Rússar leita samstarfs við Bandaríkjastjórn um endurreisn Sýrlands Kjartan Kjartansson skrifar 3. ágúst 2018 20:37 Rússar segja að Sýrlandsstjórn hafi ekki næga sjóði, tæki og eldsneyti til að byggja upp landið aftur og taka við fólki sem hefur flúið land vegna stríðsins. Vísir/EPA Fulltrúar rússneskra stjórnvalda hafa leitað hófanna hjá yfirmönnum bandaríska hersins varðandi mögulegt samstarf ríkjanna um endurreisn Sýrlands og að koma flóttamönnum aftur fyrir þar. Grunnt hefur verið á því góða á milli gömlu fjandríkjanna úr kalda stríðinu að undanförnu.Reuters-fréttastofan hefur eftir heimildarmönnum sínum að Rússar hafi á bak við tjöldin haft samband við yfirmann bandaríska herráðsins og lagt samstarfið til. Hún hafi hins vegar hlotið litlar undirtektir í Washington-borg. Bandarísk stjórnvöld vilja að endurreisn Sýrlands ætti að fara fram í tengslum við kosningar undir umsjón Sameinuðu þjóðanna. Stefna þeirra hefur verið að Bashar al-Assad foseti ætti að stíga til hliðar. Tillaga Rússa um að Bandaríkin aðstoðuðu Sýrlandsstjórn við að byggja landið upp eftir áralangt borgarastríð myndi að líkindum festa Assad enn frekar í sessi. Um hálf milljón manna liggur í valnum eftir stríðið sem hefur geisað frá árinu 2011. Hátt í sex milljónir Sýrlendingar hafa flúið landa og 6,6, milljónir hafa lent í hrakhólum innanlands. Í tillögu Rússa kemur fram að Sýrlandsstjórn skorti tæki,eldsneyti, búnað og sjóði til þess að byggja upp landið svo að flóttafólkið geti snúið aftur heim. Sameinuðu þjóðirnar hafa áætlað að endurreisn Sýrland gæti kostað að minnsta kosti 250 milljarða dollara. Umleitanir Rússa nú vekja ekki síst athygli í ljósi þess að samskiptin við Bandaríkin hafa verið stirð undanfarin ár. Bandaríkin hafa beitt Rússa viðskiptaþvingunum og refsiaðgerðum, meðal annars vegna innlimunar þeirra á Krímskaga, tölvuinnbrotum og taugaeitursárásar í Bretlandi. Síðast í dag sakaði fulltrúi bandarískra stjórnvalda Rússa um að brjóta gegn viðskiptaþvingunum Sameinuðu þjóðanna gegn Norður-Kóreu. Þá saka bandaríska þjóðaröryggisyfirvöld Rússa um að halda áfram að reyna að hafa áhrif á og grafa undan kosningum í Bandaríkjunum líkt og fyrir forsetakosningarnar árið 2016. Bandaríkin Sýrland Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Fleiri fréttir Fyrrverandi forsætisráðherra Indlands látinn Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Sjá meira
Fulltrúar rússneskra stjórnvalda hafa leitað hófanna hjá yfirmönnum bandaríska hersins varðandi mögulegt samstarf ríkjanna um endurreisn Sýrlands og að koma flóttamönnum aftur fyrir þar. Grunnt hefur verið á því góða á milli gömlu fjandríkjanna úr kalda stríðinu að undanförnu.Reuters-fréttastofan hefur eftir heimildarmönnum sínum að Rússar hafi á bak við tjöldin haft samband við yfirmann bandaríska herráðsins og lagt samstarfið til. Hún hafi hins vegar hlotið litlar undirtektir í Washington-borg. Bandarísk stjórnvöld vilja að endurreisn Sýrlands ætti að fara fram í tengslum við kosningar undir umsjón Sameinuðu þjóðanna. Stefna þeirra hefur verið að Bashar al-Assad foseti ætti að stíga til hliðar. Tillaga Rússa um að Bandaríkin aðstoðuðu Sýrlandsstjórn við að byggja landið upp eftir áralangt borgarastríð myndi að líkindum festa Assad enn frekar í sessi. Um hálf milljón manna liggur í valnum eftir stríðið sem hefur geisað frá árinu 2011. Hátt í sex milljónir Sýrlendingar hafa flúið landa og 6,6, milljónir hafa lent í hrakhólum innanlands. Í tillögu Rússa kemur fram að Sýrlandsstjórn skorti tæki,eldsneyti, búnað og sjóði til þess að byggja upp landið svo að flóttafólkið geti snúið aftur heim. Sameinuðu þjóðirnar hafa áætlað að endurreisn Sýrland gæti kostað að minnsta kosti 250 milljarða dollara. Umleitanir Rússa nú vekja ekki síst athygli í ljósi þess að samskiptin við Bandaríkin hafa verið stirð undanfarin ár. Bandaríkin hafa beitt Rússa viðskiptaþvingunum og refsiaðgerðum, meðal annars vegna innlimunar þeirra á Krímskaga, tölvuinnbrotum og taugaeitursárásar í Bretlandi. Síðast í dag sakaði fulltrúi bandarískra stjórnvalda Rússa um að brjóta gegn viðskiptaþvingunum Sameinuðu þjóðanna gegn Norður-Kóreu. Þá saka bandaríska þjóðaröryggisyfirvöld Rússa um að halda áfram að reyna að hafa áhrif á og grafa undan kosningum í Bandaríkjunum líkt og fyrir forsetakosningarnar árið 2016.
Bandaríkin Sýrland Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Fleiri fréttir Fyrrverandi forsætisráðherra Indlands látinn Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Sjá meira