Er tilboð? Heiðarleiki og markaðsmál Ósk Heiða Sveinsdóttir skrifar 31. júlí 2018 11:26 Þegar þú heyrir orðið markaðsmál, er heiðarleiki það fyrsta sem þér dettur í hug? Nei, kannski ekki. Stundum hefur því verið haldið fram að markaðsmál snúist um að breyta skoðunum (ekki alltaf til hins betra) og sannfæringu frekar en sannleika. Á undanförnum árum, ef til vill í tengslum við samfélagsmiðla og aukið aðgengi neytenda að fyrirtækjunum sjálfum, hefur ljósi markaðsmála hins vegar í auknum mæli verið beint að heiðarleika. Þá kemur efnismarkaðssetning (e. Content marketing) sterk inn. Slík markaðssetning þarf ekki að vera flókin eða kostnaðarsöm, en hér verður að vera til staðar áhugi, ástríða og vilji til að vanda til verka. Áhersla á efnismarkaðssetning getur líka verið góður byrjunarpunktur fyrir fyrirtæki sem hafa áhuga á að auka heiðarleika í samskiptum sínum við viðskiptavini. Sem hafa það að markmiði að byggja upp fyrirtækið sem trúverðugt og sem trausta uppsprettu upplýsinga og gæða. Án heiðarleika er lítið traust og heiðarleiki er afbragðsgrunnur til að byggja á.Sérstakt tilboð, bara fyrir þig Efnismarkaðssetning byggir á þeim grunni að fyrirtæki breyti því hvernig þau líta á samband sitt við viðskiptavini. Áhersla er lögð á að meta virði ekki einungis í gegnum kaup og sölu heldur einnig með því að skapa gagnkvæmt virði með samböndum innan og utan fyrirtækisins, arðbær langtímasambönd. Eitt af því sem efnismarkaðssetning getur gert er að færa áhersluna af sölumennsku og söludrifnum skilaboðum yfir í að deila upplýsingum, ráðum og að eiga raunverulegt samtal við viðskiptavini. Ekki að troða upp á viðskiptavini þína því sem þú heldur að þeir vilji heyra heldur að leggja vinnu í að skilgreina það og komast að því hvaða virði þú getur veitt þínum hóp – umfram t.d. vöruna.Ég kaupi bara af þeim því það stenst allt sem þau segja Hvað sem þú gerir, í auglýsingum, innri sem ytri markaðssetningu og ekki síst á samfélagsmiðlum, þá skaltu vera viss um tilganginn. Ef söludrifin áhersla í markaðsmálum snýst um koma á framfæri við markhópinn þinni vöru eða þjónustu þá leggur efnismarkaðssetning með heiðarleika að leiðarljósi áherslu á að tengja saman það sem fyrirtæki hafa fram að færa við viðskiptavini á dýpri hátt en aðeins í gegnum vöru, verð og afsláttarprósentur. Fyrir þau fyrirtæki sem hafa einlægan áhuga á viðskiptavinum sínum, metnað til að ná árangri og gera sér grein fyrir því að án viðskiptavina sinna væru þau ekkert, þá kemur árangurinn fljótlega í ljós. Ekki síst ef mistök eiga sér stað, viðurkenndu þau, bættu fyrir það sem fór úrskeiðis og lærðu af því. Alvöru svör, alvöru aðgerðir og engin froða.Ekkert rugl, bara alvöru fólk Hafðu áhuga á viðskiptavininum þínum, vertu heiðarleg/ur með það sem þú hefur fram að færa og einnig ef þú gerir mistök. Þorðu að taka á móti ábendingum og gagnrýni, segðu frá og byggðu upp tengsl. Ef vel tekst til þá getur þú byggt upp samband við viðskiptavininn og sú tilfinning og tengingin við vörumerkið hefur jákvæð áhrif sem skila sér vonandi í því að þegar kemur að kaupum horfir viðskiptavinurinn fram hjá vöru samkeppnisaðilans og kaupir þína vöru. Það sama gildir um samskipti við viðskiptavin, vertu alvöru, hafðu trú á því sem þú hefur fram að færa og komdu heiðarlega fram. Ef þú gerir það ekki, kemur það á endanum í ljós og þá er ekki víst að þú fáir annan séns. Þetta er verkefni, en það er til mikils að vinna. Ósk Heiða Sveinsdóttir, markaðsstjóri Trackwell Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ósk Heiða Sveinsdóttir Mest lesið Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson Skoðun Ekki hluti af OKKAR Evrópu! Margrét Kristmannsdóttir Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson Skoðun Kjarninn í vörninni fyrir hagsmunum Íslands Þórður Snær Júlíusson Skoðun Er Ísland enn fullvalda? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Mun húsnæðispakkinn hækka leigu og þar með verðbólguna? Sigrún Brynjarsdóttir Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Nvidia, Bitcoin og gamla varnarliðið: Hvað bíður Íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ekki hluti af OKKAR Evrópu! Margrét Kristmannsdóttir skrifar Skoðun Mikil aukning í unglingadrykkju – eða hvað? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Vaxtaokrið Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Er Ísland enn fullvalda? