Rússar leita samstarfs við Bandaríkjastjórn um endurreisn Sýrlands Kjartan Kjartansson skrifar 3. ágúst 2018 20:37 Rússar segja að Sýrlandsstjórn hafi ekki næga sjóði, tæki og eldsneyti til að byggja upp landið aftur og taka við fólki sem hefur flúið land vegna stríðsins. Vísir/EPA Fulltrúar rússneskra stjórnvalda hafa leitað hófanna hjá yfirmönnum bandaríska hersins varðandi mögulegt samstarf ríkjanna um endurreisn Sýrlands og að koma flóttamönnum aftur fyrir þar. Grunnt hefur verið á því góða á milli gömlu fjandríkjanna úr kalda stríðinu að undanförnu.Reuters-fréttastofan hefur eftir heimildarmönnum sínum að Rússar hafi á bak við tjöldin haft samband við yfirmann bandaríska herráðsins og lagt samstarfið til. Hún hafi hins vegar hlotið litlar undirtektir í Washington-borg. Bandarísk stjórnvöld vilja að endurreisn Sýrlands ætti að fara fram í tengslum við kosningar undir umsjón Sameinuðu þjóðanna. Stefna þeirra hefur verið að Bashar al-Assad foseti ætti að stíga til hliðar. Tillaga Rússa um að Bandaríkin aðstoðuðu Sýrlandsstjórn við að byggja landið upp eftir áralangt borgarastríð myndi að líkindum festa Assad enn frekar í sessi. Um hálf milljón manna liggur í valnum eftir stríðið sem hefur geisað frá árinu 2011. Hátt í sex milljónir Sýrlendingar hafa flúið landa og 6,6, milljónir hafa lent í hrakhólum innanlands. Í tillögu Rússa kemur fram að Sýrlandsstjórn skorti tæki,eldsneyti, búnað og sjóði til þess að byggja upp landið svo að flóttafólkið geti snúið aftur heim. Sameinuðu þjóðirnar hafa áætlað að endurreisn Sýrland gæti kostað að minnsta kosti 250 milljarða dollara. Umleitanir Rússa nú vekja ekki síst athygli í ljósi þess að samskiptin við Bandaríkin hafa verið stirð undanfarin ár. Bandaríkin hafa beitt Rússa viðskiptaþvingunum og refsiaðgerðum, meðal annars vegna innlimunar þeirra á Krímskaga, tölvuinnbrotum og taugaeitursárásar í Bretlandi. Síðast í dag sakaði fulltrúi bandarískra stjórnvalda Rússa um að brjóta gegn viðskiptaþvingunum Sameinuðu þjóðanna gegn Norður-Kóreu. Þá saka bandaríska þjóðaröryggisyfirvöld Rússa um að halda áfram að reyna að hafa áhrif á og grafa undan kosningum í Bandaríkjunum líkt og fyrir forsetakosningarnar árið 2016. Bandaríkin Sýrland Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Fréttir Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Innlent Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Erlent Blautt víðast hvar Veður Fleiri fréttir Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Sjá meira
Fulltrúar rússneskra stjórnvalda hafa leitað hófanna hjá yfirmönnum bandaríska hersins varðandi mögulegt samstarf ríkjanna um endurreisn Sýrlands og að koma flóttamönnum aftur fyrir þar. Grunnt hefur verið á því góða á milli gömlu fjandríkjanna úr kalda stríðinu að undanförnu.Reuters-fréttastofan hefur eftir heimildarmönnum sínum að Rússar hafi á bak við tjöldin haft samband við yfirmann bandaríska herráðsins og lagt samstarfið til. Hún hafi hins vegar hlotið litlar undirtektir í Washington-borg. Bandarísk stjórnvöld vilja að endurreisn Sýrlands ætti að fara fram í tengslum við kosningar undir umsjón Sameinuðu þjóðanna. Stefna þeirra hefur verið að Bashar al-Assad foseti ætti að stíga til hliðar. Tillaga Rússa um að Bandaríkin aðstoðuðu Sýrlandsstjórn við að byggja landið upp eftir áralangt borgarastríð myndi að líkindum festa Assad enn frekar í sessi. Um hálf milljón manna liggur í valnum eftir stríðið sem hefur geisað frá árinu 2011. Hátt í sex milljónir Sýrlendingar hafa flúið landa og 6,6, milljónir hafa lent í hrakhólum innanlands. Í tillögu Rússa kemur fram að Sýrlandsstjórn skorti tæki,eldsneyti, búnað og sjóði til þess að byggja upp landið svo að flóttafólkið geti snúið aftur heim. Sameinuðu þjóðirnar hafa áætlað að endurreisn Sýrland gæti kostað að minnsta kosti 250 milljarða dollara. Umleitanir Rússa nú vekja ekki síst athygli í ljósi þess að samskiptin við Bandaríkin hafa verið stirð undanfarin ár. Bandaríkin hafa beitt Rússa viðskiptaþvingunum og refsiaðgerðum, meðal annars vegna innlimunar þeirra á Krímskaga, tölvuinnbrotum og taugaeitursárásar í Bretlandi. Síðast í dag sakaði fulltrúi bandarískra stjórnvalda Rússa um að brjóta gegn viðskiptaþvingunum Sameinuðu þjóðanna gegn Norður-Kóreu. Þá saka bandaríska þjóðaröryggisyfirvöld Rússa um að halda áfram að reyna að hafa áhrif á og grafa undan kosningum í Bandaríkjunum líkt og fyrir forsetakosningarnar árið 2016.
Bandaríkin Sýrland Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Fréttir Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Innlent Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Erlent Blautt víðast hvar Veður Fleiri fréttir Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Sjá meira