð vísindamenn frá 65 löndum lögðu sitt af mörkum til hennar. Meðalhitinn við yfirborð jarðar var 0,38-0,48°C hærri í fyrra en meðaltal áranna 1981 til 2010. Vísindamennirnir segja að það þýði að árið sé annað hvort það annað eða þriðja hlýjasta frá upphafi mælinga upp úr miðri 19. öld. Þess ber að geta að veðurfyrirbrigðið El niño þrýsti hitanum árin 2015 og 2016 enn frekar upp og bættist ofan á þá hnattrænu hlýnun sem menn valda með losun sinni á gróðurhúsalofttegundum, fyrst og fremst með bruna jarðefnaeldsneytis eins og olíu, gass og kola.Styrkur gróðurhúsalofttegunda ekki meiri í 800.000 ár að minnsta kosti Á meðal annarra helstu niðurstaðna skýrslunnar er að styrkur koltvísýrings í lofthjúpi jarðar mældist 405 hlutar af milljón að meðaltali í fyrra. Styrkurinn hefur aldrei mælst hærri frá því að nútímaathuganir á honum hófust fyrir tæpum fjörutíu árum. Á grundvelli ískjarnasýna segja vísindamennirnir að styrkurinn hafi ekki verið hærri í að minnsta kosti 800.000 ár. Yfirborð sjávar hækkar nú um 3,1 sentímera á áratugi að meðaltali. Sjávarstaðan er nú að meðaltali 7,7 sentímetrum hærri en hún var árið 1993. Hámarksútbreiðsla hafíssins á norðurskautinu í fyrra var sú minnsta sem mælst hefur frá því að gervihnattamælingar hófust fyrir 38 árum. Lágmarksútbreiðsla íssins í september var sú áttunda minnsta og um fjórðungi minni en langtímameðaltal. Á suðurskautinu var útbreiðsla hafíss einnig í lágmarki, vel undir meðaltali áranna 1981 til 2010. Útbreiðsla íssins 1. mars í fyrra var sú minnsta sem mælst hefur á einstökum degi frá upphafi mælinga.
Loftslagsmál Umhverfismál Tengdar fréttir Hitamet slegin um allt norðurhvel Hásumar er nú á norðurhveli en hitinn á mörgum stöðum hefur verið sérstaklega mikill undanfarið. 4. júlí 2018 15:20 Mesti hiti í 262 ár Á meðan við hér uppi á Íslandi kvörtum yfir kulda og votviðri fárast frændur okkar í Svíþjóð yfir hita og rigningarleysi. 25. júlí 2018 06:00 Hitabylgjurnar óvenju hlýjar vegna loftslagsbreytinga Hitabylgjur hafa riðið yfir Evrópu í sumar og valdið miklum skaða víðs vegar um álfuna. 25. júlí 2018 15:37 Mest lesið Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Innlent Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Innlent Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Innlent Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Innlent Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Innlent Þjóðkirkjan kynnir nýtt merki og vefsíðu Innlent Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Innlent Fleiri fréttir Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Íslendingur í Hong Kong: „Reiðin mun koma“ Líta eigi á lofthelgi Venesúela sem lokaða Stöðva afgreiðslu allra hælisumsókna Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Starfsmannastjóri Selenskís segir af sér Í varðhaldi í Þýskalandi vegna Nord Stream-skemmdarverka Sex til tólf ár í fangelsi fyrir hrottalegt morð með hníf, öxi og sveðju Rannsaka aftöku hermanna á tveimur mönnum í Jenín Belgar óttast að þurfa að endurgreiða Rússum Húsleit hjá starfsmannastjóra Selenskís 128 látnir í Hong Kong og 200 enn saknað Segir hættu á að nauðgunarlöggjöf verði beitt í hefndarskyni Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Sjá meira
Hitamet slegin um allt norðurhvel Hásumar er nú á norðurhveli en hitinn á mörgum stöðum hefur verið sérstaklega mikill undanfarið. 4. júlí 2018 15:20
Mesti hiti í 262 ár Á meðan við hér uppi á Íslandi kvörtum yfir kulda og votviðri fárast frændur okkar í Svíþjóð yfir hita og rigningarleysi. 25. júlí 2018 06:00
Hitabylgjurnar óvenju hlýjar vegna loftslagsbreytinga Hitabylgjur hafa riðið yfir Evrópu í sumar og valdið miklum skaða víðs vegar um álfuna. 25. júlí 2018 15:37