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Ó, Reykjavík Ari Allansson skrifar Skoðun Mun húsnæðispakkinn hækka leigu og þar með verðbólguna? Sigrún Brynjarsdóttir skrifar Skoðun Leggðu íslenskunni lið Hópur stjórnarmanna Almannaróms skrifar Skoðun Þegar framtíðin hverfur Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Upplýsingar, afþreying og ógnir á Netinu Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samráð óskast: fjölmenningarstefna Reykjavíkurborgar Oktavía Hrund Guðrúnar Jóns skrifar Skoðun Kjarninn í vörninni fyrir hagsmunum Íslands Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hamingju Ísland Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Vestfirðir til þjónustu reiðubúnir Þorsteinn Másson skrifar Skoðun Enn hækka fasteignaskattar í Reykjanesbæ Margrét Sanders skrifar Skoðun Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson skrifar Skoðun Samkennd án landamæra Guðrún Helga Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Réttindalaus rafmagnsvinna ógnar öryggi og dregur úr trausti Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Fjölmenning er ekki áskorun, hún er fjárfesting Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat á ís Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jenný Árnadóttir skrifar Skoðun Starfslok vegna kennitölu: tímaskekkja sem flýtir öldrun Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við leigjendur í Reykjavík Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Frelsi frá kynhlutverkum: innsýn sem breytir samböndum Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson skrifar Sjá meira
Þegar þú heyrir orðið markaðsmál, er heiðarleiki það fyrsta sem þér dettur í hug? Nei, kannski ekki. Stundum hefur því verið haldið fram að markaðsmál snúist um að breyta skoðunum (ekki alltaf til hins betra) og sannfæringu frekar en sannleika. Á undanförnum árum, ef til vill í tengslum við samfélagsmiðla og aukið aðgengi neytenda að fyrirtækjunum sjálfum, hefur ljósi markaðsmála hins vegar í auknum mæli verið beint að heiðarleika. Þá kemur efnismarkaðssetning (e. Content marketing) sterk inn. Slík markaðssetning þarf ekki að vera flókin eða kostnaðarsöm, en hér verður að vera til staðar áhugi, ástríða og vilji til að vanda til verka. Áhersla á efnismarkaðssetning getur líka verið góður byrjunarpunktur fyrir fyrirtæki sem hafa áhuga á að auka heiðarleika í samskiptum sínum við viðskiptavini. Sem hafa það að markmiði að byggja upp fyrirtækið sem trúverðugt og sem trausta uppsprettu upplýsinga og gæða. Án heiðarleika er lítið traust og heiðarleiki er afbragðsgrunnur til að byggja á.Sérstakt tilboð, bara fyrir þig Efnismarkaðssetning byggir á þeim grunni að fyrirtæki breyti því hvernig þau líta á samband sitt við viðskiptavini. Áhersla er lögð á að meta virði ekki einungis í gegnum kaup og sölu heldur einnig með því að skapa gagnkvæmt virði með samböndum innan og utan fyrirtækisins, arðbær langtímasambönd. Eitt af því sem efnismarkaðssetning getur gert er að færa áhersluna af sölumennsku og söludrifnum skilaboðum yfir í að deila upplýsingum, ráðum og að eiga raunverulegt samtal við viðskiptavini. Ekki að troða upp á viðskiptavini þína því sem þú heldur að þeir vilji heyra heldur að leggja vinnu í að skilgreina það og komast að því hvaða virði þú getur veitt þínum hóp – umfram t.d. vöruna.Ég kaupi bara af þeim því það stenst allt sem þau segja Hvað sem þú gerir, í auglýsingum, innri sem ytri markaðssetningu og ekki síst á samfélagsmiðlum, þá skaltu vera viss um tilganginn. Ef söludrifin áhersla í markaðsmálum snýst um koma á framfæri við markhópinn þinni vöru eða þjónustu þá leggur efnismarkaðssetning með heiðarleika að leiðarljósi áherslu á að tengja saman það sem fyrirtæki hafa fram að færa við viðskiptavini á dýpri hátt en aðeins í gegnum vöru, verð og afsláttarprósentur. Fyrir þau fyrirtæki sem hafa einlægan áhuga á viðskiptavinum sínum, metnað til að ná árangri og gera sér grein fyrir því að án viðskiptavina sinna væru þau ekkert, þá kemur árangurinn fljótlega í ljós. Ekki síst ef mistök eiga sér stað, viðurkenndu þau, bættu fyrir það sem fór úrskeiðis og lærðu af því. Alvöru svör, alvöru aðgerðir og engin froða.Ekkert rugl, bara alvöru fólk Hafðu áhuga á viðskiptavininum þínum, vertu heiðarleg/ur með það sem þú hefur fram að færa og einnig ef þú gerir mistök. Þorðu að taka á móti ábendingum og gagnrýni, segðu frá og byggðu upp tengsl. Ef vel tekst til þá getur þú byggt upp samband við viðskiptavininn og sú tilfinning og tengingin við vörumerkið hefur jákvæð áhrif sem skila sér vonandi í því að þegar kemur að kaupum horfir viðskiptavinurinn fram hjá vöru samkeppnisaðilans og kaupir þína vöru. Það sama gildir um samskipti við viðskiptavin, vertu alvöru, hafðu trú á því sem þú hefur fram að færa og komdu heiðarlega fram. Ef þú gerir það ekki, kemur það á endanum í ljós og þá er ekki víst að þú fáir annan séns. Þetta er verkefni, en það er til mikils að vinna. Ósk Heiða Sveinsdóttir, markaðsstjóri Trackwell
Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir Skoðun
Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun
Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar
Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar
Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar
Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir Skoðun
Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun